Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 39

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 39
ÝMISLEG SJÓNARMIÐ 21 beztu getu, og var vel liðinn í sveit sinni. Sagan er vel og hispurslaust sögð af einfeldni hjartans, og því varð það kannske, að ég hnaut ónotalega þar um eina málsgrein. Hann lýsir sveitinni, búskapnum, heilsufarinu, veikindum, sem komu og fóru, er leiddu til þess að sum börnin dóu °S svo síðarmeir konan. Svo kom harðindaár, heyfengur lítill að sumri og langur snjóavetur naest. ^lestir bændur höfðu „sett á guð °g gaddinn“, eins og komizt var oft að orði. Þegar loks voraði hafði búfé flestra falhð unnvörpum úr hor og hungri. „Ég var sá eini í sveitinni, sem var svo lánsamur að fella enga skepnu úr hor, enda hefi ég verið lánsmaður alla ævi." Þetta snerti mig hálfilla. Það gerði svo sem minnst til, þótt börnin °g konan dæju. Hann var lánsmað- Ur af því að rollurnar hans sluppu við að horfalla. 3. Önnur ævisaga. En í þetta sinn skrifuð af einum merkasta fræði- ^aanni landsins. Hún er um einn herlega stórgáfaðan prest, sem lét húkið til sín taka andlega og ver- aldiega og skynjaði og skildi alla hiuti milli himins og jarðar, nema ®f til vill mannlegar tilfinningar. ffann var kvæntur veikgeðja konu, e®a eins líklega, konan varð veikluð u sál og líkama í sambúðinni við P^ssa hamhleypu, því á hennar erðum hvíldi stjórn stórs og eril- sarns heimilis, auk þess sem hún 0 honum 14, eða guð má vita hve ^hfkg börn. Heilsu hennar hnignaði Ullz presturinn, eins og söguhöfund- ur kemst að orði, neyddisi til að fá fullan skilnað, — svo hann gæti, ef að líkum lætur, fengið sér aðra konu, „sem meira til frambúðar var,“ eins og Hákon forðum undir stjórn Jörundar hundadaga kóngs, sem Þorsteinn kvað um. Hver neyddi prestinn til að kasta gömlu konunni út á öskuhauginn, ef ekki kvensemin? Solveig gamla á Háreksstöðum hafði annað að mun ákveðnara svar undir svipuðum kringumstæðum. En líklega má ekki prenta svo óþvegna hrein- skilni. 4, Snemma á þessari ,öld byrjaði Oliver Ditson músík forlagið í New York að gefa út vandaða útgáfu af úrvals söngvum eftir heimsmeistar- ana. Voru sum heftin safnrit, svo sem tvö hefti af frönskum söngvum, önnur tvö af Norðurlanda söngvum, fjögur úrvals hefti af óperusöngv- um og frv. En flest voru heftin eftir einstök tónskáld, svo sem Schubert Shuman, Grieg Wolfe, Mendelson o. s. frv. Voru til þess valdir fróð- ustu sögukennarar, söngmenn og músíkmeistarar. Einn af merkustu og margfróðustu tónfræðimanna Breta safnaði 100 þjóðlögum allra landa, sem hann taldi þau beztu. Ég náði í þessa bók og hélt að ég hefði himin höndum tekið. En hún varð mér vonbrigði. Ég þekkti fjölda laganna og fannst þau ekki ávallt af betri endanum og svo virtist þekkingin ekki alltaf óskeikul. Til dæmis sagði hann, að ísland ætti aðeins sex þjóðlög og prentaði hann tvö þeirra — Tólf sona kvæði og eitt annað. Þessar upplýsingar hans
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.