Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
voru byggðar á 100 ára frásögn, lík-
lega frá Weyse hinum danska, sem
einna fyrstur reyndi að safna lög-
um frá Islandi og birti að sögn eitt,
sem Páll Melsted söng fyrir hann.
Að minnsta kosti tíu árum áður
en Bantock safnaði í þessa bók,
hafði þjóðlagasafn séra Bjarna Þor-
steinssonar verið prentað, og var
því þessi fáfræði lítt afsakanleg.
Eins og þetta stórmerkilega safn
ber með sér, skipta lögin, sem þar
eru nótusett mörgum hundruðum.
Langflest eru að vísu rímnalögin, og
þau hefir Bantock ef til vill ekki
talið þess virði að nefna. En auk
þeirra eru samt mörg vikivakalög,
tvísöngslög og vanaleg sönglög auk
kirkjusöngva (Þorlákstíðir) s e m
hvergi finnast annarsstaðar. Um
uppruna sumra þessara þjóðlaga
hefir náttúrlega verið þráttað fram
og aftur; en þótt sum kunni að bera
á sér útlendan hreim, þá er það
ekkert undarlegra en ljóðagjörðin
sem oft er staglazt á, að sé af út-
lendri fyrirmynd. Séra Bjarna var
þetta ljóst, en hann hikar ekki við
að kalla það íslenzk þjóðlög, sem
hvergi, honum vitanlega, voru ann-
arsstaðar sungin en á íslandi. Þetta
varð samt til þess, að hann varð of
auðtrúa, blessaður karlinn. Læknir
einn í Húnaþingi eða Skagarfirði
sendir honum lag á nótum, sem
hann sagðist syngja við hestavísu
og telur hiklaust íslenzkt rímnalag.
Mér fannst eitthvað kunnuglegt við
nóturnar og fór að raula það eftir
bókinni, og fann þá, að nótu fyrir
nótu var þetta enskt húsgangslag
við langa raunarollu, sem heitir
Clementine. Kvæðishöfundur er í
ástum við stúlkuna, sem gengur á
Nr 9 skóm. (nine rímar við tine í
enda nafnsins). En eftir margar vís-
ur deyr svo stúlkan og er skáldið
mjög leitt yfir því (dreadful sorry,
Clementine). Bjama grunar ekkert
um þetta lag, en á einum eða tveim-
ur öðrum stöðum er hann ekki alveg
ugglaus um upprunann.
5.
Oft heyrir maður talað um stefn-
ur og strauma í skáldskap. Stundum
verða stefnurnar nokkuð krókóttar
og straumarnir líkari hringiðu. Ein-
ar Ben og St. G. byrjuðu í drembi-
læti og sérvizku, en þeir uxu svo
fljótt upp yfir sjálfa sig og allan
þyrking og stolt, að allt slíkt
gleymdist eða var talið þeim til
hróss. Gömlu og yngri lýrisku
skáldin áttu því um tíma ekki uppá
pallborðið. Nú er svo komið, síðan
Davíð dó og Tómas þagnaði, að eng-
inn, sýnist standa öðrum hærra á
föðurlandinu, nema ef telja skyldi
rímleysingjana (atómskáldin), sem
þó virðast flest deyja jafn óðum og
þau fæðast.
En þetta reis allt útaf gömlu bréfi
frá kærum fornvini, sem kannske
hefir skrifað það til að stríða mér.
Bréfið var víst skrifað ekki löngu
eftir að þeir Stefán frá Hvítadah
Davíð Stefánsson, Örn Arnar og
einhverjir fleiri, sem þagnað hafa
síðan, voru að ryðja sér til rúms-
Seinna í bréfinu stendur: Nú eru
til dæmis Hannes Hafstein og Þor-
steinn Erlingsson ekki lengur taldir
stórskáld. Þorsteinn er helzt þekkt'
ur fyrir haglega rímaðar hringhend-
ur. Þeir ruddu enga nýja braut.
Svarið var eitthvað á þessa leiö-
Hver er svo þessi nýja braut? Gset1
nokkur af þessum nýju gæðingun1