Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 43
dagbókarbrot
25
því bærist á. Skotland var mjög
óslétt tilsýndar, eigi ólíkt gamla
Islandi, ég sá samt, að þar voru
ttieiri mannvirki.
18. ág. Gott og hlýtt veður en
eigi sólskin. Ég kom til Granton kl.
6 f. h. Tollheimtumaður kom um
borð og tók nokkuð af tóbakinu
mínu. Ég hafði nærri 5. pd., en hann
sagði að ég yrði að borga 24 kr. í
toll af því, en sagði að ég mætti
hafa y2 pd. tolllaust. Ég var að við
hann, þangað til hann lét mig halda
3- pd., en hitt tók hann.
19. ág. Granton er eigi mjög fag-
ur staður. Ég fór kl. 12. á hádegi
með vagnalest frá Granton til Edin-
borgar. Aðeins hálftíma stanz þar.
Edinborg er mjög fögur borg. Kom-
um til Glagow kl. 2.30. Fór til Mr.
A-Uan til Hotel Ansor. Þar voru
margir Svíar og Norðmenn.
20. ág. Dimmviðri og rigning
Óðruhvoru. Ég skoðaði mig dálítið
um í Glasgow. Það er reyndar bæði
stór og skrautlegur staður. Þaðan
fór ég um borð á Allanlínu skipið
Waldensian kl. 12, á hádegi. Allir
enskir á skipinu, flestir farþegar
órukknir, og ég heldur í þungu
skapi.
21. ág. Veður bjart og gott, hægur
suðvestan vindur. Margir með sjó-
sótt, einkum kvennþjóðin, ég eigi
með öllu frí. Þá byrjaði ég að rita
eusku en það var ekki neitt, sem
þýddi. Tómas félagi minn reyndi
mikið að tala ensku við mig. Það
Var góðmannlegur maður mikið
svipaður Jóni á Auðólfsstöðum. Ég
varð áttavilltur á Skotlandi og eftir
það á allri ferðinni.
22. ág. Sólskin, norðanvindur. Allt
tíðindalaust. Ég við beztu heilsu og
með framúrskarandi matarlyst!!!
23. ág. Norðan kuldastormur;
gjörði dynjandi skúr um kveldið;
ég hef aldrei séð annað eins. Tíð-
indalaust, kvennþjóðin farin að líta
til mín hýru auga, mér lítið um það
gefið!!!
24. ág. Norðanvindur, gott veður.
Mikið um dýrðir á skipinu; messað.
Presturinn reifst við söfnuðinn eins
og grimmur hundur. Allir sungu og
þó var söngurinn eigi meiri heldur
en þegar einn góður raddmaður
söng heima á Fróni. Að lokinni
messu kom maður með dekkaðan
disk og hver maður borgaði sinn
pening fyrir þessa sáluhjálp, er
presturinn hafði gefið þeim, ég
borgaði eitt penny, og bölvaði presti
í hljóði fyrir ágirndina. Tómas fé-
lagi sagði mér, að prestur hefði
gefið það fátækum og föðurlausum
sjófarendum.
Næstu fjóra daga ber ekkert til
tíðinda. Ferðin gengur vel nema
einn dag. „ ... Norðanrok og kuldi;
margir með sjósótt. Sigldum fram-
hjá hárri eyju kl. 10. e. h.
29. ág. Sigldum fram með Nýja
Skotlandi kl. 12. á hádegi. Það var
að sjá með fjöll og dali eins og
gamla landið, alþakið hrikalegum
skógi, og það eins uppi á háfjöllum
sem neðst í hlíðum eða dölum, byggð
að sjá heldur lítil. Víðast er bratt
og sumstaðar að sjá skriðuföll í
sjó ofan. Þar næst kom Nýfundna-
land, mjög svipað Nýja Skotlandi.
Þetta kveld var heldur glatt á skip-
inu. Það gaf sig einn emigrantinn
út fyrir að vera prestur og gaf sam-
an í hjónaband tvær heiðurspers-
ónur; brúðguminn var háskozkur,