Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Síða 44
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
heldur ófélegt grey, en hún var
götudrós frá Skotlandi. Presturinn
tautaði heillanga romsu yfir brúð-
hjcnunum, og mátti þá heyra stóra
hlátra. Loks tóku þau höndum sam-
an, en það ætlaði að ganga tregt að
fá þau til að brúka vinstri höndina.
Þar eftir var dansað, sungið og
drukkið. Að því búnu voru brúð-
hjónin lokuð inni í myrku herbergi
um stund.
30. ág. Sólskin, vestan kulda-
stormur um morguninn; land á
báðar hliðar. Við komum til Quebec
kl. 10. e. h. í bezta veðri, mikið um
dýrðir.
31. ág. Sólskin og bezta veður. Við
fórum í land kl. 8. f. h. Quebec er
stór bær en eigi fagur. Þar var
skoðað ofan í kistur okkar emi-
granta. Við fórum frá Quebec kl.
hálf þrjú áleiðis til Toronto. Það
vovu allir mjög kátir. Ég varð þá
að skilja við félaga mína, sem voru
með á sjóferðinni og sögðu þeir allir
„Good bye“ til mín að skilnaði. Við
komum um kveldið kl. 7 til Rich-
mond og kl: 12 til Montreal.
1. sept. Héldum áfram ferðinni til
Toronto í allan dag og alla nótt.
2. sept. Fórum framhjá Toronto
kl. 4. f. h. og komum til Port Huron
um hádegisbilið; þá var rigning af
og til. Það voru margir Svíar og
Norðmenn með. Þar vorum við all-
an daginn og lágum þar á gólfinu
um nóttina í miður fínu húsi.
3. sept. Rigning mikil um morgun-
inn. Fórum fram hjá Port Huron
um hádegi og héldum áfram allan
daginn. Ég var þá af og til í vondu
skapi.
4. sept. Sólskin og hiti, komum
til Chicago kl. hálf átta um morgun-
inn. Það er mjög stór bær en ekki
mjög fagur. Þar voru allir mjög
fautalegir og þursafengnir. Það eru
1020 mílur frá Quebec til Chicago.
Fórum þaðan kl. 10. f. h. og héldum
áfram allan daginn og alla nóttina.
5. sept. Dynjandi rigning um
morguninn en gjörði sólskin og hita
seinni partinn. Ég kom til St. Paul
kl. 7. f. h. Þar mátti ég bíða þangað
til kl. 3:30 e. h. Komum til Kasóta
kl. 8. e. h. Ég gisti þar hjá norskum
múrara, átti beztu nótt en það kost-
aði dollar.
6. sept. Ég fór frá Kasóta kl. 8. f. h.
og kom til Minneota kl. 2. e. h. Þar
sá ég fyrsta íslendinginn frá því ég
fór frá Akureyri. í Minneota var ég
hjá Jóhannesi Frost frá Geitafelli í
góðu yfirlæti. Þar voru flestir ís-
lendingar.
7. sept. Ég fór frá Minneota til
Lofts fornvinar míns að Lundar-
brekku. Hann og Aðalbjörg frænka
mín tóku mér eins og ég hefði verið
sonur þeirra. Loftur þekkti mig, en
frænka mín eigi... Ég fór með Lofti
til Minneota og kom við hjá Jónatan
á Eiðum .. Seinni part dagsins gekk
ég að Víðirhóli að horfa á þresk-
ingu. Þann 10. sept., byrjaði ég að
vinna við þreskingu hjá Guðmundi
Péturssyni að Glæsivöllum. Nokkuð
strangur afmælisdagur — Allir hafa
1 úollar á dag við þreskingu — Ég
hjálpaði Lofti við þreskingu um
morguninn en fór svo til Snorra a
Högnastöðum um hádegið og var
við þreskingu þar. Um kveldið
gjörði rigningu, þrumur og eldingar
svo að það varð all bjart eftir dag'
setur.
Vann hjá Snorra fram undir ha-
degi en labbaði svo til Lofts og sa