Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA við að spila „Lomber“ og fara á tvo dansleiki, en er þess á milli í jarðnæðisleit og einhverjum bú- manns hug. „— Ég gekk ofan til R. Veland, vildi kaupa uxa, það gekk eigi, fór heim um kveldið þreyttur og uxa laus. — Ég fór í businesstúr með Snorra, ætlaði að fara að stökkva í að kaupa kvart. Við ókum 8 mílur norður fyrir Minneota og til baka um kveldið, business laus- ir.“ Þá fer hann að bjóða sig í vinnu- mensku, en allstðar er sama sagan — engin vinna —. „4. apríl. Við Frank (hann hefur ekki minnzt á Frank fyrr) fórum til Marshall með föt okkar í vinnu von. — Við Frank að höggva eldivið, hörð vinna — lítil laun —... Við Frank fórum til Minneota, vorum þar um nóttina.... Við að höggva eldivið til miðdags. Ég fór heim með Snorra og var í illum ham, reiður við allt... 9. apríl. Mikill sléttu- eld.ur. 11. apríl — Ég var við messu hjá séra Jóni Bjarnasyni. Góður dagur.“ Frá 12-16 apríl vinnur Páll af og til við eldiviðar högg í Marshall. Vinnan er erfið og illa borguð og hann óánægður með lífið. 17. apríl byrjar hann svo að vinna á járnbrautinni. Veðrið er vont og vinnan erfið, „... Rigning, lítil vinna. Ég barðist við írskan mann um kveldið, lagði hann á bak ofan í for.“ Allan maí er hann við járn- brautarvinnuna og eina tilbreyting- in er járnbrautar ferð til Minneota um hvítasunnuhátíðina. „1. júní. Ég var um kyrrt í Mars- hall. Fékk bréf að heiman frá pabba, Dóra bróður og Páli mági. Frétti lát Guðrúnar systur minnar. Ritaði Páli og pabba lítinn miða. Það var enginn gleðidagur, því ég var illa undir búinn fyrir þær fréttir. Ég fór frá Marshall til Minneota með járnbrautinni og um kveldið til Magnúsar Gíslasonar og var þar um nóttina.... Við Dalman gengum til Lake Benton og svo til Aurora, keyptum ticket til Volga og skók- umst tólf mílur til Norland og lágum þar í vagni um nóttina. Keyptum far til De Smith, gengum þaðan tíu míiur.... Höfðum eina máltíð um daginn. — Lítið um peninga — Fengum fría ferð tuttugu mílur, sváfum ekkert um nóttina.... Við keyptum máltíð fyrir 36 cent, geng- um 30 mílur. Réðum okkur í vinnu; voruð orðnir lamaðir. 7. júní. Við vinnum í ergi, hörð vinna (hann segir ekki við hvað), kaup $1.50, borð $3.42 um vikuna. 8. jan., regn, drykkjuskapur, unnið eina og hálfa klukkustund ... regn, kuldi, engin vinna. Við Dalman höfðum grimmdar áflog við íra um daginn og höfðum sóma af. Fórum þaðan um kvöldið fimm mílur upp eftir og vorum þá 25 mílur vestan við James-river. Þar fengum við vinnu.... Ég lasinn en vann þó.. • Ég var mikið veikur í höfði en vann þó til miðdags.... Ég er þungt hald- inn af mislingum. Ég er með óráði. Menn héldu að ég ætlaði að hafa heimaskifti. 19. júní. Ég er lítið eitt betri og mér var ekið ofan til Huron, það var harðleikið ferðalag. Ég var þar nóttina, fékk meðöl og batnaði dálít- ið.... Við héldum áfram allan næsta dag og lágum úti um nóttina. Héld- um áfram, lágum úti, fengum regn og flugur. Við náðum ofan til Volgn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.