Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 52
GÍSLI JÓNSSON: Athugasemd og kvæði I fertugustu árbók þessa tímarits prentaði ég leikritið Gestakoman eftir Kristján Jónsson, sem talið hafði verið týnt. Minntist ég þar og á tvö kvæði, sem ekki fundust í kvæðabókum Kristjáns, Herðubreið og gamankvæði, sem kalla mætti Sen og son. Nú stendur svo á, að ég hefi undir hendi allar fjórar útgáf- urnar af kvæðum hans, og sé ég nú, að Herðubreið hefir verið tekin upp í þriðju Reykjavíkur útgáfuna, en hinu verið sleppt. Við það að fletta bókinni kemst maður að raun um það, að ógrynni af kvæðum og vís- um þar er að mun lélegra en þetta áðurnefnda kvæði. Sem sjá má af efni kvæðisins, er það frá Reykja- víkur árum Kristjáns og ort út af einhverri kvenfélags yfirlýsingu í Þjóðólfi. Kristján var óefað mál- hreinsunarmaður, eins og vinur hans Jón Ólafsson, sem gaf út kvæðin síðar meir, og hataði öllu öðru fremur karlkynsendingar í ættarnöfnum kvenna; bera fleiri kviðlingar hans þess vott. Kenndi hann þær konur, sem hér um ræðir, allar við Brók-Auði, sem naumast var þó sanngjart, því Auður var ágætis kona, sem sjá má í Laxdælu, og vann það eitt til nafnsins, að hún var nærri þúsund árum á undan tímanum í klæðaburði kvenna. í trausti þess, að eldri menn, sem enn kunna að unna kvæðum Kristjáns, hafi gaman af, læt ég þetta kvæði fljóta hér með. Sen og Son Kannizt þér við keisarann á Kína grund, heiðursmann með höfðingslund? Allar listir iðkar hann á ýmsan veg, og kaupir Þjóðólf eins og ég. í fyrra vetur ferðamenn til fylk- is bar — engum manni er úthýst þar. Þjóðólfsstranga þengill fékk með þessum gest, lofðung hann að lesa sezt. Fróðlegar margar fréttir sjóli fékk úr Vík um kláðapest og pólitík. Lofðung þegar lesið hafði litla stund, gjörðist honum gramt í lund. „King Ling“, sagði keisarinn og kalla vann á ríkis stærsta ráðgjafann. Gylfi þá við gæðing sinn svo gjörði tjá: „Græða á Þjóðólf margt nú má- Heiðurskonur hafa ritað hér sín nöfn fyrir handan dimma dröfn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.