Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 88
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Fyrrverandi forseti ÞjóSræknisfélags-
ins, dr. Richard Beck og kona hans frú
Margrét Beck, voru sérstakir fulltrúar
Þjóðræknisfélagsins í íslandsför sinni
síðastliðið sumar. Flutti dr. Beck kveðj-
ur í nafni félagsins við fjölmörg tæki-
færi. Eftir heimkomuna hafa þau hjón
flutt skemmtiskrár úr ferð sinni til ís-
lands og Norðurlanda á mörgum sam-
komum.
Það er mér mikið ánægjuefni að geta
skýrt þingheimi frá því, að í síðari hluta
júlí mun forseti íslands heimsækja
Manitoba. Mun hann m. a. flytja aðal-
ræðuna á íslendingadeginum að Gimli.
Fyrr á sumrinu mun hann verða sér-
stakur heiðursgestur á Heimssýningunni
í Montreal. Skal þess getið hér, að for-
maður íslenzkudeildar Heimssýningar-
innar, Gunnar Friðriksson, hefir æskt
þess, að fá ábendingar frá Vestur-fs-
lendingum um skipulag íslenzku deild-
arinnar í Montreal. Enn skal þess getið,
að séra Benjamín Kristjánsson hefir nú
að mestu lokið við 3. bindið af Vestur-
íslenzkum æviskrám. Á hann sannar-
lega miklar þakkir skilið fyrir sitt ó-
eigingjarna fræðimannsstarf.
Stjórnarskrá Þjóðræknisfélagsins er
nú í endurskoðun og mun vafalaust
verða margra breytinga þörf. Má geta
þess, að margir hafa ymprað á því við
mig, að nauðsyn beri til að efna til
hópferðar til Islands. Verðum við að
ræða það mál nánar hér á þinginu.
Áður en ég lýk máli mínu, vil ég
bjóða velkomna til þings ungfrú Shirley
Thorsteinson. Hún er fulltrúi hinnar ný-
stofnuðu Þjóðræknisdeildar Edmonton
fslendinga, en sú deild gengur undir
nafninu „Norðurljós“. Að lokum vil ég
þakka ráðamönnum Fyrstu lútersku
kirkjunnar hér í Winnipeg fyrir það að
ljá okkur staðar í salarkynnum kirkj-
unnar enn á ný þrjá daga í röð.
Ég þakka svo góða áheyrn.
Ágrip af fundargerð fertugasta og áttunda Þjóðræknisþings:
Forseti Þjóðræknisfélagsins, s é r a
Philip M. Pétursson, setti hið fertugasta
og áttunda Þjóðræknisþing, mánudags-
morguninn þann 27. febrúar, kl. 10.15 f.h.
í samkomusal Fyrstu lútersku kirkjunn-
ar í Winnipeg. Dr. Valdimar J. Eylands
flutti bæn við þingsetningu, og sungnir
voru sálmar við undirleik Gunnars Erl-
endssonar.
Þegar forseti hafði lokið máli sínu,
lagði dr. Valdimar Eylands til, að
skýrsla forseta yrði samþykkt með
þakklæti fyrir störf hans og stjórnar-
nefndarinnar. Var svo gert. Forseti skip-
aði síðan í tvær nefndir sem hér segir:
í kjörbréfanefnd voru skipuð þau frú
Kristín Johnson, Gísli S. Gíslason og
Guðmann Levy, í dagskrárnefnd voru
skipaðir þeir Jakob F. Kristjánsson,
Haraldur Bessason og Grettir L. Johann-
son. Samkvæmt skýrslu féhirðis, Grettis
L. Johannsonar, voru tekjur Þjóðræknis-
felagsins $3,483.93, en í sjóði frá fyrra
ari $1,160.88; inneign var því $4,644.81.
utgjöld voru $4,150,64; í sjóði eru því
$496,17. Féhirðir flutti einnig skýrslu
umsjonarmanns byggingarinnar að 652
Home Street; nettó tekjur af þeirri
byggmgu voru $1,746.28. Fjármálaritari,
Guoman Levy, flutti sína skýrslu þess
aS, þaPn hefði afhent féhirði
$719,89. Skýrslum þessum var vísað til
væntanlegrar þingnefndar í fjármálum.
Annar fundur
h?.ís| k2- 2 e- h- Þann 27. febr. Fundar-
gjorð fyrsta fundar var lesin upp og
samþykkt. Frú Kristín Johnson lagði
þvi næst til, að eftirtaldir fulltrúar hlytu
full þingréttindi: frá Lundar deild: Gísli
S. Gíslason (17 atkvæði), frú Ingibjörg
Rafnkelsson (16 atkv.); frá deildinni
Frón í Winnipeg: ungfrú Regina Sigurd-
son, ungfrú Margrét Sigurdson, Jakob
F. Kristjánsson, frú Hanna Guðmunds;
son og Páll Hallson (15 atkv. hver); fra
Gimli deild: frú Inga Nelson (19 atkv.),
frú Guðrún Árnason (20 atkv.), frú Guð-
rún Thompson (20 atkv.): frá deildinni
Esjan í Árborg: frú Herdís Eiríkson (20
atkv.), Jón Pálsson (20 atkv.); frá deild;
inni Norðurljós í Edmonton: ungfru
Shirley Thorsteinson (20 atkv.).
Forseti las þessu næst bréf frá Gunn-
ari Friðrikssyni framkvæmdastjóra is;
lenzkudeildarinnar á Heimssýningunni 1
Montreal, þar sem rætt var um væntan-
lega þátttöku fslands í sýningunni og
beðið um ábendingar frá Vestur-íslena-
ingum. Einnig var rætt nokkuð uin
möguleika á því að efna til hópferðar
til fslands. t
Grettir L. Jóhannson flutti þessu nS?j
kveðjur frá Pétri Thorsteinsson sendi'
herra, Brynjólfi Jóhannessyni leikara,
Sigurði Helgasyni formanni Loftleiða og
Sigurði Sigurgeirssyni formanni ÞJoe'
ræknisfélagsins í Reykjavík. Kveojun-
um fylgdi söngur og erindi, og yar Þa°
hvort tveggja flutt af segulbandi. . ,...
Forseti skipaði þessu næst í nefnu*
sem hér segir: í fræðslu og útbreiðsiu'
málanefnd þau Ingibjörgu Rafnkelson,
Harald Bessason, Jakob F. Kristjánsso >
ungfrú Shirley Thorsteinson, frú GU
rúnu Thompson og frú Margréti Bec >
í samvinnumálanefnd við ísland vor
skipuð frú Guðrún Árnason, ungr