Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Síða 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Síða 90
72 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sjóð (þ. e. sjóð þann, sem verja skal til minnisskjaldar þeirra Bjarna Herjólfs- sonar og Leifs Eiríkssonar). Forseti deildarinnar er Frank Olson, en ritari frú Ragna Baldwinson. Ungfrú Shirley Thorsteinson flutti ársskýrslu Þjóðræknisdeildarinnar „Norðurljós“ í Edmonton. Sú skýrsla bar vott um sérstaklega blómlegt starf. Deildin hefir efnt til stjórnarnefnda- funda í hverjum mánuði að júní og ágúst undanskildum. Dansleikur var haldinn í marzmánuði, og á skemmtun 3. maí var íjallkona kjörin. Sunnudag- inn þann næsta við 17. júní var haldin útisamkoma og efnt til kvöldverðar. Einnig var gerð sérstök ferð á slóðir Stephans G. Stephanssonar og blóm lögð á leiði skáldsins. Heimili Stephans var og skoðað og mjög rætt, hversu helzt mætti prýða og betrumbæta hið forna býli hans. Þann 4. júlí veittu fé- lagar í deildinni aðstoð við sérstaka dagskrá, sem helguð var hinum gömlu Klondike dögum. Þann 5. óktóber var háldinn dansleikur og skemmtiskrá á boðstólum. Söngflokkur deildarinnar hefir reglubundnar æfingar. Þann 8. nóv. var haldið samsæti og efnt til jólabazars. Á þeirri samkomu sýndi frú Sumarliðason myndir frá Englandi. Þann 9. des. var haldin jólasamkoma, og skemmti þar sérstakur barnasöng- flokkur. Deildin gaf $150.00 í sjóð elli- heimilisins Betel. Sömu upphæð var og komið á framfæri við elliheimilið Höfn í Vancouver; $100.00 dalir voru gefnir til slaghörpukaupa fyrir Hallveigarstaði í Reykjavík. Myndir voru teknar við heimsókn dr. Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra íslands og honum sendar í jólagjöf. Walter Arason sýndi myndina „Discover Iceland“ og efnt var til sýningar á íslenzkum hannyrð- um. Hér er enn við að bæta, að 10. janúar tók deildin þátt í skandinavískri hátíð, en við það tækifæri voru þjóð- búningar sýndir. Ekki má gleyma þorra- blótinu þann 11. febrúar. Deildin hefir lofað fjárupphæð í Leifs Eiríkssonar sjóðinn. Forseti deildarinnar er Walter Arason, ritari er ungfrú Shirley Thor- stcinson. Skýrslu ungfrú Thorsteinson var mjög fagnað af öllum viðstöddum. Fjórði fundur hófst þriðjud. 28. febr. kl. 2 e. h. Fyrsta mál á dagskrá voru skýrslur þingnefnda. Dr._ Beck flutti skýrslu milliþinganefnd- ar í skógræktarmálum. Kvað hann skóg- ræktarmálum hafa miðað í rétta átt á ár- inu. Þessu _til sönnunar las hann bréf fra bæði frú Marju Björnson og Hákoni Bjarnasyni. í milliþinganefnd í skóg- ræktarmálum voru kosin þau dr. Ric- hard Beck, frú Marja Björnson og frú Kristm Johnson. í skýrslu fjármálanefndar var lagt til, að skýrslur embættismanna yrðu sam- þykktar, að væntanlegri stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins yrði falið að styrkja Lögberg-Heimskringlu, að styrktarsjóð- ur félagsins geri kunnugt, að tekið verði á móti peningagjöfum, svo sem minn- ingargjöfum o. s. frv., að stjórnamefnd athugi, hvort ekki sé unnt að fá því framgengt, að slíkar gjafir verði frá- dráttarhæfar við skattframtal, að öðr- um óafgreiddum atriðum, sem fjármál varða, verði vísað til væntanlegrar stjórnarnefndar. Skýrslan var samþykkt samhljóða. Jakob F. Kristjánsson bar þessu næst fram tillögu um viðbætur við 11. grein stjórnarlaga Þjóðræknisfélagsins, en sú grein ræðir skyldur stjórnarnefndar og afmarkar starfssvið hennar. Tillagan hljóðaði þannig, að við 11. grein (F) yrði bætt „Að stjórnarnefnd sé heimilt að veita undanþágu frá ákvörðun þess- ara laga til næsta þings, ef henni virðist slíkar undanþágur nauðsynlegar í þarfir deilda eða félagsins" og við sömu grein (G) „Að leggja skýrslu yfir slíkar und- anþágur og ástæður fyrir þeim fyrir næsta þing.“ Tillagan var samþykkt. Þessu næst var rætt drykklanga stund um eirplötu þá, sem í ráði er, að verði komið fyrir í Ottawa til minningar um Ameríkufund íslenzkra manna. Fimmti fundur hófst miðvikudaginn 29. febrúar kl. 10 f. h. Fyrst var flutt álit þingnefndar i útgáfumálum í þremur liðum, sem eru þannig: 1) Þingið þakkar ritstjórum Tímaritsins og þeim, sem hafa lagt rit- inu efni, 2) þingið þakkar Guðmanm Levy, Halldóri Stefánssyni og Helga Johnson á Gimli fyrir auglýsingasöfnun í Tímaritið, 3) þingið felur væntanlegri stjórnarnefnd að ráða ritstjóra og ráð- stafa útgáfu ritsins á komandi ári. Allir liðir hlutu samþykki. Jón Pálsson og frú Herdís Eiríkson gátu þess, að ýmsir söknuðu þeirra þátta, sem felldir hafa verið úr Tímaritinu, þ. e. „Helztu at- burðir ársins“ og „Dánarskrár". Flutti frú Herdís tillögu þessa efnis, að vaent- anlegri stjórnarnefnd verði falið að at- huga möguleika á því að taka þessa þætti upp í ritið að nýju. Sú tillaga var samþykkt. Nefndarálit allsherjarnefndar var að- eins einn liður, þ. e.: Að stjórnamefnd Þjóðræknisfélagsins sé falið að þakka a viðeigandi hátt allar þær kveðjur, sem þinginu hafa borizt. Nefndarálit þetta var umsvifalaust samþykkt. Grettir L. Johannson gaf þessu næst skýrslu um höggmynd þá, sem Þjoð' ræknisfélagið hefir gengizt fyrir að lata gera af dr. Vilhjálmi heitnum Stefans-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.