Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 2
1 VlSIR ææææææ- gamla bío Jólamynd 19 3 8. GullfalJeg og lirífandi kvikmynd með Deanna DurMn og Leopold Stokowski. Þetta er kvikmyndin sem erlendis hefir lilotið mestu vinsældir allra mynda er gerðar liafa ver- ið á þessu ári, og fer nú óslitna sigurför um all- an heim, enda er varla liægt að hugsa sér ýnd- islegri og skemtilegri kvikmynd. Deanna Durbin er nýlega lék og söng aðallilut- verkið í myndinni „3 kænar stúlkur“ er enn glæsilegri í þessari mynd. Leopold Stokowski hinn heimsfrægi stjórnandi Philadelphiu-sy mf óníhl j óms veitarinnar er leikur í mvndinni þætti úr fegurstu verkum snillinganna Wagner, Mozart, Tschaikowsky, Verdi og Liszt. Myndin sýnd á 2. jóladag kl. 3, 5, 7 og 9. Bamasýning kl. 3. — Alþýðusýning kl. 5. GLEÐILEG JÓL! Gamla Bfó: 100 menn og ein stúlka. Fyrir nokkuru var sýnd hér í Gamla Bíó kvikmyndin „Þrjár kænar stúlkur“ hressileg og skemtileg mynd, sem kom mönnum í gott skap — en vaktí alveg sérstaka athygli fyrir frá- bæran söng Deanna Durbin, sem kvikmyndavinir hér fengu fyrsta tækifæri til að kynnast við sýningu þessarar myndar. En það er ekki að eins söngur Deanna Durbin, sem lirífur hvern mann, heldur og æska hennar og yndisþokki. Það er vel til fundið, að sýna aðra kvikmyndina, sem Deanna Dur- hin leikur í og liingað kemur, sem jólamynd. Kvikmyndahús- gestir eru orðnir því vanir, að valdar séu verulega góðar myndir til sýningar þá. Og „100 menn og ein stúlka“ er áreiðan- lega mynd, sem hægt er að mæla með við alla sem hátíða- mynd. Annað aðalhlutverk myndar- innar leikur sjálfur Leopold Stokowski, hljómsveítarstjór- inn heimsfrægi. Og myndin hefst á því, að haldnir eru hljómleikar í New York undir hans stjórn, og eru allir stór- hrifnir nema John R. Frost og kona hans, en þau eru vellrik og komu til þess „að sýna sig“, en ekki til þess að hlusla á mú- sik, því að hana kunna þau ekki að meta. Koma þau nokkuð við sögu kvikmyndarinnar, sem fjallar um það hvernig Patsy (leikin af Deanne Durbin) reyn- ir að hjálpa 100 atvinnulausum ldjóðfæraleikurum, og eftir marga erfiðleika tekst það, með- al annars með því að beita ó- spart hinni gullfallegu rödd sinni. — Adolphe Menjou er öllum kvikmyndavinum kunnur úr mörgum myndum, sem hér hafa verið sýndar, hefir þriðja aðalhlutverkið. Henry Kosta stjórnaði kvikmyndatökunni. Bráðskemtileg amerísk kvikmynd frá Fox. — Aðalhlutverkin leika hin fagra ANNABELLA og kvennaguJlið WILLIAM POWELL Kvikmynd þessi er tekin eftir liinu fræga liáðleikriti eftir ungverska skáldið Ladislaus Bus-Fekete. — M i I Það fjallar um ættardramh, ást og pólitík. — Kvikmyndin er ein af allra glæsilegustu ame- rísku skemtikvikmyndum er sýndar hafa verið á þessu ári. — Leikurinn fer fram á ungversku aðalsetri, og í Budapest. — M --------- Sýnd annan jóladag kl. 7 og 9. BARNASÝNING KL. 5. kAti karlinn Bráðskemtileg amerísk kvikmynd leikin af skopleikaranum fræga: Joe E. Brown. ^MMMMM GLEÐILEG J Ó L! MMMMM1 Nýja Bíó: Barónsfrúin og brytlnn. Kvikmynd þessi er frá „20th Century Fox“-félaginu lieims- kunna og ein hin allra skemti- legasta kvikmynd, sem félagið hefir látið frá sér fara á seinni árum. Efnið er tekið úr leikriti Ladislaus-Bus-Feketes, en það hefir verið leikið í stórborgum heims við gífurlega aðsókn. Leikstjórn kvikmyndarinnar hafði Waltea- Lang með hönd- um, en aðalhlutverkin tvö leika William Powell, sem hefir leikið í fjölda mörgum myndum, sem hér hafa verið sýndar, m. a. leynilögreglumyndum, og um þennan leikara má hiklaust segja, að honum ferst vel úr hendi hvert það hlutverk, sem hann tekur að sér. Powell er sérkennilegur og viðfeldinnleik- ari. Annabella er kunn ekki að eins fyrir hversu forkunnar fögur hún er heldur einnig fyrir prýðis góða leiklistarhæfileika. Njóta hæfileikar Jjeirra Powells og Annabellu sin ágætlega i Jjessari mynd, sem er mjög ó vanaleg að efni. í kvikmynd þessari leikur William Powell bryta hjá aðals- fjölskyldu — hryta, sem jafn framt er efnilegur stjóminála maður og kemst til vegs og virð ingar, en telur sér engu minni sæmd í að vera góður hryti en pólitikus. Annabella leikur unga harónsfrú. Kvikinyndin fjallar um ástir og stjórnmál og er öll hin skemtilegasta — liún mun öllum koma í hið besta skap. Efnið verður ekki rakið nánara, til þess að spilla ekki á- nægju þeirra, sem á hana horfa, Jjví að fæstir eru þannig gerðir, að þeir vilji vita fyrirfram efni „spennandi“ mynda. Nýja Bíó hefir alla tíð lagt mikla stund á að velja sem bestar jólamyndir og menn geta verið vissir um, að þeirri venju hefir ekki verið brugðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.