Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 42

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 42
vogi, mintist Gísli þess, að hann hefði gleymt einhverju smá- erindi liér í bænum, og reið því hingað, en félagar hans héldu af stað með lestina. Þegár hingað kom, rakst hann á mann nokkurn, Fúsa tréfót. Bað sá Gísla, að fara ekki úr bænum fyrr en hann hefði hitt að máli Sigurð skáld Breið- fjörð. Hefði S. Br. haft orð á því við sig, að hann langaði til að kynnast hinum fróða og hag- orða Skagfirðingi. Gísli tók dræmt í það, og lét á sér skilja, að hann mætti ekki hafa langa viðdvöl, er félagar sínir væri lagðir af stað. Kvaðst þá „Tré- fótur“ vita, hvar skáldið væri þessa stundina og hað Gísla ganga með sér lítinn spöl. — Gengu þeir nú að búðardyrum nokkurum, og er þangað kom, kallaði Fúsi liárri röddu inn í búðina: — „Hér er Gísli Kon- ráðsson, ef þú vilt sjá hann!“ Snaraðist þá út úr húðinni mað- ur einn bláklæddur, og var það skáldið. — Verður Sigurði star- sýnt á Gísla, þegir andartak, en segir því næst mcð nokkurum furðu-keim i röddinni: „Er þelta hann?“ Sigurður var ölvaður nokkuð að jiessu sinni. Býður hann nú Gísla í búðina og vill gefa hon- um brennivín. Og er j>eir hafa rætt saman um hríð, stingur hann upp á því, að þeir þreyti með sér kveðskap. Gísli taldist heldur undan, nema því að eins, að „ritað væri“. Bar þá að Gisla prest Gíslason frá Vesturhóps- hólum og bundu þeir þá með sér —- og nefndu klerk sem vitni að því samkomulagi — að Sig- urður kvæði ljóðabréf til Gisla, en hann svaraði í „sömu mynt“. — Fór það fram siðar og mun Gísli hafa fengið ljóðahréf frá Sigurði næsta vetur. Sigurði varð starsýnt á hatt Gísla og hefir líklega þótt hann ósamboðinn slíkum manni, enda var hann gamall og ljótur. Svo var og um klæði Gísla, að þau voru heldur óvegleg. Og er minst varir, þrífur skáldið hatt sagnfræðingsins, tekur á rás niður í fjöru og fleygir lionum í sjóinn! Þótti Gísla nú heldur vandast málið, er hann var hatt- laus orðinn. En sá vandi leystist hrátt, því að Sigurður gaf hon- um liatt all-góðan í staðinn. Hann átti þó ekki fé svo mikið. að hann gæti keypt hattinn, en sá maður hljóp undir bagga, er Guðmundur hét Sveinhjarnar- son. Vildi nú Gisli livata för sinni, er hann hafði lokið erindum, en Sigurður lék á als oddi og mun VÍSIR O A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. vGengið inn frá Ingólfsstræti). Afgrciðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ^&íeðíítejra jóía ós/zar 'óDísír öíl- u?TL lesöudurn sínum. hafa verið óljúft við hann að skiljast að svo húnu. Setti þá einhver liest undir Breiðfirðing- inn og reið liann með Gísla upp á Langajörfa við Grafarvog. Var þá margt hjalað og líklega grip- ið til hörpunnar oftar en imi sinn. — Skildust siðan með kær- leikum. P. S. r -----------------^ GLEÐILEG JÓL! liaftækjaeinkasala ríkisins. ______________________________/ & GLEÐILEG JÓL! W Verksmiðjuútsalan Gefjun—Iðunn, | Aðalstræti. GLEÐILEG JÓL! Bifreiðaeinlcasala ríkisins. Veisl þú hverjir eru 10 þekt- ustu blaðamenn ítala og hvað blöð þeirra heita? Sé svo ekki, j>á lestu áfram: Virginio Gayda — Giornale d’ Italia, Róm. Roherto Farinacci — II Reg- ime Fascista, Cremona. Telesio Interlandi — In Te- vere, Róm. Piero Pedrazza (Camicia Nera) — Perto del Carlino, Bo- logna. Guiseppe Ansaldo — Tele- grafo, Livorno. Galtano Polverelli — Popolo d’Italia, Milano. Ettore Maroni (Bergeret) — Gazzetta del Popolo, Torino. Aldo Borelli — Corriere della Sera, Milano. Alfredo Signoretti — La Stampa, Milano. Umherto Gugliematti — La Tribuna, Róm. Gayda er þektastur, en þeir rótla'kusiu eru Farinacci, Inter- landi og Pedrazza, sem skrifar unúir didnefninu Camicia Nera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.