Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 7
V IS I R Þegar Odyssevs sigldi (ram hjá eyj- imni lét hann bræða vax í eyru há- seta sinna, en lél þá binda sjálfan hann við siglutréð, til þess að dís- unum yrði ekki auðið að heilla hann til sín með söngvum sínum. HARÐSTJÖRINN A CAPRI. að mun frekar fátítt að sagnaritarar eigi þess kost að dvelja á þeim stað, sem atburðir þeir liafa skeð á, er þeir skýra frá, og að náttúran sjálf myiuli þannig grunninn að efni orðanna, en þegar því er svo farið verða mynd- irnar skýrari og atburðirnir eðlilegri i augum manns. Að eg rita þessa grein má kenna því, að eg eyddi sumarleyfi mínu á Capri, en það er smáeyja, dásamlega fögur, sem flestir kannast við að ólíkum frásögnum eða ólikum endurminningum. Þessi kíetta- eyja hefir ekki verulega jarðfræðilega þýðingu, en hún býr yfir fegurð og dásemdum, sem liafa frjóvgað hugmyndaflug and- legra afburðamanna eins og Homers. Dásemdir eyjarinnar eru táknaðar með ómótstæðilegum söng sírenanna, sem seyddu alla sæfarendur sér á vald, þannig að þeir gleymdu stund og stað, ást og áttliagaþrá og öllum helgdómum, en undu glaðir við sitt i skauti eyjarinnar. , Til þess að forðast þá liættu var Odyssevs ráðlagt að bræða Þetta var hér um bil það eina ljóð, sem ég kunni þá utan að á ítölsku. Helti ég nú þessum magnaða ástarsöng vfir gyðjuna, með þeirri innilegustu blíðu og þeim ástríðufylsta kærleiksskapofsa, sem ég átti til. Hinir gestirnir gerðu einnig það, sem þeir gátu til að trylla gyðjuna og mögnuðu þeir nú lófaklappið sem mest þeir máttu, en gyðjan ærðist svo, að hún rauk fram úr rúm- inu og' snaraði mér í stífudans framan við liiminsængina. Þaut hún að þvi búnu upp í aftur, og kysli á fingurna í allar áttir, og hrópaði: „Arrividersi" og „arrividerla“ (við sjáumst aft- ur, við sjáumst al'tur). Nú söng allur skarinn og dansaði einn liring og hvarf síðan öll halarófan niður í sal. Eftir skamma stund birtist gyðjan þar niðri og var aðalhrók- ur fagnaðarins það sem eftir var næturinnar. Virtust veikindi hennar hvorki langvinn né liættuleg. Þér finst nú ef lil vill, lesandi góður, að ég liafi smurt nokk- uð þykku lofi á „þjóðina ystu voga“, nefnilega okkur Ingólf, en hjá því varð ekki komist; það var hún, sem réði úrslitum í þessu vanðamáli. Ríkarður Jónsson. 3". ðlCai'auia, cR. 5. vax í eyru manna sinna, en láta þá síðan binda sjálfan þann við siglutréð, til þess að standast freistingu fegurðarinnar. En þótt einkennileg megi virðast eru þessir töfrar enn þeir söniu og sirenurnar á Capri halda áfram að syngja söngva sina og krefjast fórna sinna, — fórnardýra, sem devja í brosandi sælu vfir því að liafa auðnast að lifa á þessari töfraeyju og fá að bera beinin þar. Menn af ýmsum þjóðum og á öllum aldri hafa látið af ágætum lífsskilyrðum og stöðum til þess eins að búa á Capri. Þeir sem þangað koma geta þaðan ekki farið, en rífi þeir sig lausa leita þeir þangað aftur af þvi að þeir geta ekki annað. Ef öll óþægindi við dvöl á Capri væru upptalin, og þau ein, myndi ])að ekki vekja sérstaka luifningu í augum lesendanna. Strætin eru lögð brimsorfmni möl, sem þreytir fótinn, fjara er þar engin að undanteknum nokkur lnmdruð ferfetum sem nefn- ist „Marina Grande“, ekkert vatn nema rigningarvatn, sem síað er í gegnum viðarkol og sand, strætin eru öll í bugðum, ótrúlega mörgum og til skamms tíma var asninn eina samgöngutækið. En á Capri eru þetta i rauninni engin óþægindi og gegnir þar alt öðru miáli en um aðra staði, og þessi óþægindi eru sérkenni eyjarinnar, sem draga menn frekar að henni en hitt. Steinlögðu strætin eru fornminjar frá dögum Fönikíumanna og eru enn eins og þeir gengu frá þeim. Asninn, sem ýmist er notaður til reiðar eða ávaxtaflutnings, virðist þekkja hvern smástein á veg- unum og honum skrikar aldrei fótur. Hann þrammar áfram og greinar olívuviðarins, alsetlar bleikum og hvitum blómum, strjúkast við liann, eða að hann lieldur í gegnum vínviðarekrur, þar sem vínviðurinn sveigist til jarðar undan þunga þrúgnanna, og þólt hann fari um óræktarland berst ljúfur ilmur að vitum manns, því að á Capri leggur jafnvel sæta angan frá illgresinu. Á Capri bera konurnar vatnskei'in á liöfðinu, á sama liátt og gert var fyrir þúsund árum. Beinar og virðulegar bera þær stór 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.