Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 12
10 VÍSIR Greinar barrtrjánna sveigjast undir þunga snævarins. — Hlíðar Alpafjallanna eru allar skógi vaxnar, en skíðamenn þjóta milli trjánna. græn barrtré þakin hjúpi lausa- mjallarinnar minna helst á æf- intýri — svo andstæðir eru þessir litir. Og það er fátt hægt að hugsa sér æfintýralegra né fegurra en snævi klædda barr- skóga í glitrandi sólskini. Það er heill heimur af Ijósum og skuggum, litbrigðum og línum og ótakmarkaðri myndauðgi. Inni í afdölum Alpafjallanna þjóta hnarreistir fákar með gyltum aktygjum og klyngjandi fjöllum á harða brokki eftir vegunum. Þeir draga lystisleða, eða menn á skíðum. Ómur bjallanna herst óravegu eftir dölunum og upp í lilíðarnar; hann er skær og hvellur og hljómar vel. Á kvöldin — löngu eftir að skuggum slær á dali og hlíð- ar — jafnvel eftir að húma tek ur í dýpstu dalbotnum, slær sólin ennþá roða sínum á snæ- þakta tindana. Það er undrafeg- urð í purpuralit, fegurð sem aldrei er eins, heklur altaf að breytast. Tindarnir verða að liá- dreyma æfintýrahöllum, guða- bústöðum, bygðum af logandi rauðagulli. Maður stendur agn- dofa, fullur hrifni og lotningar frammi fyrir þessari fegurð. Maður vissi alls ekki að hún var til. Þannig eru töfrar vetrarins óendanlegir í fjölbreytni og að- dáunarverðir, þegar maður kann að meta þá. En veturinn hefir einnig aðrar hliðar — dökkar hliðar — og þær birt- ast okkur í lmðarbyljum og liörkum. I hverju spori býr liætta, býr glötun eða dauði. Hríðin leikur í óskaplegum hamförum alt í kringum mann, fönnin þyrlast upp í viltum, úðakendum dansi, hún bylur á andlitinu og blindar sýn manns. En æskan, sem nú er að vaxa upp, og leiíar til fjalla í lífs- þyrstri gleði og hugdjarfri þrá til að reyna afl sitt og þol, hún hræðist ekki lniðarnar, heldur hlær að þejm. Hún fagnar þeim, j)ví þær gefa æskunni viðfangs- efni til að glíma við, og þær gefa henni afl og hugrekki til að standast eklraunir lifsbarátt- unnar —- þeirrar baráltu, sem við öll erum háð. Og einmitt ])að finst mér fyrst og fremst vera gildi vefrarins, auk feg- urðarinnar, sem við fáum ald- rei að fullu lofað. í Ijúfum blæ rriig ber að töfraströnd, í blárri hulu er reifuð sérhver mynd, en bak við skyn ja eg skini roðin lönd með skarJatsl jóma á snævi þöktum tind, — með fagurvaxin tré í hamrahlíðum, sem liáum krónuin vagga í blævi jjýðum við söngvanið frá silfurtærri Jind. Við f jallarætur, engi og akurreit með öx, sem bera keim af gulli og sól, og iðavöll með einliyrninga á beit og aldingarð með laufi þakin ból og paradísarfugla á grænum greinum með gliturf jaðrir, Jíkar eðalsteinum, og draumablóm, sem dafna um laut og liól. En yfir Jund og bJómateig og tún ber turna og Itoparþök á granitliöll með gróðurfléttur upp að efstu brún og alabasturstalla um girtan völl. Þar dísir fagrar Jeika og strengi stilla og stóra sali þýðum hljómum fylla, er mánasilfur merlar þökin öJJ. Það berast til mín tónar út á sæ frá turnum, þar sem dísir hörpu slá, og oft eg finn í aftanljýðum JjJæ, að angan leggur draumablómum frá. En þó mig byrinn beri að töfralöndum, Jeggst bJámi og móða fram með öllum ströndum. Eg finn þau nærri, en fæ jjau ekki að sjá. P. V. G. KOLKA. Skemtiferðafólkið ekur í sleðum í dölum Alpanna og bjöllu- hljómurinR berst upp eftir hlíðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.