Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 19

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 19
VÍSIR 17 » Sumar gamlar vísur hafa lif- að öldum saman á vörum þjóð- arinnar, jafnvel þó að þær virS- ist ekki hafa til brunns aS bera mikinn skáldskap. Stundum gerir sannleiksgildi þeirra gæfu- muninn. Þegar eg var á unga aldri, lærSi eg af gamalli konu vísu þá, sem nú skal greina: „Margur ágirnist meira en þarf, maSur einn í'ór aS veiSa skarf og hafði fengið fjóra, clti þann fimta og í þvi livarf ofan fyrir bjargið slóra.“ Þessi kveðlingur lætur lítið yfir sér, þetta er hvorki likinga- né rósamál, en Iiver vísuhending hittir alveg heint í mark. At- burSurinn er málaSur með svo ljósum litum, aS upphafið hotn- ar sig sjálft, svo aS segja. — Ilver mannskaði verður jafnan minnisstæður þeim, sem næstir standa, cn þarna verður mann- skaði minnisstæður þjóðinni svo öldum skiftir, jafnvel þó að maðurinn sé ekki nefndur á nafn, og óvist sé, livort liann hafi átt konu og börn, eða frændur og foreldra. Segja mætti, að þjóðarsálin iiafi gjört þessa vísu, eins og t. d. viðlög kvæða, sem enginn veit faðerni að — eða móðerni. StórþjóSirnar eiga grafir ó- kunnra hermanna og sýna þeim sölcnuð og virðingu. Vér ís- lendingar eigum grafir nafn- lausra slcálda, mosavaxnar og vanhirtar, eða þá með því marki brendar, að þar vaxa „gisin kuldastrá“, sem sölnunin gagn- tekur á haustin, og snjóririn leggur undir sig á veturna. Málshættir tungu vorrar jafn- gilda vísunum, sem enginn veit hver orti. Eitt spakmælið kveð- ur svo að orði: „að fáir verði feitir al' fugladrápi.“ ÞaS kemst að sömu niður- stöðu og skáldið, sem kvað um manninn og slcarfinn. Höfund- ur málsháttarins hefir vaðið fyrir neðan sig og segir: „Fáir verða feitir“ — E.g geri ráð fyrir, að mata megi krók sinn i fuglabjörgum, þar sem um þúsundir — og MARGUR ÁGIRNIST MEIRA jafnvel hundruð þúsunda fugla og eggja er að tefla. En þó mun ekki á þeim stöðvum fáist feit- ir drættir nema því að eins, að veiðin sé sólt með hörkubrögð- um, fimleika og frækni. Þegar fuglaveiðar eru stund- aðar á víS og dreif á landi eða sjó, er fengurinn svo lítill, að að önnur atvinna mundi borga sig betur. Flestir veiðimenn eru latir til allra verka, t. d. Indíán- ar og Eskimóar. Og slíkt bið sama þeir menn í voru landi, sem verða allir á lofli af fögn- uði og tillilökkun, þegar þeir sjá fugl á flugi eða á sundi — til- lilökkuninni að drepa. Fréltastofa útvarpsins liefir liaft á lofli nokkrar sorglegar sögur af fuglaskyttum, þ. e. a. s. slysförum þeirra. Á mimii æfi hafa 5 menn heð- ið bana við fuglaveiðar i Þing- eyjarsýslu, og tveir lilotið ör- kuml. Einn maðurinn hrapaSi fyrir björg, 2 drukknuðu við að clta endur, sem reyndar voru friðaðar á þeim tíma, sem þeir voru að verki, tveir skutu sig óvart (á æðarfuglaveiðum), 2 skutu sig i handlegg á rjúpna- veiðum, og ýmsir hafa mist skot úr byssum, með því móti að nærri hefir stappað slysför- um. Svipaðar fréttir mætti greina víðsvegar af landinu. í öll skiftin var um smámuni að tefla, þó að veiðivonirnar hefðu rætst, og engar slysfarir orðið, því að „fáir verða feitir af fugladrápi11. Þórhallur biskup kom stund- um víða við i Nýju kirkjublaði, þó það fyrirferðarlítið væri. Mér er minnisstæð frásaga ein af rjúpnaskyttu, og vil eg end- ursegja hana hér, eftir því sem mig minnir. Vinnumaður eða vetrarmaö- ur á hæ einum í Hvítársiðu réðst þangað með því móti að hann mætti skjóta rjúpur i landiuu, í tómstundum sínum. Hann gerði sér engan dagamun, og skaut á helgum dögum jafnt sem virkum. Svo bar við, að hann skaut á drottins degi 60 rjúpur, hatt þær i sérstaka klyf, þegar hann fór lestaferð til Reykjavikur með feng sinn. Leið lians lá meðfram Iivitá, þar sem gatan var tæp og bratt nið- ur í ána. Þar linaut sá hestur- inn er rjúpurnar voru á, þær sem hanu skaut á helgidaginn. Sú eina — og aleina — klyf valt niður i Ilvítá, og fór veg allrar veraldar, og sást aldrei framar. Það má ekki gleymast, að húsfreyjan, sem var mat- móðir i‘j úpnaskyttunnar, liafði margheðið skotmanninn að láta rjúpurnar i friði á helgum dög- um. En hann hafði skotið skollaeyrum við þeirri bæn þar lil Hvítá skarst i leikinn og gaf honum þessa rækilegu áminn- ingu. Sú refsing fékk svo mikið á liann, að liann skaul aldrei framar rjúpur á helgum degi. Eg læt það liggja í milli bluta livort þennan atburð eigi að skoða sem tákn og stórmerki. Sá hinn sæli biskup, Þórhallur, lét það ógert að skrifa eftirmála við söguna, en þess vegna mun liann hafa lialdið lienni á lofti, að lionum mun liafa þótt liún merkileg dæmisaga. Síðan eg kom til vils og ára, hefi eg veitt þeim mönnum at- hygli, sem stunda rjúpnaveiðar. Og þó að þeir virðist bera mik- ið úr býtpm — sumir veiða 6— 10 hundruð á liausti hverju — verður eigi séð, að þeirra fjár- liagur sé rýmri en þeirra, sem aldrei skjóta á rjúpu. Það sann- ast á þeim, að „fáir verða feitir á fugladrápi“. Beslu búmenn- irnir lála alls ekki stunda rjúpnaveiðar, þar sem eg þekki til. Þeir meta meira liúsa- og jarðabætur. Rjúpnaskytturnar gleyma haustverkunum svo að segja og vanrækja jörðina. Byssa, skotfæri og tímaeyðsla eta upp rjúpnaverðið. Þessir menn ganga fram af sér, slita sér úl á hlaupum sínum uin fjöll og firnindi, og Iriða heilsu- tjón, ef eigi strax — þá á seinni skipunum. Sumir bilast i baki við að bera rjúpnabyrðina og sumir i fótum o. s. frv. Að hinu leytinu er grimdin, sem liertekur þessa 'inenn, likt og hermenn á vígvelli. Menn, sem annars eru sómamenn í daglegri breytni, skjóta með köldu blóði á rjúpnahópá i kvöldrökkrinu, án þess að miða á neina sérstaka, í þeim vænd- um, að þeir kunni þó að slysa eina eða tvær. Með því móti særa þeir margar en veiða fáar. Eg hefi.oft fundið rjúpur dauð- ar eftir skotsár, liggjandi í blóði sínu, eða blóði stokknar, stund- um lafir görnin út úr sárinu, og er orðiu svört af skemd. Og rjúpan sjálf horuð af kvölun- urii. -t4 Þessi reiði gæti verið mannúðlegri, væri rjúpan skot- in með kúlu, og aldrei skotið nema á eina rjúpu í senn. Stutt er síðan önd hér á Reykjavíkurtjörn varð „frosin niður i mosa“. Það er áð segja EN PARF e/íír c£/udmund ^SFi’ídjóueeon, föst við skörina, og varð lienni mannlijálp. Blöðin gálu um þetta, og höfðu það um leið eft- ir Jóni Pálssyni, barna- og fuglavini, að gæfu andanna á Reykjavíkurtjörn, bíði það lilut- skifti, þegar tjarnarísinn flæmir þær út á sundin, að skotmenn ræni þær hfinu, þvi að þessar enclur eru orðnar gæfar, og vara sig ekki á mönnunum. Sú veiði verður þó aldrei búbót, hjá þeim, sem hlut eiga að máli, því að „fáir verða feilir á fugla- drápi“. — Skolmenn og veiði- krákur segja sin á milli o,g upp- liátt, að þýðingarlaust sé að þynna farfuglunum hér í landi, af þvi að þeir séu drepnir unn- vörpum úti i löndum. Vér getuin þó altént lilíft þeim fuglum, sem búa hér vet- ur og sumar, rjúpu og innlend- um öndum. Fyrir nokkrum árum Voru græuhöfða-lijón liér við bæ minn, vor eftir vor, svo gæf sem alifuglar væru. Þau hurfu á haustin, sennilega flogið til Breiðafjarðar eða Faxaflóa. Eitt vorið komu þau ekki, og hafa eklci sést síðan. Sennilega liafa þau treyst mönnunum of vel, og orðið fyrir banaskoti. Eg saknaði þeirra eins og elskulegra fósturbarna. — Það er satt, að farfuglar vorir eru drepnir suður i löndum. Þó er þeim lilíft þar, á stöku stað.—- Þess var getið í liitt eð fyrra í opinberri frétl, að Mussolini hefði alfriðað eyju eina í Mið- jarðarhafinu, sem farfuglá- mergð sótti að til að livila sig á, en veiðimenn höfðli ofsótl. Fvrir þessa mannúð á Mussolini þakkir skildar, þó að hernaðui' hans i Abessiniu liafi verið með þeim hætti, að hann kunni að verða i forsælunni liinum megin. Einn skæðasti óvinur i laudi voru er tófan. Skolli nokkur komst í æðarvarp hjá granria nrinum á síðastliðnu vori, koll- urnar urðu svo hræddar, að þær afræktu flestallar, og yfir- gáfu varplandið. Tæfa étur alt saman, eggjamóður og egg, ell- 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.