Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Side 31
Félagsmál VFÍ/TFÍ 29
og mengun undir útgáfu. Eftir að ísland varð aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur fjölgað
mjög þeim hugtökum sem ræða og rita þarf um á íslensku. Þetta safn er nú komið vel yfir
1100 hugtök, sem er miklu meira en áður var ætlað. Er nú að koma að því að gefa það út.
Vinnuhópur B: I honum voru Benedikt Halldórsson, Bjami Bessason, Einar B. Pálsson,
Olafur Jensson, Ragnar Sigbjörnsson og Sigurður Erlingsson.
Þessi hópur hefur einkum unnið á sviði jarðeðlisfræði, um jarðskjálfta og skjálftavá, og
einnig aflfræði. Nefndarmenn eru háskólakennarar, að Olafi og Einari undanskildum. Fundir
eru haldnir í Verkfræðistofnun Háskóla Islands.
Orðasafnið um jarðskjálfta og skjálftavá hefur þegar verið gefið út sem hluti af
Orðasafni um jarðfræði.
Næst liggur fýrir að fullgera orðasafn um tækniaflfræði, sem nefndin hefúr þegar unnið
mikið að. Ekki tókst að þoka því verki mikið áfram árið 1999 vegna þess hve háskólakenn-
aramir vom aðþrengdir með tíma.
Árið 1999 hélt vinnuhópurinn tvo fundi til þess að taka afstöðu til íðorða úr tækniafl-
fræði vegna útgáfu kennsluskrár Háskóla íslands. í árslok 1999 hafi hann alls haldið 128
fundi frá upphafi, 1988.
Orðanefnd byggingarverkfræðinga
Einar B. Pálsson formaður
Efnaverkfræðideild VFÍ
Farið var í heimsókn til Islenskrar erfðagreiningar 29. apríl 1999. Riflega 20 efna- og
efnaverkfræðingar kynntust þar starfsemi félagsins auk fleiri annarra áhugasamra fræðinga
enda fyrirtækið forvitnilegt og mikið umtalað. Létu menn hið besta af þessari heimsókn í
Mekku íslenskra erfðafræðirannsókna.
Fundur var haldinn um magnesíumvinnslu á Islandi þann 10. febrúar sl. í Verkfræð-
ingahúsinu við Engjateig. Friðrik Daníelsson gaf yfirlit um magnesíumvinnslu í heiminum
og hugmyndir um vinnslu þess hérlendis. Hermann Þórðarson fjallaði um þá efnaferla sem
Islenska magnesíumfélagið hefur einkum haft hug á, þ.e. magnesíumvinnslu úr sjó með
rússneskri aðferð og ástralskri, og gerði grein fyrir mengunaráhrifum sem tengd eru magn-
esíumvinnslu. Að lokum ræddi Guðmundur Gunnarsson um notkun olivíns frá Grænlandi
sem hráefnis í magnesíumvinnslu, en það er efnaferli sem þróað hefúr verið hérlendis, og
bar saman við aðra kosti.
Fundurinn var vel sóttur og tóku fúndargestir þátt í umræðu á fúndinum af hjartans lyst.
Efnaverkfræðideild VFÍ
Hermann Þórðarson formaður
Norðurlandsdeild VFÍ
Aðalfúndur NVFI var haldinn 26. maí 1999 á veitingahúsinu Sólvik á Hofsósi. Kosin var
stjórn fyrir starfsárið 1999/2000:
Sigurjón Jóhannesson formaður, Bjarni Hjarðar ritari, Bergur Steingrímsson gjaldkeri,
Jón Magnússon og Þórhallur Hjartarson meðstjórnendur.
Á aðalfúndinum flutti Steinar Friðgeirsson, framkvæmdastjóri hjá Rarik, erindi um
Villinganesvirkjun og aðrar virkjunarkosti í Skagafirði. Miklar umræður urðu í framhaldi af
erindinu um breytingar á rekstri raforkukerfísins og stöðu rafmagnsveitnanna.