Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 59
Félagsmál VFÍ/TFÍ 57
1.2.4 Skýrslur hagsmunafélaga TFÍ
Kjarafélag Tæknifræðingafélags íslands - KTFÍ
Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags íslands var haldinn 25. febrúar 1999 í
Verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9. A starfsárinu voru haldnir 19 stjómarfundir og voru
allmörg málefni tekin fyrir.
Aðalfúndur KTFI 1999 var ljörugur, en þar var gengið til dagskrár samkvæmt lögum
félagsins. A fúndinn mættu fjórtán félagar og framkvæmdastjóri TFI.
Stjórnarkjör var ansi ljörugt þrátt fyrir slaka mætingu félaga, framboð til stjómar bámst
á fundinum og var kosið um þrjá stjórnarmenn til þriggja ára. Kosningu hlutu: Haraldur
Baldursson, Oli Jón Hertervig og Bjarni Bentsson. Vegna sérstakra aðstæðna þurfti að kjósa
stjómarmann til eins árs, kosningu hlaut: Mikael Jóhann Traustason. Varamenn vom kosnir:
Samúel Smári Hreggviðsson og Bjöm Sverrisson.
Sitjandi formaður, Gústaf Adólf Hjaltason, tók við sem formaður á árinu og óskaði eftir
stuðningsyfirlýsingu sem hann og fékk frá fúndinum.
Félagslegir endurskoðendur voru tilnefndir, þeir Sigurþór Guðmundsson, Guðjón H.
Arnason og til vara Brandur B. Hermannsson.
A fyrsta stjórnarfúndi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum og skipaðist hún svo:
Oli Jón Hcrtervig varaformaður, Haraldur Sigursteinsson gjaldkeri, Bjami Bentsson ritari,
meðstjórnendur Mikael J. Traustason, Haraldur Baldursson og Helgi Baldvinsson.
Helstu verkefni stjórnar: Helsta verkefni stjórnar KTFÍ er að halda utan um kjarasamninga
félagsins við ýmsa aðila og að þeim sé framfylgt. Mörg mál komu til kasta stjómar þar sem
óskað var eftir úrlausn og voru nokkur þeirra send lögfræðingi félagsins til úrskurðar. Meðal
annars voru tekin fyrir mál gegn íslenska ríkinu sem varða greiðslu yfírvinnu á ferðum
erlendis, en þau em fyrir dómstólum.
Málefni eins og uppgjörsmál, vangreidd yfírvinna o.fl. vom tekin fyrir. Sum fengu
úrlausn en önnur eru enn í vinnslu.
Kjarakönnun fyrir árið 1997 og septemberlaun 1998 var gefín út á vormánuðum 1999 í
samræmdu formi við tilsvarandi kannanir á Norðurlöndunum.
Kjarakönnun var svo framkvæmd á haustmánuðum þar sem spurt var um árslaun 1998
og septemberlaun 1999. Um framkvæmdina sá Mikael J. Traustason.
Kjarakönnun er eitt helsta vopn og hjálpartæki sem hinn almenni félagsmaður hefúr i
almennri kjarabaráttu og til að sjá stöðu sína miðað við aðra. Leggja þarf áherslu á það við
félagsmenn að þeir taki þátt í kjarakönnunum, en þátttaka mætti vera betri.
Stjórn KTFI hefur haldið sambandi við landsbyggðina en varaformaður hélt fund á
Egilsstöðum með tæknifræðingum á Austurlandi. Formaður fundaði svo með Norðurlands-
deild TFÍ skömmu fyrir jól. Þessir fundir eru verulega gagnlegir þar sem félagar hafa
möguleika á að hitta stjómarmenn og skiptast á skoðunum við þá.
Erlent samstarf var blómlegt á árinu. Formaður og varaformaður KTFÍ tóku þátt í
Nordisk Lonmotc 14. apríl en það var haldið í Noregi.