Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 61
Félagsmál VFÍ/TFÍ 59
Stjórnendur og sjálfstætt starfandi - STFÍ
Stjórnaimenn 1999-2000 voru Kristinn Amar Jóhannesson formaður, Nikolai Jónasson og
Magnús Þór Karlsson meðstjómendur.
Virk starfsemi félagsins lá niðri á starfsárinu. Formaður sótti einn stjómarfund hjá TFÍ
cn tímasetning þeirra funda var mjög óheppileg og aðrir stjórnarmenn áttu því heldur ekki
kost á að sækja þá. Þegar formaður tók við í febrúar 1999 lét hann fráfarandi formann TFÍ
vita um tímaleysi vegna annarra félagsmála sem sennilega myndi rætast úr eftir nokkra
mánuði. Reyndin varð önnur og þvi fór sem fór.
Dagana fyrir aðalfund var haft samband við fjölda félagsmanna til að kanna hug þeirra
um stjórnarþátttöku og almennt um félagið. Atti ég áhugaverð samtöl við félagsmenn um til-
gang og markmið þess og þótti öllum miður að geta ekki gefið sér tíma til þátttöku. Einnig
kom í ljós að fæstir vissu um tilgang félagsins, hvað þá að það stæði fyrir starfsemi, s.s. að
halda ráðstefnur og fræðslufundi. Ennfremur varð umræða um breiðari vettvang tæknifélaga
á þessu sviði. Þrátt fyrir þessa könnun gekk ekki að fúllmanna viðtakandi stjórn.
Vissulega er miður að svona skyldi fara þetta árið en framtíðin segir til um árangur og
starfsemi félagsins. Einhverjir kunna að vera vonsviknir vegna ónógra framkvæmda á
síðastliðnu ári en vonandi stendur það til bóta.
Að lokum þakka ég öllum þeim sem komið hafa að starfseminni á árinu fyrir samstarfíð
og óska félaginu velfarnaðar.
Stjómendur og sjálfstætt starfandi - STFÍ
Kristinn Arnar Jóhannesson formaður
Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga - LAT
Heildareignir Lífcyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga voru 5.096 milljónir kr. í árslok 1999
og jukust þær um 1.012 milljónir eða um 24,7% á árinu. Eignir sjóðsins skiptust þannig að
að 4.505 milljónir króna eru í séreignarsjóði og 591 milljónir króna í tryggingadeild.
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga árið 1999 var 8,97% en
nafnávöxtun var 15,0%. Síðustu fímm ár hefur raunávöxtun sjóðsins verið að jafnaði 8,9%
á ári. Góð ávöxtun á innlendum og erlendum hlutabréfamarkaði skýrir góða ávöxtun
Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga á árinu 1999.
Hjá Lífeyrissjóði arkitekta og tæknifræðinga eru skuldabréfin á markaðsverði en það er
gert þar sem meirihluti eigna sjóðsins er í séreignardeild sem skiptir eignum daglega milli
sjóðfélaga á markaðsverði eða því verði sem fengist fyrir bréfín ef þau væru seld. Ef
skuldabréf sjóðsins hefðu verið metin á kaupkröfú, eins og gert er hjá flestum lífeyris-
sjóðum, hefði ávöxtun sjóðsins verið 11,6% á síðasta ári.
Greidd vom iðgjöld fyrir 1098 sjóðfélaga á árinu 1999, að ljárhæð 389 milljónir króna.
Fjöldi virkra sjóðfélaga er 966. A árinu fengu þrjátíu og þrír sjóðfélagar greiddan lífeyri að
tjárhæð 21 milljón króna. Tuttugu sjóðfélagar fengu greiddan lífeyri úr séreignardeild, átta
fengu grciddan cllilífeyri, tjórir fengu greiddan örorkulífcyri en cinn greiddan makalífeyri.
Tryggingafræðileg úttekt á fjárhag tryggingadeildar: í lok ársins 1998 var gerð trygg-
ingafræðileg úttekt á tryggingadeild sjóðsins.