Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 66
64 Árbók VFÍ/TFÍ1999/2000
1.2.6 Aðalfundur TFÍ
24. mars 2000 - fundargerð
Aðalfundur TFÍ fyrir starfsárið 1999-2000 var haldinn 24. mars 2000 að Engjateigi 9.
Fundarstjóri var Eiríkur Þorbjömsson og fundarritari Helgi Baldvinsson.
Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári: Jóhannes Benediktsson formaður flutti í
upphafi skýrslu stjómar. Fundarstjóri bauð upp á umræður um skýrsluna en enginn kvaddi
sér hljóðs. Hún var því næst borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Reikningar félagsins: Logi Kristjánsson, framkvæmdastjóri TFI og VFI, hafði framsögu og
fór yfír fyrirliggjandi reikninga TFI sem undirritaðir vora af stjóm félagsins og félagslegum
og löggiltum endurskoðendum. Ekki urðu umræður um reikningana og voru þeir samþykktir
mótatkvæðalaust.
Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda: Jóhannes Benediktsson formaður kynnti
rekstraráætlun næsta árs. Undir liðnum rekstraráætlun nefndi formaður sérstaklega nýjan lið
vegna upptöku og útsendinga á Netinu. Einnig kom fram nýr liður vegna „Hagsmunafélags
um eflingu tæknifræði“, sem stofnað var tveimur dögum áður, 23. mars 2000. Jóhannes
nefndi einnig kynningarstarf, sem er að mestu vegna Tæknidags, og kostnað vegna 40 ára
afmælis TFI. Rekstraráætlun og tillaga að óbreyttu félagsgjaldi var samþykkt.
Kosning stjórnar: Úr stjóm áttu að ganga Einar H. Jónsson og Gústaf A. Hjaltason. Sá
síðarnefndi óskaði ekki eftir áframhaldandi setu í stjóm. Fram komu framboð Einars H.
Jónssonar og Kjartans O. Kjartanssonar. Voru þeir sjálfkjörnir þar sem engir fleiri gáfu kost
á sér. Því næst var kosning varamanns til eins árs. Eitt framboð kom, Erlendur H. Geirdal
Amarson, og var hann samþykktur.
Kosning í nefndir: Menntunamefnd var endurkjörin en hana skipa Freyr Jóhannesson,
Magnús Matthíasson og Nicolai Jónasson varamaður.
Sveinn Aki Sverrisson var kosinn fulltrúi TFI í stjóm TI og Páll A. Jónsson varamaður.
Endurmenntunamefnd var endurkjörin en hana skipa Einar Gíslason, Emil Þór
Guðmundsson, Isleifúr Ami Jakobsson, Oskar Þorsteinsson og Tryggvi Asgrímsson.
Formaður endurmenntunarnefndar var kosinn fulltrúi TFI í MENNT og síðan einnig
fulltrúi TFÍ í Endurmenntunarstofnun HÍ.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir en þeir eru Daði Agústsson og
Hreinn Jónasson.
Fulltrúar í Staðlaráð vom kosnir Hreinn Jónasson aðalmaður og Einar H. Jónsson vara-
maður.
Önnnur mál: Gústaf Adólf Hjaltason kvaddi sér hljóðs og þakkaði fráfarandi stjórn iyrir
ánægjulegt samstarf. Gústaf hefur þó ekki sagt alveg skilið við stjórnina þar sem hann er
varamaður og fulltrúi KTFI í stjóm TFI. Ekki tóku fleiri til máls. Fundarstjóri þakkaði stjórn
og starfsfólki vel unnin störf og sleit fundi. Eftir fundarslit tók formaður til máls og ræddi
um öflugt starf innan TFÍ og þau spennandi og jafnframt mikilvægu verkefni sem félagið er
að taka sér fyrir hendur, s.s. tækniháskóla og fleira. Einnig minnti hann enn og aftur á
afmælishátíð félagsins.
Helgi Baldvinsson, fundarstjóri aðalfundar