Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 76
74 Árbók VFÍ/TFÍ1999/2000
Akureyri og Rannsóknastofnana atvinnuveganna. Á síðustu stundu tókst ASÍ með stuðningi
ráðherra að útiloka Háskóla Islands og Háskólann á Akureyri frá þátttöku í þessum nýja
skóla, og eftir samráðsfund stjórnar VFI og menntamálanefndar var ákveðið að VFI hætti
við þátttöku í þessum undirbúningi.
I framhaldi af þessu samþykkti menntamálanefnd eftirfarandi bókun: „Mennta-
málanefnd leggur áherslu á að Verkfræðingafélag Islands efli samstarf sitt við
Verkfræðideild Háskóla Islands og taki þátt í að efla hana og styðja eins og kostur er í þeirri
samkeppni sem fyrirsjáanleg er í tæknimenntun á Islandi.“
Steindór Guðmundsson, formaður menntamálanefndar VFI
Tækni og skóli, TOS
I framhaldi af kynningu TFI og VFI á norsku verkefni um tækni í skólum („Teknologi i
skolen“) var á síðasta ári hafinn undirbúningur að svipuðu verkefni hér á landi. Síðastliðið
haust skipuðu félögin formlegan vinnuhóp um verkefnið sem hlotið hefur nafnið TOS-
hópurinn, Vinnuhópur VFI og TFI um Tækni og skóla. Fulltrúar VFI í hópnum eru Gunnar
Guðni Tómasson og Guðleifur M. Kristmundsson, en frá TFÍ Magnús Matthíasson og
Bergþór Þormóðsson, sem jafnframt er formaður hópsins.
Markmið vinnuhópsins er að setja fram tillögur um hvernig félögin geti komið að því að
sfyðja við og sfyrkja kennslu í raungreinum og kynningu á tækni í grunnskólum. Hópurinn
varð strax sammála um að einskorða starfið ekki við verkefni svipað því sem unnið hefur
verið í Noregi, heldur skoða málið í víðara samhengi og leita leiða sem falla að aðstæðum
hér á landi.
Hópurinn hefur haldið alls 12 fundi frá því í október á síðasta ári og fengið til sín ýmsa
gesti sem tengjast þessum málum. Hópurinn vinnur nú að lokaskýrslu með tillögum til
félaganna og er stefnt að því að leggja þær fram mjög fljótlega.
Steindór Guðmundsson, formaður menntamálanefndar VFI
Mennt
Aðalfundur Menntar, samstarfsvettvangs atvinnulífs og skóla, var haldinn í Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi 8. nóvember 1999. Þetta var jafnframt fyrsti aðalfundur samtakanna,
sem stofnuð voru 27. nóvember 1998 með sameiningu Sammenntar og Starfsmennta-
félagsins. Mennt eru frjáls félagasamtök, sem að standa skólar, fyrirtæki og félög.
Tæknifræðingafélag Islands og Verkfræðingafélag íslands voru stofnaðilar að Mennt en
voru áður þátttakendur í Sammennt.
Á fyrsta starfsári Menntar var lagður rammi að starfsemi sem byggist á þrcmur megin-
markmiðum:
• að stuðla að eflingu grunn- og símenntunar fyrir atvinnulífið
• að þjóna upplýsingaskyldu varðandi það grunn- og símenntunarnám sem er í boði
• að bjóða þjónustu varðandi uppbyggingu og framkvæmd vcrkefna sem snúa að
menntamálum
Gert hefur verið samkomulag við menntamálaráðuneytið um að Mennt verði íslenski
tengiliðurinn við upplýsinga- og rannsóknaþjónustu CEDEFOB, sem er Evrópumiðstöð um
þróun starfsmenntunar.