Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 80
78 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFÍ OG SV
Árið 1999 var fjórða starfsár Endurmenntunar- og símenntunarnefndar VFI, TFI og SV. Á
árinu starfaði nefndin samkvæmt því skipulagi sem útbúið var á íyrsta starfsári hennar.
Ensím-nefndin hélt átta fundi á árinu auk þess sem starfshópar hennar, véla- og rekstrar-
hópur, rafmagns- og tölvuhópur, byggingar- og umhverfíshópur, héldu fundi til að skipu-
leggja námskeið hver á sínu fagsviði.
Nefndin hefur umsjón með samskiptum félaganna vió Endurmenntunarstofnun HÍ og
kemur hún með hugmyndir að námskeiðum fyrir stofnunina og aðstoðar við undirbúning
þeirra. Hjá Endurmenntunarstofnun HI var boðið uppá 43 tækninámskeið á síðasta ári en tíu
námskeið féllu niður vegna ónógrar þátttöku eða var frestað af kennara. Þannig voru haldin
33 tækninámskeið hjá Endurmenntunarstofnun HI, sem flest voru undirbúin af hópum
nefndarinnar. Þar af voru 20 námskeið á byggingar- og umhverfissviði, sex námskeið á véla-
og rekstrarsviði og sjö námskeið á rafmagns- og tölvusviði. Fjöldi þátttakenda á þessum
námskeiðum var um 490 manns.
Heldur færri tækninámskeið voru haldin árið 1999 en árið 1998, sem var metár hvað
varðar framboð á tækninámskeiðum. Meðalþátttaka á námskeiðum er þó svipuð eða um 15
manns. Erfiðara hefur verið að fá fólk til að halda námskeið en oft áður, sem hugsanlega má
rekja til mikilla anna hjá verkfræðingum. Þá er nauðsynlegt að endurnýja reglulega í starfs-
hópum nefndarinnar til að fá nýjar hugmyndir að námskeiðum með nýjum mönnum.
Á vegum nefndarinnar voru haldin þverfagleg námskeið í Verkfræðingahúsi. Haldnir
voru eftirfarandi fræðslufundir í rekstrar- og viðskiptagreinum:
Fjármál: Bókhaldið sem upplýsingagjafí Þátttaka:
Lögfræði: Einkahlutafélög og staðfesting ákvarðana Þátttaka:
Bókhald: Skattskil gagnvart opinberum aðilum Þátttaka:
Markaðsmál: Bein markaðssetning og sala einn á einn Þátttaka:
Starfsmannamál: Ráðningarsamningar og skyldur vinnuveitenda Þátttaka:
11 manns
10 manns
9 manns
7 manns
10 manns
Fræðslufundimir tókust mjög vel en það olli vonbrigðum að aðsókn skyldi ekki vera betri.
í Verkfræðingahúsi var einnig haldið námskeiðið Samskipti við fjölmiðla og voru einungis
fímm manns sem sóttu það.
Á síðasta ári féllu tíu námskeið niður vegna ónógrar þátttöku. Til að auka aðsókn á
endurmenntunamámskeiðin og minnka líkur á að námskeið falli niður, telur nefndin mikil-
vægt að koma upp tölvupóstlistum fyrir hvert fagsvið til að auglýsa námskeið og ráðstefnur.
Nefndin hefur unnið að því að skilgreina markhópa til að byggja slíka tölvupóstlista á.
Markmiðið er að útbúin verði heimasíða sem tengist félögum VFI, TFI og SV, þar sem menn
geta merkt við sitt fagsvið og þar með skráð sig á tilheyrandi tölvupóstlista.
Jón Vilhjálmsson, sem hefur verið formaður ENSIM-nefndarinnar frá stofnun í desember
1995, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni að loknu vormisseri 1999.
ENSÍM-nefndin þakkar honum ötult og farsælt starf í þágu endurmennlunarmála verk- og
tæknifræðinga.
ENSIM-nefnd
Fjóla G. Sigtryggsdóttir formaður