Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 120
118 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
kominn í l milljarð króna. Þar vega gervilimir
þyngst og nam útflutningur þeirra um 775
milljónum króna.
Vöruinnflutningur: Frá 1994 til 1999 jókst
vöruinnflutningur um 85% að raungildi, eða
um ríflega 10‘/2% á ári að jafnaði. Vöxtur inn-
flutnings náði hámarki á árinu 1998 en þá var
hann um 24%. A því ári var mestur vöxtur í
innflutningi á fjárfestingarvörum, eða 33% á
meðan vöxtur í innflutningi ncysluvara nam
17%.
A árinu 1999 jókst vöruinnflutningur um
5%. Innflutningur neysluvöru óx mest eða um
10/2%, þrátt fyrir mikla aukningu á árinu
1998. Mest er aukningin í bifreiðainnflutningi,
eða 16% og innflutningi á heimilistækjum sem
nam 13,8%. Innflutningur á mat- og drykkjar-
vörum jókst um 7% og innflutningur á fatnaði um 7/2%. Innflutningur á ljárfestingarvörum
óx minna, eða um 2,4%, sem skýrist alfarið af innflutningi á skipum.
Innflutningur á rekstrarvörum jókst um 3% á árinu 1999 samanborið við 22/2%
aukningu á árinu 1998. Mestu munar um aukinn innflutning til álframleiðslu sem jókst um
24% á árinu 1999. Þá jókst innflutningur á eldsneyti og olíum um 5% að magni þrátt fyrir
töluverðar verðhækkanir á árinu.
Þjónustujöfnuður: Undanfarin ár hafa þjónustugjöld, þ.e. innflutningur þjónustu, vaxið
hraðar en þjónustutekjur og þjónustujöfnuður því orðið sífellt óhagstæðari. Hann fór úr
þriggja milljarða króna afgangi á árinu 1997 í 1,3 milljarða króna halla á árinu 1998. Búist
var við að hallinn ykist á árinu 1999, en hallinn varð meiri en spáð var, eða 5,5 milljarðar
króna.
Þjónustutekjur jukust um 2,6% að raunvirði og námu 70,1 milljarði króna á meðan
þjónustugjöld jukust um 9,5% að raunvirði og fóru í 75,6 milljarða króna.
Ferðaþjónusta: Erlendum ferðamönnum heldur áfram að fjölga hér á landi. Á árinu 1999
komu tæplega 263 þúsund erlendir ferðamenn til landsins sem er 13% aukning frá árinu
1998.
Á árinu 1999 voru heildartekjur af erlendum ferðamönnum tæpir 28 milljarðar króna
sem er um 3,4% raunaukning frá fyrra ári. Tekjur vegna útgjalda innanlands aukast um 8%
að magni til og er þetta minni vöxtur en fjölgun ferðamanna gefur tilefni til. Helst er
skýringa að leita í styttri dvalartíma og þar með lækkun meðalútgjalda á ferðamann milli
ára. Jafnframt bendir raunaukning í fargjaldatekjum til lækkunar meðalfargjalda milli ára.
Undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað verulega yfir vetrarmánuðina. Á
fyrsta og síðasta ársþriðjungi ársins 1997 sóttu rúmlega 82.500 manns landið heim en á
sama tímabili í fyrra voru þeir rúmlega 116 þúsund sem er ijölgun um tæplega 34 þúsund.
Innjlutningur 1997-1999. Vísitölur
990=100. Heimild: Þjóðhagsstofnun.