Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 122
120 Árbók VFÍ/TFÍ1999/2000
árum. Á árinu 1971 nam viðskiptahalli 6,8% af landsframleiðslu, á árunum 1974 og 1975
nam hallinn 10,6% og 10,2% hvort ár og loks nam hallinn 7,9% af landsframleiðslu á árinu
1982.
Halli á vöruskiptum við útlönd á árinu 1999 nam 22,4 milljörðum króna. Þetta er heldur
minni vöruskiptahalli en var á árinu 1998 þegar hann nam 25 milljörðum króna.
Vegna breyttra uppgjörsaðferða Seðlabankans breytast tölur um viðskiptajöfnuð töluverl
frá fyrra uppgjöri. Viðskiptajöfnuður ársins 1998 er nú talinn vera neikvæður um 40 millj-
arða króna en var samkvæmt eldra uppgjöri neikvæður um 33,5 milljarða króna.
Mismunurinn liggur í því að breytingar á markaðsvirði erlendra verðbréfa í eigu Islendinga
cru ekki lengur taldar með í þáttatekjum. Þessi breyting er gerð til samræmis við alþjóðlega
staðla.
Fjármagnshreyfmgar: Mikill viðskiptahalli síðasta árs og hækkandi erlendar skuldir þjóðar-
búsins bcra vissulega vott um hátt eftirspurnarstig og lágan þjóðhagslegan sparnað. Á hinn
bóginn er viðskiptahallinn einnig til vitnis um vilja erlendra aðila til lánveitinga og f]ár-
festinga hér á landi. Til að ijármagna viðskiptahallann þarf nettó-fjármagnsstreymi erlendis
frá. Stór hluti Qármagnsflæðis til landsins á síðasta ári var erlend lántaka innlánsstofnana og
skuldabréfaútgáfa þeirra erlendis eða um 46'/2 milljarður króna. Má rekja ríflega helming
útlánaaukningar innlánsstofnana árið 1999 til endurlánaðs erlends lánsfjár. Innlánsstofnanir
lækkuðu þó erlendar skammtímaskuldir sínar á árinu og skýrist það af lausafjárreglum sem
settar voru í febrúar 1999. Fjármagnshreyfíngar vegna lántöku hins opinbera voru 4!4 millj-
arður króna á árinu 1999 en 32!/> milljarður króna var vegna annarra geira, þ.m.t. annarra
lánastofnana. Á móti þessu fjármagnsinnstreymi var nettó tjármagnsútstreymi í formi
áhættufjármagns, þ.e. beinar Qárfestingar og hlutafjárkaup Islendinga erlendis, að fjárhæð
20 milljarðar króna.
Hrein erlend staða þjóðarbúsins var því í
lok síðasta árs neikvæð um 49% af lands-
framleiðslu eða 0,7 prósentustigum hærra
hlutfall en í lok árs 1998. Hrein erlend
skuldastaða í lok árs 1999, sem ekki tekur
tillit til stöðu áhættufjármagns, var aftur á
móti 64,3% af landsframleiðslu og hafði
hlutfallið hækkað um ríflega 8 prósentustig
frá árslokum 1998.
Atvinnuvegir
Framlciðsla: Talið er að á árinu 1999 hafi
framleiðslan í landinu aukist um 4,4% frá
fyrra ári. Þetta mat er fengið með því að
meta útgjaldahlið þjóðarbúsins, þ.e. neyslu
og fjárfestingu að teknu tilliti til vöru- og
þjónustuviðskipta við útlönd.
%
--------- Hið opinbera
■ - - Innlánsstofnanir
——— Aðrir geirar
Hrein erlend skuld. Hlutfall af landsfram-
leiðslu. Heimild: Þjóðhagsstofnun.