Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Side 127
Tækniarmáll 1999/2000 125
Lífeyrir og bœtur: Lífeyrisgreiðslur Tryggingarstofnunar ríkisins námu um 22'á mill jarði kr.
Á árinu 1999 og hækkuðu 8,8% milli ára.
I kjölfar hratt lækkandi atvinnuleysis dró mjög úr greiðslum atvinnuleysisbóta og útgjöld
til þeirra drógust saman um ljórðung frá 1998 til 1999. Útgjöld til barnabóta minnkuðu
einnig umtalsvert á árinu og kom þar til að tekjubreyting reyndist meiri en ráð var fyrir gert.
Lausleg athugun á greiðslum úr lífeyrissjóðum bendir til að þessar greiðslur hafi hækkað um
fast að 15%.
Staðgreiðsluskyldar tekjur: Til staðgreiðsluskyldra tekna teljast laun, reiknuð laun, bætur,
styrkir og lífeyrir. Upplýsingar eru til um heildarljárhæðir þessara tekna og þá staðgreiðslu
skatta sem af þeim eru dregnar. Frá 1998 til 1999 hækkuðu þessar tekjur um 11,1%, og um
10,6% þegar skattar hafa verið dregnir frá. Launatekjur vega langþyngst í staðgreiðslunni.
Samanburður á hækkun staðgreiðsluskyldra tekna og launavísitölu gefur til kynna að vinnu-
magn hafi aukist verulega.
Eignir, skuldir og vextir: Bráðabirgðatölur urn skuldir heimilanna á árinu 1999 benda til þess
að þær hafi aukist til muna meira en áður var reiknað með. Nú er gert ráð fyrir að skuldir
heimilanna við lánakerfið hafí numið um 513 milljörðum króna við lok árs 1999. Það þýðir
að skuldir hafa aukist um 77 milljarða frá sama tíma árið 1998, sem er 52 milljarðar á föstu
verðlagi. Rciknað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum er skuldahlutfallið ríflega 140% árið
1999 samanborið við 135% árið 1998. Raunvextir af þessum skuldum er áætlaðir um 25
milljarðar krónur á ári.
Áætlanir um peningalegar eignir heimilanna eru meiri vandkvæðum háðar, en þær vís-
bendingar sem tiltækar eru benda til að eignir hafí ekki vaxið í sama mæli og skuldir.
Skattar: Tekjuskattshlutfall í staðgreiðslu lækkaði um 1 prósentustig, úr 27,41% í 26,41%,
þann 1. janúar 1999. Hins vegar hækkaði útsvarshlutfall um nær þriðjung úr prósenti, úr
11,61% í 11,93%, þannig að skatthlutfall í staðgreiðslu var lækkað í upphafi ársins úr
39,02% í 38,34%. Persónuafsláttur var hækkaður þannig að skattleysismörk hækkuðu um
1,6%. Hlutfall afdreginnar staðgreiðslu og tekna var stöðugt milli áranna 1998 og 1999,
rúmlega 21%.
Róðstöfunartekjur: I spá stofnunarinnar í desember 1999 var gert ráð fyrir að kaupmáttur
ráðstöfúnartekna á mann hækkaði um 5,3% frá 1998 til 1999. Fyllri upplýsingar, einkum um
skuldir heimilanna og þar með vaxtagjöld þeirra, benda til að þessi áætlun hafí verið of há
og er því gert ráð fyrir því að kaupmáttur hafi vaxið um 5% á mann. Hins vegar er ástæða
til að endurmeta ráðstöfunartekjur ársins 1998 vegna meiri hækkunar launatekna á því ári
en áður var reiknað með.
Einkaneysla: Frá því að núverandi efnahagsuppsveifla hófst árið 1994 og til 1999 jókst
einkaneyslan um nær 40% að magni. Á sama tíma jókst landsframleiðslan um 22% og ljár-
festingin um 69%. Þessi mikla aukning einkaneyslu er töluvert umfram hækkun ráðstöf-
unartekna sem leitt hefur til mikillar aukningar á skuldum heimilanna.
Vísbendingar um einkaneyslu á síðasta ári benda til þess að hún hafí aukist um 7,2% þó
ekki sé það í líkingu við 11% aukningu árið 1998.