Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 209
Kynning fyrirtækja og stofnana 207
Verkefnið P904, um fjarvinnu og lífsgæði
Verkefnið er unnið í samvinnu fimm ljarskiptafyrirtækja. IJau eru Landssíminn, Telenor í
Noregi, British Telecom, Portugal Telecom og Telecom Italia. I öllum löndunum, nema
Italíu, voru skoðaðir hópar fjarvinnumanna, allt að 76 manns að stærð. Notaðar voru sömu
aðferðir við upplýsingaöflun og úrvinnslu í öllum löndunum. Hér á landi sá Gallup á Islandi
um að leggja fram spurningalista, stýra viðtölum og vinna úr svörum en starfsmenn
Landssímans sáu um undirbúning spumingalista, verkefnisstjórnun og samskipti við aðra
verkefnisaðila. Umfjöllunarefni verkefnisins eru:
• Lífsgæði fjarvinnumanna og fjölskyldna þeirra
• Ahrif ijarvinnu á þau fyrirtæki sem nýta sér hana
• Áhrif á aðra þætti t.d. félagslega og umhverfíslega
Markmiðið er að finna hvemig beita má fjarvinnu með tilliti til mannlegra gilda og
komast að því hver áhrifrn em á lífsgæði manna, skilvirkni og starfsþróun.
Þeir þættir sem þegar hafa verið mældir em:
• Fylgni milli Qarvinnu og lífsgæða
• Hvemig hefur fjarvinna áhrif á lífsgæði?
• Hvaða þættir hafa mest áhrif á lífsgæði fjarvinnumanna?
Fræðilegt líkan
Áhrif fjarvinnu á tilveru starfsmanna hefur nú um nokkurn tíma verið áhugavert
rannsóknarefni. Til er líkan eftir Van Sell og Jacobs [3] frá 1994 sem sýnt er á mynd 1.
I því rannsóknarverkefni sem hér er til umfjöllunar var þetta líkan notað. Jafnframt var
notast við annað líkan sem er grunnur þess að mælingar lífsgæða geti átt sér stað. Það líkan
kom út úr starfí sem unnið hefur verið af WHOQOL-hópnum (World Health Organization
Quality of Life) og Centre for Health Promotion við University of Toronto. Þetta líkan var
þróað á árunum 1995-1998 [4,5]. Líkanið byggist á eftirfarandi hugmynd:
Lífsgœði eru fólgin í því að hve miklu marki maður nœr að njóta þeirra mikilvœgu
valkosta sem lífið býður upp á.
Mikilvægi valkostanna er tengt þremur meginsviðum lífsins, þ.e. að vera, tilheyra og
verða, tafla 1.
Með þessi tvö líkön að vopni var ráðist í að búa til rannsóknarlíkan fyrir verkefnið.
Líkönin vom sameinuð í eitt líkan sem tengir saman ijarvinnu og lífsgæði. Hið útvíkkaða
rannsóknarlíkan gerir kleift að mæla lífgæði starfsmanna á kerfisbundinn hátt og einnig var
likanið notað til þcss að setja fram tilgátur og ftnna hugsanlcgar tengingar milli tveggja hug-
taka, sjá ntynd 2.
I töflu 2 má sjá tilgátur þær sem settar voru fram og ætlunin var að rannsaka hvort
stæðust eða ekki. Tilgáta H1 fjallar um það hvort sterk tengsl séu milli magns fjarvinnu, þ.e.
fjölda daga sem unnið er heima við, og lífsgæða. H2 til H9 lúta að því að greina hvaða
þættir hafa áhrif á þessi tengsl.