Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 233
Kynning fyrirtækja og stofnana 231
Seinni hluta árs 1998 var gengið frá samstarfssamningi milli Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og Iðntæknistofnunar um sameiginlegan rekstur á matvælastarfsemi og efna-
greiningaþjónustu stofnananna og var allri starfseminni komið fyrir á Iðntæknistofnun.
Daglegur rekstur er því í höndum Iðntæknistofnunar, en stjórn er yfir hvoru sviði fyrir sig
með stjómarformennsku Rala. Hluti starfsmanna er á launaskrá Rala.
Starfsemin á þessum sviðum hefur gengið mjög vel, unnið er markvisst að uppbyggingu
þessara sviða og hefur aukið umfang og íjölbreyttari verkefni styrkt þjónustuna sem veitt er.
Hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti var á árinu 1999 lokið við umfangsmikil verkefni,
meðal annars Evrópuverkefni um reyktan lax, gæði lambakjöts o.fl. Efnagreiningar
Keldnaholti unnu að viðmiðunarreglum fyrir norræna umhverfismerkið, en eitt íslenskt
fyrirtæki hefur fengið leyfi til að nota Svansmerkið. Jafnframt var unnið að þaulnýtingu
vatns í fiskeldi við eldi á laxi, sæeyra, lúðu o.fl., auk umfangsmikillar efnagreiningar-
þjónustu.
Notkun léttmálma verður sífellt meiri og möguleikar
okkar íslendinga á þátttöku á því sviði eru miklir. Settur
var á stofn Málmgarður til að vinna að því að styrkja vitund
og þekkingu á léttmálmum með vöruþróun, menntun,
markaðs- og tæknirannsóknum. Unnið var að hluta fram-
leiðsluferlis við vinnslu magnesíummálms, en það gerir ráð
fyrir að umhverfisáhrif verði minni en þekkist við fram-
leiðsluna í dag.
Líftæknistarfsemi stofnunarinnar fluttist yfir til Prokaria ehf., en fyrirtækið er byggt á
sömu grundvallarhugmyndunum, það er að nýta sérstöðu hveraörvera.
Komið hefur verið á samstarfí við Rala um áframhaldandi líftæknistarfsemi, en stofn-
anirnar hafa komið upp aðstöðu til líftæknirannsókna á Rala og hyggjast vinna að plöntu-
líftækni. Notaðar verða erfðabættar plöntur til að framleiða m.a. lyijavirk prótein, bóluefni,
mótefni o.fl.
MÁLMGARÐUR
Kynning á upplýsinga- og þjónustusviði Iðntæknistofnunar
í byrjun árs 1999 var komið á upplýsinga- og þjónustusviði, Impru,
hjá stofnuninni. Tvær meginástæður lágu til þess.
í fyrsta lagi var þjónusta við einstaklinga/frumkvöðla og lítil og
meðalstór fyrirtæki LMF ófullnægjandi hér á landi. Iðntæknistofnun
hafði í takmörkuðum mæli sinnt slíkri þjónustu, en aðallega við fram-
leiðslugreinar. Nauðsynlegt var að efla þjónustuna og leggja jafnframt
áherslu á að fleiri atvinnugreinar nytu hennar.
í öðru lagi kveða samkeppnislög á um að þjónusta opinberra aðila
skckki ekki samkeppni á almennum markaði. Því var stuðnings- og
þróunarverkefnum á vegum opinberra aðila auk leiðsagnar og hand-
leiðslu komið fyrir í sérstakri rekstrareiningu.
ímpra
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
frumkvöðla og fyrlrtaekja