Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 285
Ritrýndar vísindagreinar 283
Ár Ársnotkun Ársnotkun/tengdu
í milljónum rúmmetra rúmmáli húsa 31.12.99
1991 69,54 1,59
1992 70,41 1,61
1993 66,40 1,52
1994 61,24 1,40
1995 68,89 1,58
1996 56,97 1,30
1997 56,10 1,28
1998 55,86 1,28
Tafla 1. Arsnotkun í milljónum rúmmetra hjá Heildinni þar sem búið er að taka tillit til breytinga
í tengdu rúmmáli þ.a. notkun hvers árs miðast við tengt rúmmál í lok ársins 1999. Að auki er
sýnd stœrðin ársnotkunin/ tengdu rúmmáli 31.12.99.
Ársnotkun
I töflu 1 má sjá ársnotkunina fyrir hvert svæði hjá OR fyrir árin 1991 til 1998 í milljónum
rúmmetra. Búið er að taka tillit til breytinga í tengdu rúmmáli þ.e. notkun hvers árs miðast
við tengt rúmmál í lok ársins 1999. Að auki er sýnd stærðin ársnotkun/ tengdu rúmmáli
31.12.99, þ.e. notkunartalan án þess að tekið hafi verið tillit til gráðudaga. Sérstaka athygli
vekur ársnotkunin fyrir árið 1995 en þá mælist notkunin mun meiri en búast má við. Þetta
er vegna óeðlilega ntikils rennslis Vestan Elliðaáa en ekki hefur tekist að skýra út hvernig
standi á því. Líklegt er að um sé að kenna einhverri bilun í mæli en notkunin Vestan Elliðaáa
er samanlögð notkun nokkurs ljölda mæla. Þessi mikla notkun leiðir svo aftur af sér
óeðlilega háa notkun pr. tengt rúmmál húsa. Tölur fyrir árið 1999 eru ekki sýndar þar sem
þær þóttu ekki nægjanlega áreiðanlegar fyrir árið í heild sinni. Um mitt árið var settur upp
nýr kerftráður hjá OR
og við það röskuðust
mælingar um tíma.
Fyrri hluti ársins, þ.e.
þegar þegar gamli kerfi-
ráðurinn var enn not-
aður, var þó í góðu lagi.
Veðurfar
Efra grafíð á mynd 2
sýnir meðalhita [°C],
meðalvindhraða [m/s]
og meðalfjölda sól-
skinsstunda á hverju ári
frá 1991 til 1999. Neðra
graftð er hliðstætt en
tímabilið er janúar til
20. ágúst hvert ár.
Ár
Mynd 2. Efra grafið sýnir meðalhita, meðalvindhraða og
meðal/Jö/da sólskinsstunda á liverju árifrá 1991 til 1999. Neðra
grafið sýnir það sama en Jýrir janúar til 20. ágúst ár hvert ár.