Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 305
Ritrýndar vísindagreinar 303
Margfeldi þessara fylkja FrlMog*VetFlu verður í MPL-málinu að þrívíðu fylki
[Va,Bu,Ss] með stökum = 1 ef og aðeins ef vinnslustöð Bu getur framleitt afurðaflokk Va og
jafnframt flutt vöruna til sölusvæðis Ss, en 0 ella. Þá skal bent á að eyða má framleiðslu-
breytu Framl[Va,Bu,Ss] ef engin eftirspurn er eftir vöru Va á sölusvæði Ss. í MPL-forritinu
eru framleiðslubrcyturnar þess vegna alls staðar margfaldaðar með 0/1 fylkjunum tveimur
og einnig er WHERE-skipun látin fylgja með, þ.e.:
FrlMog * VetFlu * Framl WHERE(EftSpu > 0) kemur í stað Framl.
Með þessu móti verða ekki til Framl-breytur nema þar sem öll skilyrði eru til staðar, þ.e.
hægt er að framleiða vöruna á vinnslustöð, hægt er að flytja hana og þörf er fyrir hana á
sölusvæði.
Hægt er að fækka flutningabreytum með tvennu móti:
VetFlu * MjoFlu í stað MjoFlu, eða
MjoFlu WHERE(VetFlu > 0) í stað MjoFlu.
og hliðstætt fyrir rjómallutninga og flutninga á undanrennu.
Ef ofangreindar aðgerðir hefði ekki verið viðhafðar hefðu víddir líkansins orðið nálægt
7000 breytur og 600 skorður. I staðinn urðu breyturnar u.þ.b. 1000 og skorðumar nálægt
250, aðeins breytilegt eftir því hvernig tilvik voru keyrð. Þetta hafði mikil áhrif á reikni-
tímann. Fjöldi heiltölubreyta Rekid[Bu] réði einnig miklu um reiknitímann, en í flestum
líkankeyrslum voru margar þeirra bundnar, þ.e. tilteknar vinnslustöðvar voru augljóslega
reknar eða ekki. Ef heiltölubreytur voru í reynd innan við 10 var reiknitími oftast mældur í
sekúndum eða fáum mínútum.
Notkun líkansins
Bestunarlíkanið lágmarkar heildarkostnað mjólkurvinnslunnar með því að velja úr þær
vinnslustöðvar sem best henta með tilliti til landfræðilegrar legu, framleiðslukostnaðar og
afkastagetu. Túlka má virkni likansins þannig að það sker niður fastan rekstrarkostnað
vinnslustöðvanna með því að fækka stöðvunum uns nutningskostnaður verður of hár til að
réttlæta frekari lokanir.
Þá leitast líkanið einnig við að sérhæfa vinnslustöðvarnar í samræmi við mismunandi
framleiðslukostnað og fjarlægðir til markaða. Vörur sem ekki minnka að rúmmáli við
vinnslu eins og t.d. nýmjólk skal samkvæmt líkaninu framleiða í vinnslustöðvum nálægt
stærstu sölusvæðunum, svo sem Reykjavík, en ostaframleiðsla er t.d. staðsett í fjarlægari
vinnslustöðvum sem hins vegar eru nær kúabúunum.
Niðurstöður af fyrstu keyrslum með líkaninu voru í stuttu máli þær að loka skyldi 8 af
þeim 15 vinnslustöðvum seni starfræktar voru en reka 7 áfram, sjá mynd 1, þar sem lokaðar
vinnslustöðvar eru skyggðar. Sparnaður af þessu yrði um 15% af framleiðslu- og flutn-
ingskostnaði mjólkurvinnslunnar (þá er rekstur kúabúa ekki meðtalinn). Þetta var í samræmi
við niðurstöður verkefnis sem áður hafði verið unnið hvað fjölda vinnslustöðva varðar, sjá
heimildir 2 og 3. Ekki var hins vegar að öllu leyti samræmi í því hvaða stöðvar skyldu
reknar áfram.