Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 319
Ritrýndar vísindagreinar 317
• Meðalóróleikaspenna á sólarhring [V].
• Fjöldi risa á sólarhring.
• Meðalorka í risi [KW].
• Al- og raflausnarhæð í keri [cm], mæld á tveggja til ijögurra daga fresti.
• Fjöldi A1F3 skammtagjafa á dag. 1 hverjum skammti eru u.þ.b. 17 kg af A1F3.
• Styrkur CaF2 [%]. Mælt á 2-4 daga ffesti, samhliða A1F3 mælingu.
• Fjöldi sódaskanimtagjafa á dag. í hverjum skammti eru u.þ.b. 25 kg af sóda.
Um þessi mæligögn má segja að nokkuð bagalegt er að útmerkið, hiti kera, er aðeins
mældur annan hvem dag að jafnaði og því ekki hægt að skoða þetta með eins dags söfn-
unartíma. Taka þarf tillit til þessa og kemur þá tvennt helst til greina:
• Gera ráð fyrir tveggja daga söfnunartíma. Taka verður tillit til þeirra mælinga sem eiga
sér stað utan söfnunartíma, t.d. með að summa þær upp við mælingar á mælidögum,
taka meðaltal o.s.frv.
• Brúa milli mælipunkta með fyrstu gráðu nálgun og vinna síðan með kerfíð á eins dags
söfnunartíma. Sá hængur er á því að þar er verið að nota framtíðargildi til að brúa sem
gengur að sjálfsögðu ekki í raunverulegum rekstri en er í lagi þegar verið er að leita að
samböndum milli inn- og útmerkja.
Tímasetning hilamælinga er heldur ekki fastbundin. Kerum er skipl upp í sex hópa. Á
tveimur dögum eru sex vaktir og hver hópur er mældur í upphafi hverrar vaktar. Ekki er
tiltekið hvenær sólarhringsins mælingar eiga sér stað og því getur hitamæling einhvers dags
verið tekin rétt eftir miðnætti, eftir klukkan átta að morgni eða eftir klukkan fjögur að degi.
Þetta getur auðveldlega brenglað niðurstöður, t.d. ef mælt er rétt eftir miðnætti getur það
spennuþrep sem mælt er fyrir þann sólarhringinn ekki haft teljandi áhrif á þá hitamælingu.
Núverandi hitastýring
Spennuþrepshitastýring hjá ISAL hefur verið notuð i nokkur ár, spennulækkanir frá hausti
1996 og spennuhækkanir nokkuð lengur. I grófum dráttum gilda eftirfarandi reglur fyrir
spennubreytingar:
Spennuhækkun í þrepum sem hefst með 0,03V við 954°C og fer í 0,3V við hita undir
930°C.
Spennulækkun í þrepum sem hefst með 0,04V þegar hitinn fer yfír 965°C og fer í 0,16V
þegar hitinn fer yfír 985°C.
Eins og sést eru þetta einfaldar reglur í sjálfu sér sem reynst hafa þokkalega. Þó hefur
ekki verið kannað hvort þessi skipting sé sú „besta“ eða hvort önnur með færri þrepum sé
eins góð eða betri, svo dæmi sé tekið.
Aðferðarfræði
Skoðuð eru línuleg tímaraðalíkön á fonninu, sjá t.d. Madsen (1998) eða J. Neter o.fl. (1990);
A(z)y, = B,(z)uu_ni +- + 5i(z)mIi,.„„ +C(z)e, (1)