Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 342
5.1
Rögnvaldur Gíslason efnaverkfræðingur
Raki í steinsteypu útveggja
og tengsl við frágang að utan
Abstract
Most of the houses in Iceland have exterior walls
that are cast in concrete, the outer surface of
which is normally painted. The climate there is
relatively wet, particularly in the south, and
freeze-thaw cycles are very frequent. High mois-
ture content in the concrete of the walls is con-
sidered to be a prime cause of the serious dam-
ages that occur widely. The effect of paint coat-
ings on the moisture content has been investi-
gated for typical walls in the Reykjavík area. The
experimental results presented strongly indicate
that the moisture can best be reduced by using on
the exterior surfaces highly impermeable coat-
ings, that allow the concrete to lower its moisture
level somewhat by shedding water vapour into
the houses. This is very much contrary to the gen-
erally accepted idea of using highly permeable
coatings to allow the egress of vapour from the
interior. A resultant possibility is the use of very
durable, high-build, crack-bridging elastomeric
coatings that promise great benefíts for house
owners.
Inngangur
Hérlendis sem víða erlendis er sú hugmynd eða þau fræði við lýði að utanvert á steinsteypta
veggi húsa skuli ekki hafa húð sem þéttir um of gegn streymi vatnsgufú. Húð málningar ætti
þannig að leyfa veggnum eða byggingunni að „anda“ nægjanlega. Röksemdin er að vatns-
gufa verði að geta streymt út úr húsinu í gegnum steinvegginn án þess að utanverð húð hamli
því. Annars er talið að raki safnist upp í veggnum að vissu rnarki og geti haldist þar í svo
miklum mæli að skaði geti hlotist af.
í grein þessari verður fyrst fjallað Iítillega um þessi fræði, en síðan skýrt frá niðurstöðum
rannsókna á húsum á höfuðborgarsvæðinu, en þær gefa allt aðra mynd af ástandinu. Greinin
er að mestu leyti byggð á erindinu „Coatings against Moisture in Facades", sem var
flutt á 5. Miðausturlandaráðstefnu Paint Research Association, „Coatings for Concrete and
Rebar“, í Dubai í febrúar 1998 [I].
Rannsóknirnar eru hluti af fyrsta áfanga verkefnis Rannsóknastofnunar byggingariðnað-
arins (Rb), „Steinfletir utanhúss - ný efnistækni við yfirborðsfrágang“, sem nú er á lokaáfanga.
Rögnvaldur S. Gíslason er efnaverkfrœðingur
frá University of Edinburgh 1971. Hann starf-
aði sem verkfrœðingur hjá Málningu hf.
1971-82, var þar yfirmaður rannsóknastofu
1973-82, og hjá Iðntœknistofnun Islands
1982-88, deildarstjóri efna- og matvœla-
tœknideildar 1983-88. Siðan 1989 hefur hann
verið sérfrœðingur hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, aðallega við stjórnun
einstakra rannsóknar-
og þróunarverkefna á
sviði efnistœkni og að-
ferðatœkni. Rögnvaldur
var stundakennari við
Menntaskólann í Reykja-
vík 1971-72 og 1973-75,
við Iðnskólann í Reykja-
vík 1979-82 og við Há-
skóla íslands 1987-95.