Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 349
Tækni og vísindagreinar 347
Vax
Vatn
Mynd 2. Skál með sýni til mælingar á viðnámi gegnjlœði vatnsgufu.
Eftir að sýnin höfðu verið sett á mælingarskálarnar með vatni í og þétt hafði verið í kring
með vaxi, sbr. mynd 2, var skálunum komið fyrir í klefa við 23 ± 2 °C og 50 ± 5 % hlut-
fallslegt loftrakastig. Þegar jafnvægi hafði náðst i massatapi vatns í gegnum sýnin voru
skálarnar vegnar með vissu millibili í nokkrar vikur og heildarviðnám gufuflæðis, //, reiknað
fyrir yfirborðsefnin ásamt steypuundirlaginu. Notuð var einingin GPa s m2/kg, sem er um
tvöfalt stærri en einingin PAM. Niðurstöður er að finna í töflu 3. Töflugildin eru meðaltöl
fyrir nokkur sýni í sama flokki málningar. Að baki LP- og VP-húðanna standa tjögur kerft
mismunandi vörutegunda fyrir hvorn flokk, að baki VT-húðanna 2 kerfi, en að baki LA
aðeins eitt. Sem fyrr var staðalfrávik, /íct reiknað fyrir // til þess að gefa hugmynd um
dreifingu gildanna. Viðnánisgildi fyrir yfirborðsefnin sjálf, //Y, voru síðan fundin með því
að draga frá heildargildunum meðaltalsviðnám steypusýna án yfirborðsefna, auðkennt með
OO í töflunni, sbr. kaflann að framan um streymi vatnsgufú í gegnum veggi. [1]
Niðurstöður viðnámsmælinga
Niðurstöðumar i töflu 3 gefa ljóslega til kynna það sem við var að búast, að þykkar húðir í
flokki LA haft tillölulega mikið viðnám gegn streymi vatnsgufu. Hins vegar kemur á óvart
að fremur þunnar húðir í ilokki VP skuli einnig mælast hafa tilölulega mikið viðnám, eða
um 10 GPa-s-m2/kg, sem samsvarar um 20 PAM. Gildin fyrir málningu i flokkum LP og VT
gefa hins vegar til kynna að húðir þeirra kunni að hafa lítil sem engin áhrif á streymi vatns-
gufu út eða inn í gegnum vegg úr steinsteypu og á þetta einnig við um vatnsfælu í flokki
LM, eins og við var að búast.
Neikvæðu //Y-gildin endurspegla trúlega aðeins mikinn breytileika í gufustreymis-
viðnámi steypunnar frá einu sýni til annars, sem undirstrikar hve langt steinsteypa er frá því
að vera einsleitt efni, þrátt fyrir að vera búin til af mikilli vandvirkni. Reyndar verður að telja
sennilegt að talsvert villandi geti verið að reikna viðnám húðar einfaldlega sem mismun á
Tafla 3 Niðurstöður mœlinga á viðnámi gegn streymi vatnsgufu.
Yfirborðs- efni Þykkt húðar (mm) Fjöldi sýna (n) Viðnám (GPa-; k s-m2/kg) 7«Vl - meðaltalsgildi ÚY
00 - 5 16 2 0
LM - 6 15 2,5 -1
VT 60-80 6 15 2,5 -1
LP 100-170 12 16 3,5 0
VP 90-130 II 26 2 10
LA 350-450 2 34 0 18