Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Page 362
Ragnar Ragnarsson byggingarverkfræðingur
Snjóbræðsla
Inngangur
Undanfarna áratugi liefur færst í vöxt á
Islandi að bræða snjó á gangstéttum,
bílastæðum og götum með varmagjöf frá
snjóbræðslukerfum. Með snjóbræðslu verður
snjómokstur óþarfur og öryggi vegfarenda
eykst. Það sem gerir snjóbræðslu fysilega á
Islandi er ódýr orka sem fæst úr því jarðhita-
vatni, sem víða er að finna í landinu. Er svo
komið að sjáifsagt þykir að gera ráð íyrir
snjóbræðslu við skipulagningu og endur-
nýjun miðbæja.
Við ákvörðun afls og orkunotkunar íyrir snjóbræðslur á sérhverjum stað skiptir veðurfar
sköpum. Til dæmis er mikill munur á tíðni og magni snjókomu í Reykjavík og á Akureyri.
Til að geta ákveðið varmaþörf þarf að greina tíðni snjókomu ásamt öðrum verðurfarsþáttum
samtímis henni. I þeirri rannsókn seni hér verður greint frá er gerð ítarleg könnun á veður-
farsþáttum sem hafa áhrif á snjóbræðslu í Reykjavík.
Fyrst verða gerð skil helstu hugtökum sem varða snjóbræðslu, svo sem varmaþörf,
varmagjöf, aflþörf og afköstum. Einnig er lítillega íjallað um rekstur snjóbræðslukerfa og
kröfur sem gerðar eru til snjóbræðslu.
Við útreikninga á varmaþörf eru teknir fyrir þeir fjórir veðurfarsþættir, snjókoma,
lofthiti, loftraki og vindhraði, sem hafa áhrif á varmaþörf. Skoðaðar eru jöfnur fyrir varma-
þörfina og gerð er grein fyrir áhrifúm snjóhulu á yfirborði snjóbræðsluflatar á hana.
Varmaþörfin ræðst af varma sem fer í að hita snjó upp í bræðslumark, bræða snjóinn,
uppgufun, varmastreymi og geislun. Nauðsyn tíðnigreiningar á veðurfari til að ákvarða
varmaþörf er tekin fyrir. Lögð er áhersla á mikilvægi varmageymis í jörðu, sagt frá
jaðartöpum og áhrifúm þeirra á varmagjöf og nauðsyn þess að reka snjóbræðslukerfíð í
hægagangi á frostdögum, jafnvel þótt ekki snjói.
Við rannsókn á veðurfari í Reykjavík eru notuð eru gögn sem fengust hjá Veðurstofu
íslands. Þau eru mánaðar- og sólarhringsmeðaltöl fyrir árin 1960-1990. ítarlegri gögn um
mælingar á miklum snjóadögum á þessu tímabili fengust einnig hjá Veðurstofúnni.
Lagt er mat á það hve marga klukkutíma snjóar samtals að jafnaði á sólarhring á
snjóadögum. Þetta er nauðsynlegt að gera til að geta notast við sólarhringsmeðaltöl við mat
á varmaþörf. Tíðnigreining er gerð á snjókomu innan sólarhrings miðað við að sólarhrings-
Ragnar Ragnarsson laukfyrrihlutaprófi í
byggingarverkfrœði frá Háskóla lslands 1967
og M.Sc. prófi frá Poly-
teknisk Lœreanstalt,
Danmarks Tekniske
Hajskole, 1970. Ragnar
hefur starfað hjá Fjar-
hitun hf. frá því að
hann lauk verkfrœði-
námi og er meðeigandi
í fyrirtœkinu.