Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2000, Side 369
Tækni og vísindagreinar 367
einnig sýndar nálgunarlínur fyrir heildarvarmaþörfína, annars vegar línuleg nálgunarlína og
hins vegar margliða.
Upphitun snævar, qupp),ítun, er hverfandi lítill þáttur af varmaþörfínni. Meðalhitastig í
snjókomu er -2.78°C svo að öllu jöfnu þarf ekki að hita snjóinn nema um örfáar gráður.
Bræðsla snævar, qbræðsla, er afgerandi þáttur í varmaþörfinni, sem vex línulega með
aukinni snjókomu.
Uppgufun bráðins snævar, quppgufun, og varmastreymi og geislun, qstreymi/geislun, eru óháð
snjókomu að öðru leyti en því að livað miklu leyti yfirborð snjóbræðsluflatar er hulið snjó.
Vindhraði og rakaþrýstingur í loftinu hafa áhrif á uppgufun. Vindurinn hefur að öllu
jöfnu meiri áhrif en rakaþrýstingurinn á uppgufun. Meðalvindhraði á sólarhring á snjókomu-
dögum er 6,45 m/s. Vindurinn hefur að jafnaði fímmfalt meiri áhrif á uppgufun miðað við
að enginn vindur væri.
Rakaþiýstingur er liáður hita og hlutfallslegum raka í loftinu. Hlutfallslegur raki í loft-
inu þegar snjóar er eitthvað hærri en meðalrakaþrýstingur og meðalútihiti sólarhrings segja
til um. Þannig er rakaþiýstingurinn, sem hér miðast við sólarhringsmeðaltöl, aðeins van-
reiknaður og uppgufun því aðeins ofreiknuð. Meðalrakaþrýstingur er 0,4 kPa og meðalúthiti
-2,68°C á snjóadögum. Hlutfallslegur raki er við þær aðstæður 80%.
Vindur hefur mikil áhrif á varmastreymi frá yfírborði. Varmastreymi og geislun er 1,4
sinnum meiri þegar meðalvindhraði er 6,45 m/s, sem er meðalvindhraði sólarhrings þegar
snjóar, heldur en þegar enginn vindur er. Eftir því sem kaldara er í veðri verður varmatapið
að sama skapi meira.
Varmaþörf sem fall af snjókomu er hægt að nálgast með línulegri bestun. Með því að
athuga hallatölur á ferli fýrir varmaþörf á bilum með mismunandi mikilli snjókomu og
snjóhulu er með nægilegri nákvæmni hægt að nálgast eftirfarandi línulega jöfnu fyrir varma-
þörf í snjókomu í Reykjavík:
1hannaþörf Asnjóauít Ujlutfall + ^4 S
(3)
Heildarva rm aþorf
Snjókoma sólarhrings fellur á 3 klst.
þar sem qvannaj,örf er varmaþörf í W/m2 og s er snjókoma í mm/klst.
Á línuriti 3 er sýnd
varmaþörf sem fall af
snjókomu með breytilegri
snjóhulu, með AwJóautl
hjiutfpii =1; 0,5; 0.
I tíðnigreiningu kom í
ljós að lítil snjókoma er
miklu algengari en mikil.
Sömuleiðis snjóar oftast
þegar frost er vægt.
Urkoma í vægu frosti er
oft slydda.
Það þarf 140 W/m2
meiri varma til að halda
Snjókoma (mm/klst.)
Linunt 3. Varmaþörf- AsnjóauU hlutfM breytilegt.