Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 11
annarra hugmynda liggja tækifæri. Tækifæri sem ástæða er til að kanna til hlítar og koma
í framleiðslu. Tæknifræðingar eru beinlínis þjálfaðir í að hugsa út fyrir rammann og
hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Hugsa og leita leiða til að finna lausnir á
margvíslegum viðfangsefnum og vandamálum. Greinar árbókarinnar gefa vísbendingu
um auðugt ímyndunarafl og frjóa hugsun.
Ahugi á námi í tæknifræði er að aukast ef marka má fjölgun á nýinnritaðra nemenda við
Háskólann í Reykjavík. Nýnemum fjölgaði umtalsvert í haust og hefur skólinn fundið
aukinn áhuga ungmenna á náminu. Einnig hefur háskólinn á suðurnesjum, Keilir, sýnt
því áhuga að bjóða upp á nám í tæknifræði í samstarfi við Háskóla íslands. Er þetta félag-
inu mikið fagnaðarefni og mun það greiða götu hins nýja skóla eftir því sem í þess valdi
stendur. Á sama tíma mun félagið standa vörð um hið lögverndaða starfsheiti
tæknifræðinga og tryggja að menntunin standist þær kröfur sem gerðar eru til náms í
tæknifræði.
Tæknifræðingar og verkfræðingar hafa ákveðið að snúa bökum saman og vinna að hags-
munamálum félaganna með samræmdum hætti. Starf félagsins fyrrihluta ársins var með
hefðbundnu sniði. Nú hefur allt breyst. Öll okkar athygli beinist að atvinnustöðu félag-
anna og þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá. Ég hvet alla tæknifræðinga til að fylgjast
með framvindu mála og taka virkan þátt í störfum félagsins á komandi mánuðum.
Nýtum kraft samstöðunnar.
INNGANGUR RITSTJÓRA
Þessi árbók er hin tuttugasta í röðinni, en sú fyrsta kom út árið 1988.
Allir félagsmenn í VFÍ og TFÍ fá bókina í hendur en hún er innifalin
í félagsgjöldum. Auk þess fá hana nokkrir tugir áskrifenda, henni er
dreift á bókasöfn og hún gefin við ýmis tækifæri. Heildarupplag
bókarinnar er 2400 eintök.
I fyrsta kafla bókarinnar er greint frá félagsstörfum innan VFI og TFI og nokkrum
félögum tengdum þeim. I öðrum kafla, tækniannálnum, er farið vítt og breitt yfir tækni-
sviðið og helstu framkvæmdir. I þriðja kafla er fyrirtækjum gefinn kostur á að kynna
starfsemi sína með því að segja frá því markverðasta eða birta tæknigreinar er varða
fyrirtækin. 1 fjórða kafla eru birtar ritrýndar vísindagreinar en þeim fimmta almennar
tækni- og vísindagreinar.
Að þessu sinni eru birtar 21 kynningar- og tæknigrein frá fyrirtækjum í þriðja kafla
bókarinnar. í fjórða kaflanum eru birtar fjórar ritrýndar vísindagreinar og í þeim fimmta
9 almennar tækni- og vísindagreinar.
Ritstjóri leggur áherslu á, eins og kostur er, að efni í árbókinni sé fjölbreytilegt og höfði til
félagsmanna VFÍ og TFÍ. Vegna takmarkaðs pláss eru höfundar beðnir um að koma efni
frá sér í sem stystu máli, en þó án þess að það komi að sök að því er varðar gæði þess.
Jóhönnu Hörpu Árnadóttur, formanni VFI, og Bergþóri Þormóðssyni, formanni TFÍ,
ásamt öðrum félagsmönnum sem lögðu hönd á plóginn, er hér þakkað fyrir gott samstarf
við gerð árbókarinnar. Árni Björnsson framkvæmdastjóri, Logi Kristjánsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri og allt starfsfólk á skrifstofu félaganna fá þakkir fyrir ánægjulegt sam-
starf á árinu, svo og Pétur Ástvaldsson sem annaðist allan prófarkalestur bókarinnar.
Höfundum vísinda- og tæknigreina er þakkað fyrir vandaðar greinar og enn fremur rit-
rýnendum vísindagreina. Loks eru fyrirtækjum og stofnunum færðar þakkir fyrir fróð-
legar kynningar- og tæknigreinar og fjárframlög til gerðar bókarinnar.
Það er von mín að félagsm enn hafi ánægju og fróðleik af lestri árbókarinnar og óska ég
þeim öllum velfarnaðar á nýju ári.
Félagsmál Vfl/TFl
9