Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 130
Snjóflóð hafa stundum valdið miklu tjóni á
dreifilínum. Hér er verið grafa upp Ólafs-
fjarðarlínu eftir snjóflóð.
í janúar 1991 gekk ofsaveður með mikilli ísingu yfir
landið, með þeim afleiðingum að á sjötta hundruð
rafmagnsstaura brotnuðu á norðanverðu landinu,
með tilheyrandi truflunum. í framhaldi af þessu
tjóni hófst markviss jarðstrengvæðing á þeim
svæðum sem verst urðu úti í þessu veðri. Annað
óveður gekk síðan yfir norðanvert landið í október
1995 sem olli umtalsverðu tjóni á línum, en ljóst var
að nýlegar strenglagnir skiptu sköpum í það skiptið.
I fyrstu var áhersla jarðstrengvæðingar aðallega á
veðurfarslega erfiðum svæðum, svo sem þekktum
ísingarsvæðum og þar sem vindsveipir myndast af
landfræðilegum ástæðum. Þetta leiddi af sér að lítið
var um heildstæð strengkerfi að ræða, teknir voru
fyrir bútar hér og þar um landið. Hin síðari ár er
farið að líta meira til heildstæðrar endurnýjunar á
dreifikerfinu út frá aldri og styrkingu vegna álags-
aukningar.
Það sem einkum hafði áhrif á að strengútfærslan varð fyrir valinu var að í kringum 1990
var kostnaður við strenglagnir að verða sambærilegur við línubyggingar á 11/19 kV
spennu. Þessi verðþróun kom til vegna þess að framleiðslukostnaður á strengjum fór
stöðugt lækkandi, sem ásamt lækkun á tollum og vörugjaldi 1988 og breytingu söluskatts
í virðisaukaskatt ári síðar, hafði umtalsverð áhrif á strengverð. Einnig hafði það veruleg
áhrif á lækkun vinnuliðs að farið var að plægja niður strengi í dreifbýlinu í stað þess að
grafa þá niður. Þetta var mun ódýrari aðferð, auk þess að valda minni röskun á
umhverfinu, þar sem plógfarið hverfur á stuttum tíma.
Iðnaðarráðuneytið lét vinna skýrslu árið 2001 sem byggir á svörum sveitarstjórna um
hvar brýn þörf sé á 3ja fasa rafmagni. Þó að þrífösun, vegna þarfa einstakra notenda fyrir
3ja fasa rafmagn, hafi ekki verið í forgangi við ákvörðun um verkefni hvers árs, er hún
vissulega höfð í huga við verkefnaröðun og þá stuðst við skýrslu ráðuneytisins. Á liðnu
ári ákvað iðnaðarráðuneytið að endurskoða skýrsluna og sendi fyrirspurnir til
sveitarstjórna um málið. Ljóst er að margar brýnar þarfir frá árinu 2001 hafa þegar verið
leystar, en þessi endurskoðun sem nú fer fram mun væntanlega skýra málið frekar.
f \
Dreifikerfi RARIK
Loftlinur ocj strenglagnir 1947-2007
■ MnlilMlira > >ninl«.)»hwy
Eins og sjá má af þessari mynd hefur orðið mikil breyting í uppbyggingu dreifikerfisins á siðustu árum með tilkomu jarðstrengja.
Notendur geta haft áhrif á forgangsröðun
endurnýjunar með því að taka þátt í svokölluðum
flýtikostnaði og greiða þá 625 kr. á hvern metra í
strenglögninni, samkvæmt núgildandi tengigjald-
skrá. Fram til þessa hafa öll slík verkefni verið
unnin á því ári sem óskir um þau berast. Annar
kostur fyrir þá sem erfitt eiga með að bíða eftir að
kerfið verði endurnýjað er að notast við svokallaða
rafhrúta, en það eru tæki sem breyta einfasa raf-
magni í þrjá fasa og hægt er að taka á leigu hjá
RARIK. Rafhrútar eru engin varanleg lausn en geta
hentað sem skammtímalausn. Fyrir minni notkun
er hægt að nota tíðnibreyta til að breyta einfasa raf-
magni fyrir þriggja fasa rafmótora.
Frá 1991 hefur strengvæðingin stöðugt aukist í
dreifbýli og nú er svo komið að af um 8000 km
dreifikerfi RARIK, eru um 3.000 km jarðstrengs-
kerfi. Hið hefðbundna línukerfi er á undanhaldi og
nánast öll endumýjun og aukning, frá 1991, hefur
128i Arbók VFl/TFl 2008