Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 306
Pabbi var drykkjumaður og illa treystandi á hann. Mamma framfleytti okkur á lágum
launum en hún vann í efnalaug og fékk um 60 dollara á viku. Þetta varð til þess að ég og
bróðir minn fórum að selja dagblöð, beittum verksviti okkar og skipulögðum okkur.
Hann gekk í hús en ég stóð á götuhornum. Á laugardagskvöldum seldi ég sunnudags-
blaðið fyrir utan kvikmyndahús og á sunnudagsmorgnum seldi ég blaðið fyrir utan
kaþólskar kirkjur. Ég skildi blaðabunkann eftir fyrir utan kirkjuna og lítinn kassa við hlið
hans og tapaði aldrei senti! Allt gekk því vel eða allt þar til þegar ég varð fyrir bíl 12 ára
gamall og varð að vera í gifsi frá höku niður fyrir tær í rúmt ár. Þetta varð bernska mín
eins og ég minnist hennar helst. Kennarar komu heim og kenndu mér og ég gat því lokið
grunnskólaprófi. Við kærðum manninn sem ók á mig, sem gerði mér kleift að kaupa
heimili fyrir foreldra mína og komast í háskóla. Ég átti tvo frændur sem ég virti mikils og
þeir lögðu báðir hart að mér að læra verkfræði. Eg var sleipur í stærðfræði og eðlisfræði
og einn kennari minn kenndi mér og nokkrum öðrum stærðfræði endurgjaldslaust.
Menntun
Ég sótti um í Carnegie Institute of Technology í Pittsburgh og fékk inngöngu. Þetta var
erfiður skóli, ég vann með náminu með því að þurrka borð og þvo diska og barðist fyrir
afkomu minni. I frítímum fann ég skjól í æskulýðsstarfi meþódistakirkjunnar og þar hitti
ég unga konu, Betsy, sem ég átti eftir að giftast. Við fórum á saman á eitt „deit" en misst-
um síðan hvert af öðru. Ég var ekki „beittasti hnífurinn" í skólanum, langaði í lögfræði
og tók ýmis námskeið í húmanískum fræðum. En ég hafði ekki efni á þessu og varð því
að þiggja starf í Chicago í stáliðnaði og halda áfram verkfræðináminu í Pittsburgh. Þar
sem ég var einhleypur þótti þetta ekkert tiltökumál. En einn daginn, þegar ég var einn í
Pittsburgh, fór ég að spá í hvaða konur ég þekkti þar. Þá mundi ég eftir Betsy og hringdi
í hana, bauð henni út og stuttu síðar trúlofuðumst við. Ég fluttist aftur til Pittsburgh og
við tókum áfram þátt í kirkjustarfi. Ég hafði verið skáti og varð nú skátaforingi í kirkjunni
og fór með strákahópa í útilegur um hverja helgi. Þarna voru strákar úr ólíkum trúar-
hefðum og ég reyndi stöðugt að mæta andlegum þörfum þeirra. Þetta var fjölbreyttur
hópur og ég lærði mikið og fannst þetta gaman. Þessi reynsla tók hug minn allan og
kveikti áhuga minn á guðfræði.
Starf
Á þessum tíma hafði félagi minn samband og bauð mér að koma til Vestur-Virginíu til að
verða aðstoðarmaður hans í rannsóknum við University of West Virginia. Ég var til í það
ef hann samþykkti að útvega mér styrki til meistaranáms. Við Betsy seldum húsið okkar
og fórum af stað. Á þessum tíma áttum við fjögurra mánaða gamlan son. Ég lauk meist-
araprófi, fannst gaman að kenna, sótti kirkju, sinnti skátastarfi og vann að kola- og orku-
rannsóknum. Rannsóknir mínar fólust í nýtingu, borun eftir náttúrugasi, kola- og
málmvinnslu o.fl. Við þurftum menn með færni í kostnaðarverkfræði og kostnaðar-
greiningu svo ég fór að kenna námskeið í verkefnastjórnun og kostnaðarverkfræði og
þessi námskeið fóru ört vaxandi. Ég hafði verið að gera þetta allt sem rannsóknarverkefni
en fór nú að kenna það; varð lektor, dósent, prófessor og síðan aðstoðarrektor. Það síðast-
nefnda var versta ákvörðun lífs míns. Þarna fór ég að fá innsýn inn í opinber útgjöld og
ég skráði mig í Félag bandarískra kostnaðarverkfræðinga (American Association of Cost
Engineers). Við vorum mjög uppteknir af verkefnastjórnun og þá ekki aðeins kostnaði við
verkefni heldur öllu því öðru sem verkefnastjórnun krefst. Ég tók sæti í stjórn og komst
til metorða. Ég fann að ég vildi vinna á þessum vettvangi. Ég fór að átta mig á því að mér
er í blóð borið að vera öðrum til þjónustu. Ég hef köllun og það hefur verið ástríða mín
að þjóna öðrum. Ég lærði kostnaðarverkfræði og það var gott og blessað, en að vera
öðrum til þjónustu er raunveruleg ástríða mín. Ég hef alltaf kennt mikið, vil leiðbeina og
miðla þekkingu og hvetja til siðrænnar breytni. Markmið verkefnastjóra ætti að vera að
nota þekkingu sína, verksvit og greiningarhæfni til að leysa vandamál þannig að það
stuðli í öllu tilliti að auknu öryggi, heilbrigði, og almennri velsæld - það er lögmálið!
304i Arbók VFl/TFl 2008