Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 227
„Hugtakið áhætta hefur í þessum staðli sömu merkingu og óvissa, þ.e. það býr hvort-
tveggja yfir jákvæðri og neikvæðri hlið." Þegar lengra er lesið sést þó að hugsun þessari
er ekki fylgt frekar eftir. Staðallinn er í raun um flest hefðbundinn hvað varðar áhættu-
stjórnun eins og kemur í ljós þar sem fjallað er um meðferð áhættuþátta. Aðgerðirnar sem
settar eru þar fram til að bregðast við áhættu eru að útiloka áhættuþáttinn, draga úr
áhættunni, flytja hana til, miðla henni á fleiri aðila eða að fallast á hana. Ljóst er að slíkar
aðgerðir eiga einvörðungu við um neikvæða þætti.
Hugtakalykill verkefnastjórnunar
Hugtakalykill Verkefnastjómunarfélags Islands [8] er byggður á hugtakagrunni IPMA,
Alþjóðasambands verkefnastjórnunarfélaga. Hugtakalykillinn skoðar áhættustjórnun
með sama hætti og ISO staðallinn. Kaflaheiti áhættustjórnunar er „Ahætta og tækifæri"
og sagt í upphafi hans: „Stjómun áhættu og tækifæra er viðvarandi ferli í öllum áföngum
á líftíma verkefnis, frá frumhugmynd til verkloka." Það sem eftir lifir kaflans er þó
eingöngu vikið að þáttum sem kunna að valda því að verkefnið nái ekki settum mark-
miðum. Aðgerðir, sem Hugtakalykillinn nefnir, miðast alfarið við neikvæða áhættuþætti.
PMBOK
Höfundar hugtakagrunns bandaríska verkefnastjórnunarfélagsins, PMBOK [4], horfa
með öðrum hætti á áhættustjórnun. í upphafi áhættustjórnunarkaflans segir að markmið
áhættustjórnunar í verkefnum sé að auka líkur á jákvæðum viðburðum og auka áhrif
þeirra. Einnig að draga úr líkum á neikvæðum viðburðum og draga úr áhrifum þeirra.
PMBOK gerir þannig strax í upphafi ráð fyrir að gripið sé til aðgerða til að styrkja hina
jákvæðu þætti. Við lestur PMBOK má finna dæmi um að þessari hugmyndafræði er fylgt
eftir með ýmsum hætti en þótt PMBOK endurspegli þannig nýja hugsun í áhættu-
stjórnun, er hin hefðbundna nálgun enn áberandi. Það sést til dæmis í leiðbeiningum um
hvernig bera megi kennsl á áhættuþætti, en dæmin sem tekin eru, eru öll af neikvæðum
óvissuþáttum. Það sem vekur þó sérstaka athygli er að í þessum leiðbeiningum er að
finna fylkjaframsetningu á líkum og áhrifum óvissuþátta þar sem bæði eru sett fram
tækifæri og ógnanir. Er það veruleg breyting frá framsetningu Kerzners í Mynd 1.
BS 6079
I breska verkefnastjórnunarstaðlinum BS 6079 er mikil áhersla er á áhættustjórnun.
Staðallinn skiptist í þrjá kafla, almennan kafla [9], orðskýringar og svo sérstakan kafla um
áhættustjórnun [7]. BS 6079 leggur töluverða áherslu á að innleiða tækifærahugsun. Auk
almennra markmiða áhættumats hvað varðar áætlunargerð segir í BS 6079 að ábati kerfis-
bundinnar áhættugreiningar og áhættustjórnunar sé að öll hagstæð tækifæri séu metin að
verðleikum og þau gripin. í staðlinum er að finna einskonar speglun á hinum hefð-
bundnu stjórnunaraðgerðum gagnvart greindum óvissuþáttum því þar er tekið bæði á
neikvæðri og jákvæðri óvissu.
r Tafla 2 \ Tafla úr BS 6079 [7]yfir aðgerðir til styrkingar jákvæðum óvissuþáttum.
Aðgerð Auðvelda Þátttaka hvatamanna Auka líkurnar Auka áhrifin V Skýring Val á nálgun við verkefnið;auka möguleika á hagstæðri útkomu fyrir aðra hagsmunaaðila. Knýja fram þátttöku þeirra hagsmunaaðila sem auka líkur á að tækifæri raungerist. Breyta nálgun við verkefnið; rannsaka orsakasamhengi tækifæra og verkefnisins. Þróa áætlun til að nýta tækifæri geri það vart við sig. J
Það er þó ekki svo að óvissunálgunin sé með öllu gegnumgangandi í BS 6079. Þannig er
framsetning áhættustjórnunar í hinum almenna hluta staðalsins [9] sú að áhættukennsl,
-greiningar og -mat skuli fela í sér svör við þessum þremur spurningum:
Ritrýndar vísindagreinar i 2 2 5