Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 323
Staðlaumhverfi og byggingarreglugerð
Á íslandi eru aðallega tvennir staðlar sem fjalla um steinsteypu og steypuframkvæmdir,
annars vegar steypustaðallinn IST EN 206-1 um tæknilýsingu, framleiðslu og samræmi
og hins vegar framkvæmdastaðlar (ÍST 10, FS ENV13670-1) um steypuvinnuna, m.a.
flutning steinsteypu innan vinnustaðar, niðurlögn og aðhlynningu á hörðnunartímanum.
Evrópustaðallinn um steinsteypu, ÍST EN 206-1:2000 Concrete - Pnrt 1: Specificntion, per-
formance nnd conformity, tók gildi hér á landi á miðju ári 2001 og kom í stað evrópska
forstaðalsins ENV 206 Performance, placing and compliance criteria, sem hafði verið í gildi
síðan 1990 samhliða ÍST 10. Staðlaráð íslands gaf IST EN 206-1 út í íslenskri þýðingu í
desember 2005 með áorðnum leiðréttingum og breytingum.
Staðallinn, sem ber íslenska titilinn ÍST EN 206-1:2000 + Al:2004 + A2:2005 Steinsteypn -
1. hluti: Tæknilýsing, framleiðsln og samræmi er, eins og nafnið bendir til, m.a. um
tæknilýsingu steinsteypu, framleiðslu hennar, samræmisstýringu og prófanir. Aðrir
Evrópustaðlar fást við efni til steypugerðar, t.d ÍST EN 197 um sement, IST EN 12620 um
fylliefni, ÍST EN 934 um íblendi o.s.frv. Enn aðrir staðlar eru um prófanir á eiginleikum
steinsteypu og efna til steypugerðar.
Tveir framkvæmdastaðlar eru í gildi á fslandi í dag; ÍST 10:1971 eða öllu heldur þær
greinar hans sem fjalla um flutning, niðurlögn og aðhlynningu steinsteypu á hörðn-
unartímanum og evrópski forstaðallinn FS ENV 13670-1:2000 Execution of concrete struc-
tures - Part 1: Common. Nú liggur fyrir uppkast að staðlinum (Draft prEN 13670:2007) til
umsagnar og er áætlað að hann verði gefin út sem staðall fyrir árslok 2008 skv.
upplýsingum frá CEN-staðlasamtökunum.
í steypustaðlinum ÍST EN 206-1 eru skilgreindir svokallaðir áreitisflokkar, sem taka mið
af tæringar- og eyðingaröflum í umhverfinu. í staðlinum segir að hönnuður skuli
tilgreina það áreiti (áreitisflokka) sem steypumannvirki og/eða hlutar þess verði fyrir frá
umhverfinu. Til þess að steinsteypan þoli áreitið skuli hönnuður tilgreina kröfur til steyp-
unnar, annaðhvort sem markagildi fyrir samsetningu steypu og staðfesta steypu-
eiginleika, eða kröfur sem eru leiddar af eiginleikatengdum hönnunaraðferðum.
Kröfurnar skuli taka mið af fyrirhuguðum nýtingartíma mannvirkisins. í staðlinum segir
ennfremur að kröfurnar skuli vera í samræmi við ákvæði sem gilda á notkunarstað steyp-
unnar, þ.e.a.s. í landsákvæðum, jafnframt að slík ákvæði ættu að fela í sér kröfur þar sem
gengið er út frá áætluðum nýtingartíma sem nemur minnst 50 árum.
í einum viðauka ÍST EN 206-1 eru gefin upp leiðbeinandi gildi fyrir steypueiginleika og
markagildi fyrir samsetningu steinsteypu sem tengjast áreitisflokkum. Þau gildi byggjast
á forsendum um 50 ára nýtingartíma, ákveðna sementstegund o.fl. Meðal hönnuða hér á
landi eru nefnd gildi almennt talin ófullnægjandi fyrir okkar aðstæður. í öðrum viðauka
staðalsins er í stuttu máli fjallað um aðferðir og grundvallaratriði endingarhönnunar.
Framkvæmdastaðlarnir hafa ýmis ákvæði um atriði sem eiga að tryggja að steinsteypa í
mannvirki fái þá eiginleika sem hönnuður hefur sagt fyrir um. Má þar nefna pökkun
steinsteypu í mótin og aðhlynningu á hörðnunartímanum, m.a. til að steypan fái nægan
raka og að hitastig sé viðeigandi.
Hjá okkur hafa ekki verið sett nein landsákvæði eða þjóðarskjöl í tengslum við steypu-
staðalinn ÍST EN 206-1, hvorki varðandi atriði er lúta að endingu steyptra mannvirkja né
að öðrum atriðum þar sem gert er ráð fyrir staðbundnum reglum, s.s. vegna veðurfars-
legra, land- eða jarðfræðilegra aðstæðna. Engin áform eru um undirbúning að slíku, að
því er best er vitað. Nágrannalönd okkar tóku þetta hins vegar föstum tökum strax við
gildistöku Evrópustaðalsins og settu sínar sérreglur.
Við erum þó ekki alveg án nokkurra sérreglna varðandi atriði sem lúta að endingu stein-
steypu því í byggingarreglugerðinni eru ákvæði varðandi alkalívirkni og saltinnihald í
Tækni- og vísindagreinar
3 2 1