Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 182
F.v.: Dr. Richie Gill, dr. Benedikt Helgason, dr. Ebba Þóra
Hvannberg og dr. Keita Ito.
Andmælendur voru Keita Ito, frá Tækni-
háskólanum í Eindhoven, og Richie Gill, frá
Oxford háskóla. í doktorsnámsnefnd voru
dr. Sigurður Brynjólfsson, prófessor við
véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ, dr. Marco
Viceconti, Istituti Ortopedici Rizzoli
Bologna á Ítalíu, og dr. Hilmar Janusson,
þróunarstjóri Össurar hf.
Benedikt Helgason er fæddur árið 1969.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1989. Árið 1993 úskrifaðist
hann með lokapróf í byggingarverkfræði frá
Háskóla íslands og með Civil Ingenior
gráðu frá Danmarks Tekniske Universitet
árið 1996. Á árunum 1996-2001 starfaði
Benedikt sem ráðgjafi, lengstum hjá
Ramboll í Virum í Danmörku. Frá árinu 2001
stundaði Benedikt rannsóknir og kennslu
við véla- og iðnaðarverkfræðiskor HI.
Benedikt hefur nú hafið störf við HR.
Georges Guigay verkfræðingur varði doktorsverkefni sitt í verkfræði þann 5. september.
Doktorsritgerð hans ber heitið „A CFD and Experimental Investigation of Under-
Ventilated Fires" eða „Tölvuhermun og tilraunir með súrefnislítinn eld".
Rannsóknarefnið er eldsvoði í súrefnislitlu rými með sérstakri áherslu á hættuna af fyrir-
brigðinu reyksprengingu (backdraft). Til fræðilegrar meðhöndlunar á þessu fyrirbrigði er
notuð straumfræði og rannsakað hvernig meta skuli og vinna gegn hættunni af
sprengingum sem geta orðið þegar kviknar í eldfimu reykgasi. Sýnt er fram á að tölvu-
vædd straumfræðilíkön eru mjög hentug í brunavarnarverkfræði, einkum til að tryggja
öryggi í nýjum byggingum á hönnunarstigi. í verkefninu er tölvuvæddum straum-
fræðilíkönum beitt til að meta varnarmátt eldvarnaraðferða sem notaðar eru til að vinna
gegn reyksprengingum. Hluti af rannsókninni voru tilraunir er gerðar voru í rann-
sóknastöð Verkfræðiháskólans í Poitiers í Frakklandi. Loftræstistraumar og annað
loftrennsli tengt súrefnislitlum eldi var hermt með tölvuvæddum straumfræðilíkönum,
en líkön af ófullkomnum bruna og eldvarnir þar sem eldsvoðar í lokuðum rýmum og
súrefnisskorti eiga í hlut eru enn mikið vandamál innan brunavarnaverkfræði.
Andmælendur voru dr. Patrick van Hees,
prófessor við Háskólann í Lundi í Svíþjóð,
og dr. Halldór Pálsson, dósent við verk-
fræðideild HÍ. Umsjón með rannsóknunum
höfðu Jónas Elíasson, prófessor við um-
hverfis- og byggingarverkfræðiskor, og
Björn Karlsson, brunamálastjóri og dósent
við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor.
Auk þeirra sátu í námsnefndinni þau
Jennifer Wen, prófessor við Kingston
University í London og Jean-Michel Most,
prófessor við Háskólann í Poitiers í
Frakklandi.
Georges Guigay fæddist 1972 í Frakklandi.
Hann nam verkfræði við Joseph Fourier
háskólann í Grenoble og lauk BS prófi þaðan
F.v.: Dr. Halldór Pálsson, dr. George Guigay, dr. Patrick
van Hees og dr. Ebba Þóra Hvannberg.
1 8 0
Arbók VFÍ/TFÍ 2008