Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 26
Rýni2007
TFÍ hefur undanfarin tíu ár skipulagt námsferðir erlendis fyrir tæknifræðinga og verk-
fræðinga undir nafninu Rýnisferðir. Tilgangur ferðanna er að gefa þátttakendum kost á
að kynnast fyrirtækjum, framkvæmdum og stofnunum í fremstu röð.
Rýnisferðin 2007 var til Barcelona dagana 28. október til 1. nóvember. Þátttakendur voru
67 talsins. Skipulögð dagskrá var fyrir hópinn alla ferðina.
Fyrst var farið í heimsókn í Tækniháskólann í Barcelona þar sem rektor skólans, Antonio
Battle, gerði grein fyrir hlutverki skólans og starfsréttindum sem hann veitir. Þá flutti
Kim Verandes, framkvæmdastjóri skólans, erindi um uppbyggingu lestarsamgangna á
Spáni. Því næst fór hópurinn í Forum tónlistar- og sýningahöllina sem var byggð árið
2004. Ólympíusvæðið var skoðað undir góðri leiðsögn Javiers Lacunsion frá skipu-
lagssviði Barcelonaborgar ásamt aðstoðarmanni og sögðu þeir frá uppbyggingu
svæðisins.
Flísabúðin á íslandi hafði skipulagt góða heimsókn í fyrirækið ROCA sem er stærsti
framleiðandi hreinlætis- og blöndunartækja í heiminum, næst á undan Ideal Standard.
Auk þess er fyrirtækið afar stórt á sviði flísa og utanhússklæðninga, með verksmiðjur á
Spáni, Brasilíu og Bandaríkjunum. Verksmiðjan sem skoðuð var framleiðir níu milljónir
fermetra af flísum á ári.
Astrid Helgadóttir, starfsmaður á ræðismannskrifstofu íslands í Barcelona, leiddi hópinn
einn daginn gegnum sögu og helstu byggingar borgarinnar þar sem meðal annars var
gengið um Park Guell-garðinn sem Gaudi hannaði.
Hópurinn heimsótti einnig heimili Salvadors Dali sem nú er safn þar sem hundruð lista-
verka eftir þennan fræga listamann eru varðveitt.
Fararstjórar voru Jóhannes Benediktsson og Hreinn Ólafsson.
Tæknidagur TFÍ og HR
Tæknidagurinn 2008 var haldinn laugardaginn 1. mars en að honum stóðu
Tæknifræðingafélag íslands, Háskólinn í Reykjavík og Technis, félag tæknifræðinema við
HR. Tæknidagurinn þótti takast vel og er stefnt að því að hann verði árlegur viðburður.
Dagskráin hófst kl 13.00 og lauk kl 16.00. Fulltrúar fyrirtækjanna Vista, ístaks, VGK-
Hönnunar og Orkuveitunnar sóttu skólann heim og fluttu fyrirlestra.
Nemendur í byggingar-, rafmagns- og vél- og orkutæknifræði við HR sýndu gestum
verkefni sín. Markmiðið með þessum degi var að efla vitund og áhuga almennings,
fyrirtækja og þeirra sem stefna á háskólanám á tæknifræði við HR.
Tæknifræðingafélag íslands veitti viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni nemenda sem
luku námi í tæknifræði frá HR í júní 2007 og í janúar 2008.
Eftirfarandi verkefni hlutu viðurkenningu frá TFÍ:
Skíðahús í Úlfarsfelli: Höfundar eru Andri Viðar Sveinsson, Haukur Örn Steinarsson,
Sindri Rúnar Úlfarsson og Stefán Freyr Björnsson.
Loftun þaka og rakaálag: Höfundur er Andri Páll Hilmarsson.
Áhrif tengjanlegra tvinnbíla á spennufall og afgangsstraumgetu rafdreifikerfis Orkuveitu
Reykjavíkur: Höfundur er Elísabet Björney Lárusdóttir.
Varmaskiptir fyrir viðarbrennsluofn: Höfundur er Aðalsteinn Möller.
2 4 | Arbók VFl/TFl 2008