Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 226
s \
Tafla 7 Skilgreindirþættir áhættustjórnunar sam-
kvæmt tilgreindum lykilheimildum verkefnastjórnunar.
PMBOK [4]
Planning Skipulagning
Identification Kennsl
Analysis Greining
Responses Aðgerðir
Monitoring ondconfroA/öktun og stýring
Kerzner [5]
Planning Skipulagning
Assessment
(Identification and analysis) Mat
(Kennsl og greining)
Handling Aðgerðir
Monitoring Vöktun
ISO 10006 [6]
Identification Kennsl
Assessment Mat
Treatment Aðgerðir
Control Stýring
BST6079 [7]
Context Samhengi við rekstrarmarkmið
Identification Kennsl
Analysis Greining
Evaluation Mat
Treatment Aðgerðir
Hugtakalykill verkefnastjórnunar [81
Skilgreining
Flokkun
Mæling
Stjómun viðbragða
V /
Bakgrunnur
Orðið áhætta á sér sögu í íslenskri tungu og er nátengt
hættu eða vá. Islensk orðabók skýrir orðið „áhættu" svo:
„tvísýna, hættuspil" [1] og varðandi enska orðið risk er
hið sama uppi á teningnum: „possibilihj or chatice of meet-
ing danger, suffering loss, injury, etc." [2]. Ensk-íslensk
orðabók gerir orðin jafngild, þar sem risk er skýrt svo:
„áhætta, hætta á (e-u)" [3].
Skilgreiningar á áhættustjórnun og þáttum hennar eru
nokkrar, en þó keimlíkar. I töflu 1 er varpað upp fram-
setningu nokkurra heimilda á þáttum áhættustjórnunar.
Taflan er sett fram á frummáli heimildanna og á íslensku
í því skyni að varpa ljósi á notkun hugtaka síðar í
greininni.
Hér á eftir verður nálgun ofangreindra heimilda við
áhættustjórnun rakin nánar.
Kennslubókin
Harold Kerzner hefur skrifað bókina „Project Man-
agement" - sem kom út í 9. útgáfu 2006 og er mjög þekkt
fræði- og kennslubók á sínu sviði [5]. Skilgreining
Kerzners á áhættustjórnun er með nokkuð hefðbundnum
hætti þar sem hartn segir: „Áhættustjórnun felur í sér
nokkrar tengdar aðgerðir, þ.ám.; áætlanagerð, mat,
meðferð og vöktun." Höfundurinn nálgast hins vegar
áhættustjórnun einvörðungu út frá neikvæðum áhættu-
þáttum. „Áhætta er stærð reiknuð úr frá líkum og
afleiðingum m.t.t. þess að settu markmiði verkefnis
verði ekki náð," er skilgreining Kerzners á áhættu.
Þetta sést betur í myndrænni framsetningu hans á
skilgreiningunni.
Skilgreining Kerzners á ábata áhættustjórnunar
felst í að forðast tjón af völdum áhættuþátta.
Óvissuhugtakið, sem í auknum mæli er farið að
beita á áhættuþætti og tækifærisþætti verkefna, er
notað með öðrum hætti og tengt ákvarðanatöku um
viðunandi óvissu. í þessari útbreiddu kennslubók í
verkefnastjórnun er því litið á óvissuna frá fremur
einhliða sjónarhorni. Höfundurinn styðst víða í
bókinni við PMBOK, þekkingargrunn bandaríska
verkefnastjórnunarfélagsins, en sá grunnur hefur
raunar þróast í átt til víðara sjónarhorns í þessum
efnum.
ISO 10006
Þegar alþjóðlegur staðall um gæði í verkefnastjórnun, ISO 10006 [6], er lesinn virðist í
fyrstu sem um nýstárlega nálgun við áhættustjórnun sé í honum að finna. Sú yfirlýsing
er gefin að „áhætta" sé almennt álitin neikvæð. „Óvissa," sem sé nútímalegri hugmynd,
innihaldi bæði neikvæða og jákvæða þætti, sem kalla megi tækifæri. Þá segir í ISO 10006:
2 2 4
Arbók VFÍ/TFl 2008