Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 22
Orðanefndarmenn BVF[.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
ast efnafræði, eðlisfræði og náttúrufræði. Þar er
einnig að finna ýmis tæknihugtök og orð sem tengj-
ast umhverfinu, fráveitum, leiðslum, dælingu,
sjávarföllum og mengun, svo fátt eitt sé nefnt.
Vigdís Finnbogadóttir ritar formála þar sem bók-
inni er fylgt úr hlaði en Einar B. Pálsson var ritstjóri
bókarinnar allan tímann. Þann 18. apríl 2007 var
Iðorðabókin gefin út við hátíðlega athöfn þar sem
Einar B. Pálsson ritstjóri hennar afhenti Jónínu
Bjartmarz umhverfisráðherra fyrsta eintakið í hófi
sem haldið var í tilefni af 95 ára afmæli VFI. Stjóm
BVFI þakkar öllum þeim aðilum sem komu að gerð
bókarinnar fyrir þá ómældu vinnu sem lögð var í
gerð bókarinnar á undanförnum 20 árum og þá
sérstaklega Einari B. Pálssyni sem stýrði verkinu á
afar farsælan hátt.
Kristján V. Rúriksson, formaður BVFÍ
Vélaverkfræðingadeild
Starfsár VVFÍ árið 2007 var heldur umsvifaminna en árið á undan. Farið var í tvær heim-
sóknir, í Lýsi í febrúar og Hellisheiðarvirkjun var heimsótt í október. Auk þess var haldin
kynning á fallpípum Kárahnjúkavirkjunar í tengslum við aðalfund deildarinnar 8. mars
2007.
Fyrri heimsóknin var í Lýsi hf. Snorri Már Egilsson verksmiðjustjóri sýndi flókna lýsis-
og lyfjaverksmiðju, sem er í alþjóðlegri samkeppni með fyrsta flokks afurðir.
Aðalfundur VVFÍ var haldinn 8. mars. Aðalfundarstörf voru hefðbundin og stjórn öll
endurkjörin. Helsta lagabreytingin laut að því að hlífa aðalfundi Verkfræðingafélagsins
við að þurfa að samþykkja allar breytingar á lögum deildarinnar. Stjómin stóð sig vel að
öllu nema einu leyti, nefnilega að eyða aflafé ársins. Því miður var töluverður afgangur.
I tengslum við aðalfundinn var flutt erindi um fallpípur Kárahnjúkavirkjunar og flutti
það Sveinn I. Ólafsson af stakri prýði, enda stóráhugavert efni. Nokkur umræða varð um
af hverju fámennt var á þennan fund, sem þó bauð upp á áhugavert efni fyrir vélaverk-
fræðinga sem aðra, og varð ekki einhlít niðurstaða.
Um haustið, nánar tiltekið 12. október 2007, var fjölmenn heimsókn í Hellisheiðarvirkjun.
Að venju var öllum verkfræðingum og tæknifræðingum boðið að koma með og var þátt-
taka mjög góð. Búið er að opna nýja og vel búna móttöku Orkuveitunnar og þar var vel
tekið á móti okkur með erindi Ingólfs Hrólfssonar. Góð plakatasýning er á efri hæð mót-
tökunnar með áhugaverðum upplýsingum. Að lokum nutum við gestrisni Orku-
veitunnar.
Egill Þórðarson formaður, Eggert Aðalsteinsson gjaldkeri og Ólafur Pétur Pálsson ritari
Rafmagnsverkfræðingadeild
í stjórn RVFÍ starfsárið 2007-2008 sátu Kolbrún Reinholdsdóttir formaður, Leó Már
Jónsson stallari, Skarphéðinn Einar Rosenkjær ritari og Reynir Freyr Bragason gjaldkeri.
Starfsemi deildarinnar var að mestu með hefðbundnum hætti. Þema vetrarins 2006-2007
var fjarskipti en starfsárið 2007-2008 var áherslan á jarðvarma. Aðalfundur RVFÍ 2007 var
haldinn í Verkfræðingahúsi 29. maí þar sem ofangreind voru kosin í stjórn. Að loknum
hefðbundnum aðalfundarstörfum var opinn fundur fyrir alla félaga VFÍ og TFÍ þar sem
2 o
Arbók VFÍ/TFf 2008