Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 228
Hvað getur farið úrskeiðis? Hversu líklegt er að það hendi? Hverjar yrðu afleiðingarnar?
I orðaskýringum áhættustjórnunarkafla staðalsins er sömu sögu að segja. I honum er
hvergi minnst á tækifæri og bersýnilegt að hið neikvæða eðli orðsins „áhætta" verður
ekki flúið.
Málsvarar óvissustjórnunar
Því hefur verið haldið fram fullum fetum að notkun orðsins „áhætta" sé óþörf og til
vanþurftar í stjórnun óvissuþátta. Hið neikvæða giidismat, sem orðið feli í sér og staðfest
er í orðabókaskýringum, geri það að verkum. Hin margræða og óljósa notkun þess stefni
annars vegar í voða aðgreiningu kennsla og mats á gögnum, og hins vegar töku
ákvarðana sem byggja þarf á gildismati [10].
Aðrir ganga ekki svo langt, en benda á að orðanotkunin hvetji til takmarkaðs sjónarhorns
við áhættustjórnun. Ekki sé eingöngu um það að ræða að tækifæri kunni að fara for-
görðum þegar kennsl eru borin á óvissuþætti heldur leiði ógnin, sem í orðinu áhætta
felst, fremur hugann að einstökum viðburðum fremur en almennari óvissuþáttum, sem
skipt geta máli [11]. Þá hefur gagnrýni á hefðbundna áhættustjórnun einnig beinst að
vaxandi tilhneigingu til magnsetningar áhættuþátta. Það sjónarhorn sé engu síður tak-
markandi en neikvæði sjónarhóllinn, sérstaklega með tilliti til samspils hagsmunaaðila
[11]. I þessu sambandi má vísa í Töflu 2 úr BS 6079 [7], þar sem bent er á að þátttaka
hagsmunaaðila sé mikilvægur þáttur tækifærastjórnunar.
Þá gagnrýni sem hefðbundin áhættustjórnun hefur mátt sæta draga Ward og Chapman
[11] saman í eftirfarandi málsgrein:
„Óvissustjórnun snýst ekki eingöngu um stjórnun ógnana sem við upplifum, tæki-
færa og afleiðinga þessara þátta. Hún snýst um að bera kennsl á og stjórna öllum
þeim uppsprettum óvissu sem kveikja og skapa skynjun okkar á ógnunum og tæki-
færum. Það kallar á könnun og skilning á uppsprettu óvissu í verkefnum, án
hleypidóma um eftir hverju beri að sækjast og hvað að forðast, áður en leitast er við
að stjóma óvissunni. Höfuðatriði er að skilja hvar óvissan liggur og hvar ekki og
hvers vegna hún er mikilvæg í samhengi verkefnisins eða hvers vegna ekki."
Viðfang rannsóknar
Orðið áhætta er hvorki einkaeign áhættustjórnunar né verkefnastjórnunar. Það á sér sögu
í íslenskri tungu og er nátengt hættu eða vá. „Þú átt og mest í hættu," segir Ósvífur við
Þorvald son sinn í Njálu, þegar sá síðarnefndi hyggst biðja sér Hallgerðar langbrókar,
sem er „kona skapstór".
„Mun eigi tjóa að letja," svarar Þorvaldur föður sínum, sem fór í gegnum þetta áhættu-
mat bónorðsins á fyrstu áratugum íslandsbyggðar. Kom það fyrir ekki og varð hjúskap-
urinn Þorvaldi að aldurtila.
Orðið áhættumat er hinsvegar ungt í íslenskri tungu. Ef Morgunblaðinu síðustu áratugi
er flett sést orðið í fyrsta skipti í nóvember 1980. Það þarf ekki að koma á óvart að það er
undir stórri Ijósmynd af Kröflueldum og greinarhöfundur hvetur til gerðar áhættumats
fyrir slíkar hamfarir, hvorttveggja til langs og skamms tíma [12]. Önnur tilefni opinberrar
umræðu um áhættumat síðan eru m.a. efnaóhapp í Aburðarverksmiðjunni, flugslys við
Reykjavíkurflugvöll, útlánatöp lánastofnana, aflabrestur, umferð olíubíla í jarðgöngum,
náttúruhamfarir og nú á allra síðustu árum virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka og í
neðanverðri Þjórsá, sérstaklega m.t.t. hugsanlegs stíflurofs.
Einu sinni hafa verið sett lög um áhættumat, Lög um varnir gegn snjóflóðum og
skriðuföllum 49/1997 [13]. Þar var með lagasetningu brugðist við miklum áföllum
sökum snjóflóða á Vestfjörðum. I lögunum og reglugerð settri eftir þeim nr. 505/2000 [14]
2 2 6 | Arbók VFl/TFl 2008