Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 261
Þegar þróun hinna flóknu skipulagsforma borga og sjúkrahúsa er skoðuð eru margar
hliðstæður: I upphafi myndast kerfin vegna þarfa mannanna fyrir aukna þjónustu og
þróast með tækniframförum og aukinni menntun fólksins sem í þeim býr. A tímabili
mótaðist skipulag kerfanna af ofurtrú á tæknina, þannig að mennirnir áttu að aðlagast
tækninni og verða iiluti af henni. A síðari tímabilum er leitast við að setja manninn í for-
gang þannig að tæknin sé notuð í þágu mannsins og nýtist honum til að ráða sínum tíma
og háttum. Aukin menntun eykur kröfurnar sem samfélagið gerir til umhverfis síns og
skipulag mótast af þeim kröfum sem gerðar eru af þeim sem þar dvelja.
Kröfur til skipulags samtímans eru að umhverfi sé mannvænt, sem felst m.a. í því að
íbúarnir þurfa ekki að verja tíma sínum í langar ferðaleiðir. Það má því segja að þróun
skipulags leitist við að endurskapa þorpið í breyttri þjóðfélagsmynd. Það mætti líta svo
á að kaupstaðarferðimar, sem voru árviss viðþurður á öldum áður og hafa í nútíma-
borginni oft verið farnar daglega úr úthverfunum inn í þjónustukjarna, verði farnar
sjaldnar, með hinu endurskapaða þorpsskipulagi.
Þegar samtíminn er skoðaður má sjá að þeir þættir í skipulagi borga sem verið er að bæta
eru: Hinn mikli umferðarþungi, lítil þjónusta í íbúðarbyggð, of sérhæfð hverfi, sem og
ýmsir ókostir stórra verslunarkjarna. Þessa þróun má merkja á því að í stórborgum er
íbúðaverð í hverfum með lifandi byggð og góðum almenningssamgöngum (lest, neðan-
jarðarlest) almennt hærra en þeim sem eru án þeirra. Aukin ásókn í íbúðarhúsnæði fjær
stórborgum hefur aukist á sama tíma því fólk getur í auknum mæli sinnt vinnu sinni í
gegnum veraldarvefinn og er því ekki eins háð landfræðilegri staðsetningu sinni og verið
hefur. Verslun á vefnum eykst ár frá ári og fólk notar hann í auknum mæli til að afla sér
upplýsinga og sparar sér þannig ferðina að þjónustunni. Ef hliðstæð þróun ætti sér stað
í skipulagi sjúkrahúsa mætti sjá fyrir sér að veraldarvefurinn verði í auknum mæli
nýttur til bættra samskipta sjúklings við heilbrigðisstarfsmenn og til að afla upplýsinga
um sjúkdóma.
Þróunin í lækningatækjum er sú að þau verða sérhæfðari og samnýting tækja milli sér-
greina er því minni. Þannig gæti skapast grundvöllur fyrir litlar sérhæfðar einingar -
útibú til lækninga. Þessi þróun er að einliverju leyti hafin, en sjúkrahús í heimabyggð eru
almennt vel útbúin og þar er hægt að framkvæma áhættuminni aðgerðir. Þróun á tækja-
búnaði hefur orðið þannig að læknir með sérþekkingu getur leiðbeint og jafnvel stýrt
aðgerðum í gegnum tölvuna.
Þegar sjúkrahús eru skipulögð er reynt að spá fram í tímann. Þó er haft í huga að það er
aðeins hægt að taka mið af því sem var, og því sem er þegar spáin er gerð, og því er
sveigjanleiki skipulagssvæðisins mikilvægur. Það má líta svo á að þegar sjúkrahús er
skipulagt sé verið að framkvæma tilraun í raunstærð. Það mælitæki sem er notað til að
meta áhrif byggingar á starfsemina er gagnreynd hönnun. 1 læknavísindum koma bylt-
ingarkenndar breytingar á fárra ára fresti, sem geta haft það í för með sér að breyta þarf
húsnæði [7]. Þumalfingursreglan er sú að það er fimm ára líftími á innra skipulagi og
tækjakosti, en endurnýjun fer hinsvegar aðeins fram á 30 ára fresti [2]. Því þyrfti að huga
að skipulagi sjúkrahúsa þegar hömiunarferlið er í gangi, með því að skoða áherslur í
borgarskipulagi og rýna í skipulag byggingarinnar með tilliti til niðurstaðna á mælingum
með tólum gagnreyndrar hönnunar á sambærilegu skipulagi.
Þegar þróun þessara kerfa er skoðuð má sjá að um 10-20 ára hliðrun er í breytingunum,
á þann hátt að hugmyndafræði skipulags borga og afstaða mannfélagins til borgarinnar
knýr fram breytingar í skipulagi borgar áður en það kemur fram í skipulagi sjúkrahúsa.
Það má einnig sjá að breytingarnar eiga oft uppruna sinn í Bandaríkjunum og Japan en
koma fram seinna í Evrópu. I vissum tilfellum leiða Evrópumenn þó þróunina.
Skipuleggjendur sjúkrahúsa geta því haft gagn af því að kynna sér hvaða hug-
myndaþróun á sér stað í skipulagi borga og eins á hvaða sviðum tilteknar þjóðir leiða
þróunina.
Ritrýndar vísindagreinar i 259