Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 225
STJÓRNUN ÓVISSU í FRAM-
KVÆMDAVERKEFNUM Á ÍSLANDI
Eiríkur Hjálmarsson er upplýsingafulltrúi (yfirstjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Eirikur er BSJ í blaðamennsku frá Ohio
University 1989 og MPM frá verkfræðideild Háskóla (slands 2008.
Helgi Þór Ingason er PhD. í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi og MSc. f véla- og
iðnaðarverkfræði frá Háskóla (slands. Helgi Þór er dósent við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla (slands. Hann er
forstöðumaður MPM náms sem er fjögurra missera meistaranám I verkefnastjórnun. Einnig er hann í forsvari fyrir
námsbrautina Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntunarstofnun HÍ. Helgi Þór hefur alþjóðlega vottun
sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager).
Abstract
Risk management is an integrated part of project management.The term„risk" has a somewhat negative meaning and in
recent years it has been pointed out that risk assessment is too focused on negative factors while the positive factors, or
opportunities, are forgotten.
The paper discusses the findings of a survey on how risk management in construction projects is beeing executed in
lceland. Information was collected through a survey with leading lcelandic contractors and consultants and some of the
most active clients.The results indicate that positive uncertainty is often omitted in risk assessment. When, however, it is
included, the participants said that they experience better outcomes, in terms of cost and time.This indicates that there is
a potential for better results by adding an assessment of opportunities to the traditional risk assessment. A renewed ver-
sion of traditional risk assessment tools is introduced, to take this into account.
Otdráttur
Áhættustjórnun er óaðskiljanlegur hluti verkefnastjórnunar.Hugtakið„áhætta" ber hins vegar með sér neikvæða merkingu
I almennu talmáli, þ.e. háska eða vá, sem þó er undirorpin tiltekinni óvissu. Þetta neikvæða eðli orðsins hefur kallað fram
viðvörunarraddir um að I áhættumati sé einbllnt um of á neikvæða óvissuþætti á meðan hinir jákvæðu - tækifærin -
gleymast.
( greininni eru birtar niðurstöður könnunar á gerð áhættumats í framkvæmdaverkefnum hér á landi. ( úrtaki voru
framkvæmdaaðilar sliks mats hjá þrettán leiðandi fyrirtækjum i þeim efnum;verkkaupum,verktökum og ráðgjöfum/hönn-
uðum. Svör bárust frá tíu eða 77%. Niðurstöðurnar benda til að oft sé litið framhjá jákvæðum óvissuþáttum. Þegar það er
engu að slður gert segjast þátttakendur verða varir við betri árangur af óvissumatinu hvað varðar kostnað og tlmaþátt
verkefnanna, sem metin voru með þessu hætti. Því virðast sóknarfæri vera I því að opna áhættumatið frekar fyrir jákvæðum
óvissuþáttum.
(greininni er lögð til aðlögun hefðbundinna og algengra mats- og greiningartækja til að endurspegla þessa nálgun.
Lykilorð: Verkefnastjórnun, áhættumat, óvissumat, tækifæramat, áhættustjórnun, tækifæra-
stjórnun, óvissustjórnun.
Ritrýndar
vísindagreinar i223