Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 190
er að skapa kristallað form með fjölbreyttum litum sem sóttir eru í nærliggjandi náttúru
og gefur þeim er þess nýtur síbreytileg tilfinningaleg áhrif. Glerkápa hússins mun gegna
stóru hlutverki í ásýndinni og verður áberandi hvar sem á það er litið og er verk lista-
mannsins og hönnuðarins Ólafs Elíassonar í samvinnu við arkitekta hússins, HLA.
Bolungarvíkurgöng
Ósafl, dótturfyrirtæki íslenskra aðalverktaka og svissneska verktakafyrirtækisins Marti
Contractors, hóf í apríl 2008 gerð Bolungarvíkurganga fyrir Vegagerðina. Ósafl átti
lægsta tilboð í verkið og hljóðaði það upp á tæpa 3,5 miljarða króna. Verkið felst í
8,7 metra breiðum og 5,1 km löngum jarðgöngum, byggingu um 310 metra langra stein-
steyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja steinsteyptra brúa
yfir Hnífsdalsá og Ösá. Verklok eru áætluð í júlí 2010.
Snjóflóðavarnir í Bolungarvík
Ósafl, dótturfyrirtæki íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors, tók að sér í maí 2008
að reisa snjóflóðavarnargarða í Bolungarvík. Varnargarðurinn verður um 18 til 22 metra
hár og 700 metra langur þvergarður, staðsettur þar sem Dísarland er nú. Auk þess verða
8 keilur ofar í fjallinu. Aætlað er að í varnarvirkin fari um 400 þúsund rúmmetrar af
fyllingarefni sem reiknað er með að fáist innan framkvæmdasvæðisins. Áætlaður heildar-
kostnaður við byggingu varnarvirkjanna er 750 milljón krónur en endanlegur kostnaður
ræðst þó af þeim tilboðum sem berast í verkið. Gert er ráð fyrir að bygging varnanna taki
2-3 ár.
Kerskáli fyrir álver í Helguvík
IAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Framkvæmdirnar fela í
sér byggingu kerskála, sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu,
forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang.
Vélsmiðja á Reyðarfirði
I nóvember 2007 hófu Islenskir aðalverktakar vinnu við rúmlega 4.000 fermetra stál-
grindarhús að Hrauni 5 á Reyðarfirði. Húsið skiptist í rúmlega 1.300 fermetra kerverk-
stæði, rafmagnsverkstæði sem er rúmlega 300 fermetrar, vélaverkstæði sem er rúmlega
1.000 fermetrar, renniverkstæði sem er tæpir 700 fermetrar, verslun sem er um 200 fer-
metrar, dauðhreinsiherbergi sem eru 50 fermetrar og kaffi og matsal sem er rúmlega 400
fermetrar. Til viðbótar er rúmlega 400 fermetra skrifstofurými á annarri hæð. Vegghæð
hússins er 12 metrar og hæsta mænishæð er 18 metrar.
Burðarvirki hússins er úr stáli og læstar samlokueiningar í þaki og samlokueiningar í
veggjum. Gólf og sökklar verða steypt. VGK-Hönnun sjá um burðarþols- , lagna- og
arkitektahönnun hússins ásamt því að vinna að deiliskipulagi á lóðinni. Verkkaupi er
Vélsmiðja Hjalta Einarssonar í Hafnarfirði og notar hún húsið við vinnu vegna þjónustu-
samnings við Alcoa á Reyðarfirði.
Annar áfangi Sjálandsskóla
IAV hófu í júní 2008 vinnu við um 3.000 fermetra byggingu við annan áfanga Sjálands-
skóla. Byggingin stendur við sjó og gangurinn sem tengir byggingarnar saman liggur yfir
Vífilsstaðalækinn. Byggingin mun m.a. hýsa sundlaug, íþróttasal og mötuneyti.
ÍAV byggði einnig fyrsta áfanga skólans á árunum 2004-2005. Verklok eru í júlí 2009.
188 I Arbók V F ( /T F I 2008