Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 277
Niðurstöður hljóðeinangrunarmælinga
Gerðar voru hljóðeinangrunarmælingar á nokkrum hurðum
og felliveggjum í 7 skólum, sjá töflu 7.
lslenska byggingarreglugerðin gerir kröfu um að ef dyr eru á
milli kennslustofa skuli setja þar hurð í liljóðeinangrunar-
flokki a.m.k. 40 dB og að dyr fram á gang skulu vera með
hurð í hljóðeingrunarflokki a.m.k. 30 dB. Hljóðeinangrunar-
flokkunin er skv. danska staðlinum DS 1082-1982 [3]. Felli-
veggirnir sem mældir voru ættu því samkvæmt reglugerð að
hafa hljóðeinangrun að lágmarki 40 dB og hurðirnar ættu að
hafa hljóðeinangrun 30 dB. Af niðurstöðunum má því sjá að
töluvert vantar upp á til að kröfur byggingarreglugerðar séu
uppfylltar. Ekki er gerð sérstök krafa til hljóðeinangrunar
hurða í sænska staðlinum.
< \
Tafla 7. Mæld lofthljóðein-
angrun hurða og felliveggja.
R'w,8 dB ldBl
Felliveggur 32
Felliveggur 35
Hurð;gömul 6
Hurð.gömul 9
Hurð,gömul 22
Hurð, gömul 16
Hurð, nýleg 14
Hurð, nýleg 13
Hurð.nýleg 19
Hurð, nýleg 15
Hurð, nýleg 15
Hurð, nýleg 17
V >
Niðurstöður mælinga á hávaða frá tæknibúnaði
Hljóðstig frá tæknibúnaði var mælt í tveimur skólum.
r \
Tafla 8. Mælt hljóðstig frá tæknibúnaði.
Atburður Mæld Krafa I Frávik frá kröfu Kröfur sænsks staðals SS 02 52 68
gildi byggingar- byggingar- fyrir fyrir fyrir
reglugerðar reglugerðar gæðaflokk gæðaflokk gæðaflokk
[dB(A)] [dB(A)] [dB(A)] A B/C D
LAeq LAeq LAeq LpA LpA LpA
Loftræsing og kæliskápar 49,7 - 40 40 45
Loftræsing við tölvur 43,7 35 8,7 35 35 35
Loftræsisamstæða á gangi 55,1 - - 45 45 45
Loftræsing í íþróttasal 43,3 - - 40 40 45
v______________________________________________________________________________________y
í einu tilviki uppfyllir hljóðstig frá tæknibúnaði gæðaflokk D samkvæmt sænska staðl-
inum. Ef miðað er við gæðaflokk A er mælt hljóðstig í þessum tilfellum 3,3 dB-10,1 dB
yfir mörkum. I íslensku byggingarreglugerðinni eru einungis nefndar kröfur fyrir
hámarkshljóðstig í kennslustofum og er hún ekki uppfyllt í því eina tilviki sem hún á við.
Athugasemdir kennara úr skoðanakönnun - samantekt
I athugasemdum var algengast að minnst var á hljóðvist í matsölum. Einnig var nefnt að
lagfæra þyrfti hljóðvist í kennslustofum, göngum, kaffistofu kennara, íþróttasal og tón-
menntastofum. Nefnt var að draga þyrfti úr hávaða frá tæknibúnaði og færa leiksvæði
lengra frá skólastofum. Athugasemdir voru gerðar um hljóðeinangrun glugga, á milli
kennslustofa og fram á gang. Þar sem eru opin kennslurými nefndu flestir að þörf væri á
möguleika á að loka milli svæða (líklega þ.s. viðmiðunargildi til ómtímalengdar eru ekki
uppfyllt). Aðrar athugasemdir voru m.a. að of mikið væri af gleri og hörðum veggjum og
að rýmin væru of stór. I tveimur skólum var nefnt að bæta þyrfti högghljóðeinangrun
milli hæða.
Tækni- og vísindagreinar
2 7 5