Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 268
varmaleiðni jarðvegsins og þar með á flutn-
ingsgetu strengsins. Suðurnesjalína, sem
tengir orkuver Hitaveitu Suðurnesja við
raforkukerfi landsins, endar í 50 m jarð-
strengsbút í tengivirki Landsnets í Hamra-
nesi. Jarðstrengurinn er af sömu gerð og
Nesjavallastrengurinn og er rekinn á 132kV
spennu og fullu álagi, 130-140MW. Þar sem
strengurinn er stuttur þótti upplagt að gera
tilraun með að kæla hann með vatni. Þetta
var gert með því að leggja %" vatnsslöngu,
sem götuð var með 80-100 sm millibili, eftir
endilangri strenglögninni innan tengivirk-
isins.
Mynd 6. Niðurstöður hita- og rakamælinga við
Suðurnesjastreng sumarið 2008.
Á mynd 6 eru sýndar niðurstöður mælinga á
álagi Suðurnesjalínu ásamt mælingum á
hitastigi við kápu strengsins og rakastigi
jarðvegsins ofan við strenginn. Efri rakaneminn var settur rétt undir yfirborðið en sá
neðri rétt ofan við strenginn sjálfan. Jarðvegur var afar þurr þegar mælinemum var
komið fyrir í júní 2008. Aðveitustöðin í Hamranesi stendur á hrauni og sáralítill eða
enginn moldarjarðvegur er ofan við strenginn. Rakastigið mældist 12% við strenginn en
23% við yfirborðið. Hitastigið við kápu var um 50°C og fór hæst í 54°C.
í upphafi var miklu magni vatns sturtað yfir svæðið úr tankbíl með tveggja daga millibili
(merkt 1 og 2 á mynd). Eftir það var vatnsslönguveitan látin nægja. Rennsli úr slöngunni
var að mestu óbreytt allan tímann, um 0,3-0,4 lítrar/mín/metra.
Niðurstöðurnar sýna að eftir að búið var að væta jarðveginn vel í upphafi og koma
þannig hitastigi strengsins niður í 40°C, nægði tiltölulega hægt rennsli til að halda
rekstrarástandinu stöðugu.
Lokaorð
Tilraun með vatnskælingu á jarðstrengshluta Suðurnesjalínu í aðveitustöð Landsnets í
Hamranesi sumarið 2008 hefur sýnt með óyggjandi hætti fram á mikilvægi jarðvegs-
rakans fyrir virka kælingu strengsins. Fyrri niðurstöður, sem fengist hafa á undanförnum
árum við mælingar á hitastigi og rakastigi við Nesjavallastreng, hafa þannig verið stað-
festar. Mælingarnar í Hamranesi sýna að mjög lítið vatnsmagn, sem dreift er meðfram
strenglögninni, nægir til að viðhalda rakastigi jarðvegsins, þannig að góð varmaleiðni og
virk kæling jarðstrengsins sé tryggð.
Reynsla undanfarinna ára af hitamælingum háspennujarðstrengja, sem notaðir eru til að
þjóna álagi með mjög háan nýtingartíma (t.d. álverum), sýnir ótvírætt að sérstakrar
aðgátar er þörf við hönnun og lagningu slíkra strengja. Þeir þurfa að vera af yfirstærð eða
a.m.k. vel við vöxt til að varmatöp séu sem lægst. Þegar upp er staðið eru þó löng sam-
felld þurrkaskeið að sumarlagi verstu óvinir háspennujarðstrengja. Það skiptir því mestu
máli að jarðvegur og annað efni sem umlykur strenginn hafi næga varmaleiðni, jafnvel
þótt rakastig jarðvegsins sé komið töluvert niður fyrir þau mörk sem talist geta eðlileg.
Heimildir
[1] Guðleifur M. Kristmundsson og Ásdís Kristinsdóttir: Varmaleiðni jarðvegs á linuleið Nesjavallallnu. Árbók VFÍ/TFl 2004
(s. 245-251).
[2] Guðleifur M. Kristmundsson: Varmaleiðni jarðvegs og hitamyndun við kápu Nesjavallastrengs. Árbók VFl/TFl 2007
(s. 327-330).
2 6 6
Árbók VFl/TFl 2008