Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 301
Ef mynd 8 er skoðuð kemur í ljós að alvarlegum
slysum og banaslysum hefur fækkað verulega í
borginni. Sú fækkun er marktæk. Hallatala bestu
línu í gegnum grafið er -1,56 og fylgnistuðullinn er
0,83. Akeyrslur án meiðsla eru greinilega mjög
háðar skráningarhefð. Það sama gildir reyndar um
minniháttar slys. Kenningar eru einnig uppi um
það að fjölgun lengi vel hafi stafað af betri vitund
almennings fyrir minni meiðslum, svo sem háls-
hnykkjum. Þetta hefur verið stutt með gögnum frá
tryggingarfélögum. Þannig er hægt að rökstyðja að
minniháttar slys skekki einungis heildarmyndina.
Á árunum 1986-1990 var unnið markvist að því að
fækka sebragangbrautum og frekari aðgerðir fram-
kvæmdar til að stuðla að auknu öryggi gangandi vegfarenda. Ákveðið var að fækka
sebragangbrautum þar sem þær gáfu fólki falskt öryggi og ökumenn virtu ekki rétt
þeirra. Það er trú höfunda þessarar skýrslu að þessi aðgerð sé gott dæmi um vel
heppnaða umferðaröryggisaðgerð.
Á síðustu 30 árum hefur gatnakerfið gjörbreyst til batnaðar hvað umferðaröryggi varðar.
Fjöldamargar mikilvægar umferðartæknilegar aðgerðir hafa komist til framkvæmda.
Farið verður yfir þær mikilvægustu i umferðaröryggislegu tilliti hér á eftir í kaflanum um
framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Fyrst verður samt farið í nánari greiningu á umferðar-
slysum tímabilsins.
Skoðað var hvort fækkunina á alvarlegum slysum
og banaslysum mátti rekja til aðalgatnakerfisins,
stofn- og tengibrauta, eða gatnakerfisins innan
hverfa, safn- og húsagatna. Greinilegt var að
meginárangur fækkunar alvarlegu slysanna náðist
á aðalgatnakerfinu, sjá mynd 9. Þetta þarf ef til vill
ekki að koma á óvart því að þar er ökuhraði mestur
og aðskilnaður bílaumferðar og óvarinna vegfar-
enda hlýtur að skila mestum ávinningi. Árangur
hafði einnig náðst innan 30 km hverfa og sást hann
t.d. á fjölda minniháttar slysa, sjá mynd 12. Hafa ber
í huga að myndin verður óskýrari vegna þess að öll
liverfi utan aðalgatnakerfisins eru tekin með, hvort
sem um er að ræða verslunarhverfi eður ei.
Á myndum 9 og 10 má sjá fjölda gangandi veg-
farenda, sem urðu fyrir meiriháttar slysum eða
létust í umferðinni á árunum 1983-2006, eftir því
hvar slysið varð. Flokkað er í ákeyrslur á gangandi
vegfarendur á stofn- og tengibrautum og svo innan
hverfa.
Jafna bestu línu hefur hallatöluna -1,1 og fylgni-
stuðulinn er 0,8 fyrir aðalgatnakerfið, stofn- og
tengibrautir. Alvarlegum slysum og banaslysum fer
því marktækt fækkandi í þessu tilviki. Jafna bestu
línu hefur hallatöluna -0,2 og fylgnistuðulinn 0,1
fyrir götur innan hverfa og svæði utan gatnakerfis.
Þarna er engin fylgni og engin merkjanleg breyting
á tímabilinu.
r 35 30- 25- ._ 20- >^^S' 1 y “ -1,1413x + 30,05 RJ «= 0,7943 IfffcDi 1
83 84 85 86 87 88 89 90 V 1 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05 06 1
Mynd 9. Fjöldi gangandi vegfarenda sem
varð fyrir meiriháttar slysum eða létst í
umferðinni - stofn- og tengibrautir.
Tækni- og vísindagreinar
2 9 9