Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2008, Blaðsíða 71
1-8.3 Stéttarfélag verkfræðinga
Stjórn og félagar
SIÉTTARFÉLAG
VERKFR4EHNGA
Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga starfsárið 2007 til 2008 skipuðu Sveinn V. Árnason for-
maður, Anna Karlsdóttir varaformaður, Gísli Georgsson gjaldkeri, Daði Jóhannesson
J'itari, Arnór B. Kristinsson, Árni ísberg, Kristín Berg Bergvinsdóttir og Lilja G.
Karlsdóttir.
Á síðasta ári gengu 83 nýir félagsmenn í félagið, þar af 30 með BS-próf í verkfræði og einn
ungfélagi. 17 félagsmenn sögðu sig úr félaginu, tveir létust og tveir voru teknir af skrá.
Félagsmönnum fjölgaði því um 62 og voru 1177 í árslok. I lok mars sl. var félagafjöldinn
kominn í 1207, þar af eru konur 190 eða 15,7%. Á árabilinu 2000-2008 hefur félags-
mönnum SV fjölgað um tæplega 400.
Rekstur og samstarf
Síðasta starfsár var ár mikilla breytinga hjá Stéttarfélagi verkfræðinga. Þegar ný stjórn tók
við í mars 2007 voru tveir starfsmenn hjá SV og sinntu öllum málum sem snúa að þjón-
ustu við félagsmenn, kjarasamningum, rekstri sjóða og almennum rekstri skrifstofunnar.
Umfang starfsemi SV hefur aukist jafnt og þétt og í upphafi starfsársins var ljóst að
breytinga væri þörf ef bjóða ætti félagsmönnum áfram metnaðarfulla þjónustu. I þessu
samhengi voru skoðaðir möguleikar á auknu samstarfi við Verkfræðingafélag íslands og
Tæknifræðingafélag Islands. I byrjun sumars sagði þáverandi framkvæmdastjóri félags-
ins, Árni Björn Björnsson, upp störfum og jók það enn á mikilvægi þess að endurskipu-
leggja starfsemina. Árni lauk störfum í ágúst en samið var við hann um aðstoð vegna
endurskipulagningarinnar.
Teknar voru upp beinar viðræður við VFÍ og TFÍ um aukið samstarf og lauk þeim
viðræðum með samkomulagi um sameiginlegan skrifstofurekstur frá byrjun árs 2008. I
tengslum við þessa breytingu var skipulagi skrifstofunnar breytt. Logi Kristjánsson er
framkvæmdastjóri félaganna og sinnir hann jafnframt fagmálum þeirra. Utgáfu- og
kynningarmálum stýrir Sigrún S. Hafstein og sviðsstjóri kjaramála er Þrúður G.
Haraldsdóttir. Þá eru á skrifstofunni fjórir aðrir starfsmenn. Þetta skipulag er svipað því
sem ráðgert var ef sameining félaganna þriggja, sem kosið var um í byrjun árs 2006, hefði
gengið eftir. Rétt er að rifja upp að meirihluti var fyrir sameiningunni hjá félagsmönnum SV.
Markmiðið með breyttu skipulagi skrifstofunnar er að bæta þjónustu við félagsmenn,
nefndir og sjóði, bæta starfsaðstöðu starfsfólks, gera reksturinn gegnsærri og til lengri
tíma litið ná hagræðingu í rekstri. Þjónusta við félagsmenn er nú betri en áður þar sem
fleiri starfsmenn sinna málum og verkaskipting er skýrari. Þá er það mikil framför að
hafa starfsmann sem eingöngu sinnir kjaramálum. Skýrari verkaskipting og verkefna-
bókhald mun einnig gera reksturinn gegnsærri og auðvelda okkur að ná því markmiði
að rekstrarkostnaður sjóðanna verði sem næst raunkostnaði en ekki prósenta af veltu eins
og verið hefur. Þetta næst með góðu verkbókhaldi og vegna þeirra breytinga sem gerðar
hafa verið á bókhaldskerfi SV síðustu ár.
Það er ljóst að starfsaðstæður starfsmanna hafa breyst til batnaðar. Vinnuálag hafði auk-
ist síðustu ár, bæði vegna fjölgunar félagsmanna en ekki síður vegna breytinga á vinnu-
markaði. Þar má nefna aukið vægi stofnanasamninga hjá ríki í síðustu samningum,
breytingu á rekstrarformi nokkurra ríkisstofnana í opinber hlutafélög (ohf) og aukna ein-
Félagsmál Vf(/TFf i 69