Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 2
Beint að efninu Siguröur, hvernig varö Kristján Olafsson neytendafrömuöur til? Hann varö nú til fyrir mörgum árum. Hann myndaðist þegar viö vorum aö gera grínþætti fyrir Stöö 2 og kom þar fram. Hins vegar hefur hann þróast eftir aö hann fór aö starfa fyrir Ríkissjónvarpiö. En grunneinkennin komu fljótlega í Ijós. Menn Er til einhver sérstök fyrirmynd að þessari persónu? Kristján er kannski minn eini karakter sem ég hef einhverja fyrirmynd að. Eg nafngreini þann mann náttúrlega ekki neitt, en það var ákveðinn sölumaður sem gekk í liús og var að selja ýmislegt. Hann kom til mín oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þeir eru alls ekkert líkir í útliti eða klæðaburði en það voru einhverjir taktar sem ég sá í þessum manni. Eg geymdi þá með mér og nýtti mér í Krist- ján Ólafsson. En svo varð neytendafrömuður úr sölu- manninum. Já, enda byrjaði Kristján sem sölumað- ur. Gekk í hús, Kristján Ólafsson. Síðan færði hann sig upp á skaftið og fór að sinna neytendamálum. Það er reyndar ekki þannig að neytendafrömuðir komi mér svona fyrir sjónir. Kemur Kristján aftur á skjáinn fljót- lega? Það hefur ekki verið tekið á því. Jú, ætli við verðum ekki að segja að hann birtist. Ég get hins vegar lofað því að hann hefur tekið sér ýmislegt annað fyrir hendur í millitíðinni. Það er ekki víst að hann verði með neytendamálin eingöngu. Hann hefur verið að snúa sér að dans- íþróttinni og það er aldrei að vita hvað við munum sjá til hans á þeim vettvangi. Ertufélagi í Neytendasamtökunum? 2 Mér skilst það, já, en það er alveg ný- skeð. Finnst þér þá hagsmunir neytenda nœgilega vel tryggðir hér á landi? Þeir eru það ekki, en hins vegar held ég að Neytendasamtökin séu ein leiðin til þess að tryggja rétt okkar neytenda. Þess vegna lét ég nú til leiðast og gekk í Neyt- endasamtökin, án þess ég hafi nokkuð starfað þar. Tekurðu undirþað að framtíð jarðar felist í innkaupakörfunni okkar? Það geri ég. Hefurðu það að leiðarljósi á þínu heimili? Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er það ekki meðvituð stefna hér, því miður. Maður er samt sem áður meðvitaðri en áður. Ég verð að viðurkenna það. Að lok- um tekur maður fullt mark á þessu og fer að sinna þessum málum af einhverri al- vöru. Ertu búinn að koma þér upp safnhaug eða rotkassa í garðinum? Ekki ennþá, en það er á dagskrá. Ég er reyndar ekki búinn að koma mér upp garði ennþá, er svona að móta hann, en ég sé fram á að safnhaugur eigi vel heima í mínum garði. Tekurðu strœtó, gengurðu eða hjólarðu þegar þú átt þess kost? Nei, það geri ég ekki. Einkabíllinn er alls ráðandi á mínu heimili og meira að Sigurður Sigurjónsson hefur um árabil veriö einn vinsæl- asti leikari lands- manna og hefur reyndar veriö nefndur „leikari allra landsmanna". Hann hefur haldið uppi merki neyt- endamála á Stöö þeirra Spaugstofu- manna í gervi neytendafrömuð- arins Kristjáns (heiti ég) Ólafssonar. segja tveir. Ég bý í Hafnarfirði og vinn mest megnis í Reykjavík og svo erum við enn svolítið langt frá þjónustu. Svo við verðum því miður að hafa bíl, tvo meðan bömin eru svona ung. Þú ert mikill útivistarmaður og veiði- maður. Göngum við nœgilega vel um þetta land okkar? Nei, hreint ekki. Og þar hef ég sosum ekki staðið mig nægilega vel heldur. Hins vegar hef ég séð mun á landinu á undan- fömum árum, séð hvað menn eru kæru- lausir. Á veiðistöðum til dæmis er alls konar dj... drasl út um holt og hæðir sem mér finnst ég ekki hafa séð áður. Ég skil þetta nú reyndar ekki. Kannski tek ég bara meira eftir þessu núna vegna þess að ég er farinn að hugsa meira um þessi mál. Það er áreiðanlega skýringin. Alla vega fer þetta æ meira í taugamar á mér og ég stend mig að því að taka til eftir aðra. Það á ég ekki að þurfa að gera. Attu þér einhvern uppálialdsstað í nátt- úrunni? Þeir eru nú margir. Hér á árum áður var ég mikill göngugarpur og gekk mikið um hálendið, á jökla og víðar. Þá var mengunin reyndar í lágmarki. Ég held mikið upp á Laxárdal, þar hef ég oft komið. Hann er reyndar hreinn og falleg- ur ennþá, enda er hann þannig að ég held að menn geti hreinlega ekki gengið illa um hann. Þetta að lokum: Færirðu heimilisbók- hald? Nei, en það þyrfti ég að gera. Ég þekki nú ekki dæmi um að fólk færi heimilis- bókhald, þótt ég hafi suma grunaða um að gera það. Það virðist allt ganga svo upp í fjármálum hjá þessu fólki að það hlýtur að vera með eitthvert kerfi í gangi. „Thankyou very muchfor this inter- view! “ NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.