Neytendablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 21
Útgjöldin
aukast
en ekki
tekjurnar
Við höldum nú áfram að
fylgjast með fjárhag
hjónanna Biddu og Bárðar.
Þau höfðu hvort um sig
90.000 krónur í mánaðar-
laun í janúar síðastliðnum
og laun þeirra breytast sam-
kvæmt launavísitölu.
Úgjöldin breytast við breyt-
ingar á framfærsuvísitölu.
Einnig eru þau með verð-
tryggt lán, upphaflega að
verðmæti ein milljón
króna, sem auðvitað hækk-
ar ef lánskjaravísitalan
hækkar.
Frá september til nóvem-
ber hafa þessar þrjár vísitöl-
ur breyst þannig:
Lánskjaravísitalan: 0.6%
Framfærsluvísitalan: 1,2%
Launavísitalan: 0%
Samkvæmt því hafa tekj-
ur og útgjöld þróast á eftir-
farandi hátt:
1. september:
Ráðstöfunartekjur kr. 154.752
Föst útgjöld kr. 123.622
Afborgun af láni kr. 28.737
Spamaður kr. 2.393
1. nóvember:
Ráðstöfunartekjur kr. 154.752
Föst útgjöld kr. 125.105
Afborgun af láni kr. 28.909
Spamaður. kr. 738
Eins og sjá má fer fjár-
hagurinn hjá Biddu og
Bárði stöðugt versnandi.
Það jákvæða er að þau hafa
þrátt fyrir allt náð að vera
réttu megin við strikið, aug-
ljóst er þó að ekki má neitt
útaf bregða til að allt fari á
verri veg. Með áfram-
haldandi þróun hækkunar á
framfærsluvísitölu umfram
launavísitölu munu Bidda
og Bárður þurfa að grípa til
örþrifaráða um áramótin.
Engar rakettur þetta árið,
takk.
Rekstur heimilisins
Sparnaður og lántökur
Ef fært hefur verið
heimilisbókhald í
nokkurn tíma, er vænt-
anlega komin reynsla á
hvernig útgjöldin
dreifast á hina ýmsu liði.
Þetta er byrjunin.
Þegar komið er í ljós hvemig
útgjöldin dreifast, er að taka
næsta skref. Það er að íhuga
og ræða, hvort eitthvað megi
betur fara. Hjá flestum er það
nú þannig. Nauðsynlegt er að
allir fjölskyldumeðlimir sem
komnir eru til vits og ára taki
þátt í umræðunni um heimil-
isreksturinn. Tekjur heimilis-
ins eru oftast takmarkaðar
eða með öðrum vinsælum
orðum: Kakan er af ákveð-
inni stærð, henni þarf að
skipta, helst á þann hátt að
allir séu sáttir. Ef bömin eru
ekki höfð með í ráðum um
þessa skiptingu, skilja þau
síður hvers vegna ekki er
hægt að gera þá hluti sem
þau vilja helst.
Á slíkum fjölskyldufund-
um er líka mjög gott að ræða
hverju fjölskyldan stefnir að.
Viljum við fara saman í frí
næsta sumar, til dæmis til út-
landa? Hvað mun slík ferð
kosta og hvað þurfum við að
leggja á okkur núna til þess
að ná þessu takmarki? Ef
þetta er eitthvað sem alla
langar mikið til er auðveldara
að taka höndum saman um
að spara eða fresta öðrum út-
gjöldum. Fjölskyldan hefur
núna um sjö mánuði til að ná
takmarki sínu. Ef takmarkið
næst ekki á þessum tíma þarf
að taka nýja ákvörðun þegar
vorar. Förum við í ferðina og
hvaða þýðingu hefur það þá
fyrir fjárhag fjölskyldunnar?
Við getum tekið dæmi. Fjöl-
skyldan reiknar með að ferð-
in kosti þrjú hundruð þúsund
krónur. Á þessum sjö mánuð-
um þarf því að leggja til hlið-
ar um 42.000 krónur á mán-
uði. Ovænt útgjöld koma
síðan upp á og einungis hefur
tekist að safna 200.000 krón-
um á þessum tíma. Ef fjöl-
skyldan ákveður að fara í
ferðina, þarf að taka lán fyrir
ferðinni að upphæð rúmlega
100.000 krónur. Neyslan
mun síðan skerðast á afborg-
unartímanum vegna þessa
láns.
Hvaða útgjaldaliði á að
skera niður? Á hverjum í
fjölskyldunni myndi þessi
skerðing helst bitna? Engin
af þessum ákvörðunum er á-
takalaus og því nauðsynlegt
að ræða þessi mál hreinskiln-
islega innan fjölskyldunnar
áður en ákvörðun er tekin.
Gangi ykkur vel.
Sólrún Halldórsdóttir
rekstrarhagfræðingur
ráðleggur neytendum
Námskeið um hagsýni í heimilisrekstri
Eg hef sko alltaf ætlað
mér að byrja að færa
heimilisbókhald. Já, einmitt.
Engin undanbrögð lengur.
Neytendasamtökin hyggjast
bjóða upp á námskeið í hag-
sýni í heimilisrekstri. Fjallað
verður um það hvemig færa
á heimilisbókhald, hvemig
gera á áætlanir, einnig um
spamaðarleiðir, hvemig
bregðast megi við óvæntum
útgjöldum og fleira. Nám-
skeiðið er öllum opið, en fé-
lagsmenn í Neytendasam-
tökunum munu hafa
forgang. Skráning fer fram á
skrifstofu samtakanna í síma
625000. Leiðbeinandi
verður Sólrún Halldórsdóttir
rekstrarhagfræðingur. Nám-
skeiðsgjald er ekkert, en
þáttakendur greiða 500 krón-
ur í efnisgjald.
NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1991
21